Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 126
124
Upplesið fyrir rétti á Árnesi 15. Aprilis 1763.
Halldór Jakobsson eh
Litt(era) C
Obductions [= krufningar] forretning [= athöfn] eður besigt-
elsi yfir þann andvana barnslíkama, sem fannst dauður í fjalls-
gnípunni ofan til við Drangavík innan Strandasýslu þann 11. Apr.
1763, gjörð af sýslumanninum Halldóri Jakobssyni, prestinum
s(é)r(a) Erlendi Þorsteinssyni, þremur dugandismönnum og
tveimur yfirsetukonum í sveitinni.
Barnsins líkami fyrirfannst svo á sig kominn sem fylgir:
Líkaminn er á bakinu allur bláleitur með blettum, svo sem af
grjóti eður hörðu, fyrir naflann er bundið með hvítum þræði,
hvör að er eðliliga stór sem á nýfæddu barni, líkaminn er svo á sig
kominn sem hann aldrei hafi laugaður verið og ekki langt síðan
það hefur fætt verið. Nábjargir höfðu því veittar verið, þó öfugt.
Ekki segist nálægt fólk kunna dæma um, hvort það hafi nært ver-
ið eður ei. Ekki segir það heldur, að hið minnsta gróið sé fyrir
naflann, hvar af ráða sé það strax muni eftir fæðinguna dáið hafa,
þó hafi á höfðinu hausamótunum verið samanýtt eftir siðvenju.
Mannaverk eður áverkar eru annars öngvir á líkamanum sjáan-
legir, hvar af það kynni að hafa dáið, nema ef þessi áður umgetni
blámi og blettir á bakinu skulu þar fyrir ansjást, sem þó getur hafa
skeð af grjótinu, sem þá á lá.
Líkaminn var annars stirðnaður, og ei heldur fannst nein
blóðlifur uppí þess munni, blóðvessi rann lítill af þess vitum,
hvar til þó engin deili sáust, þá það var tekið í klettunum, þar
sem það fannst.
Segjast svo vel nálægar kvenpersónur, sem aðrir nærstaddir,
ekkert víðara fyrir víst dæma kunna en að barnið hafi vel svo
fullaldra og lifandi fæðzt. Ekki heldur órímiligt, að barnið muni
hér um fyrir þrem vikum fætt vera, en þó lifað stutta stund eftir
fæðinguna.
Víðara segist hér nálægt fólk um þennan líkama ekki segja
kunna, hvar fyrir kistan var aftur slegin og sóknarprestinum til
löglegrar meðferðar afhent.
Datum Árnesi d(ag) 13. Aprilis 1763.
Halldór Jakobsson Erlendur Þorsteinsson