Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 124
122
Vitnið Magnús leggur það til, að Abraham hafi lýst því, að barn
Eyvindar lifði, dafnaði og héti Bjarni. Eyvindur hefði það skírt.
Þetta vitnar Þuríður einneiginn.
Víðara sögðust þessar persónur ei vitnað geta.
Víðara framfór ei fyrir réttinum
Actum die & loco ut supra [= gert dag og stað sem áður segir].
Jörundur Bjarnas., Jón Einarss., Jörundur Ásbjörnss., Andrés
Jónsson, Jón Bjarnason, Sigmundur Bjarnason, Einar Jónsson,
Hallur Eyjólfsson.
Bilager [= fylgiskjöl] þessum process [= dómsmáli] fylgjandi:
Litt(era) A
Citerast [= stefnast] og stefnast Sigurður Jónsson í Ófeigsfirði,
Ólafur Guðmundss., Guðmundur Ásbjörnsson og Sveinn Alexíi-
son undir fallsmál [= þingvíti] fyrir réttinn að Árnesi 15. Aprilis
næstkomandi til að vitna um allt ásigkomulag og tildragindi um
þjófana í Drangavíkurfjalli frá fyrsta til síðasta í ár 1763.
Testor [= vottar] Felli, d(ag) 4. Apr. 1763.
H. Jakobsson
Séð og lesið
S. Jónsson, Ólafur Guðmundss., Guðmundur Ásbjörnss.,
Sveinn Alexíison.
Upplesið fyrir rétti á Árnesi d(ag) 15. Apr. 1763.
H. Jakobsson eh [= eigin hendi]
Litt(era) B
Undirskrifaðir vitnum um þjófana Abraham og Eyvind og
Höllu samt dóttur þeirra Ólufu og aðför þeim veitta, sem fylgir:
Þann 16. Martii samsettu hreppstjórnarmenn sveitarinnar eitt
bréf og sendu með það lakkað [= innsiglað] þann alþekkta mann
Einar Sveinsson til sýslumannsins Halldórs Jakobssonar, hvar
uppá hann innfann sig hér á Árnesi þann 7da Aprilis og yfirlýsti
sig meðtekið hafa frá hreppstjórunum framvísaðan opinn mem-
orial [= minnisblað] þann 29. Martii næstliðna.