Strandapósturinn - 01.06.2011, Blaðsíða 127
125
Jörundur Ásbjörnsson Jón Jónsson Jón Bjarnason
Guðríður Jónsdóttir Ragnhildur Jónsdóttir
Upplesið fyrir rétti á Árnesi d(ag) 15. Apr. 1763.
H. Jakobsson
Anno 1763, þann 7. Maij, á Hrófbergi venjuligum þingstað
settu þingi af sýslumanninum Halldóri Jakobssyni og útnefndum
til réttarins átta ærligum dánum(önnu)m búsitjandi í þessari
þingsókn og hreppstjórum nefnil(ega) Kolbeini Ólafssyni, Guð-
mundi Jónss., Árna Bjarnas., Brynjólfi Magnússyni, Jóni Jónssyni,
Bjarna Ásbjörnssyni, Sumarliða Pálss. og Jóni Gíslas. framfór eft-
irskrifað fyrir réttinum:
Num(ero) 5
Voru upphrópaðir málspartar. Mætti svo fyrir réttinum sem
actor [= sækjandi] m(onsjö)r Sumarliði hreppstjóri og framlagði
ordre [= skipun] til sín að útfæra eina delinkvent [= sakamanns]
sök mót persónunum Eyvindi Jónssyni og Höllu Jónsdóttur, sem
bestendur þar í, að þau eru ryktuð fyrir dulsmál og ófrómleik
með víðara og hafa í arrest [= varðhald] þar fyrir tekin verið og
actioneruð [= mál höfðað gegn]. Ordurnar [= fyrirmælin] upp-
lesnar nót(e)r(aðar) litt(era) A. Stefnu í þessu máli framlagði
hann, hvörja delinkventerne laus og liðug fyrir réttinum játa
sér birta vera og eru því með hana ánægð. Hún nót(e)r(uð)
litt(era) B. Sem delinkventernes svara- og talsmaður mætir eftir
ordre m(onsjö)r Brynjólfur Guðmundsson á Heydalsá. Óskar
síðan actor, að það áður tekna próf af 15. Apr. og process í
sökinni upplesinn sé, hvað og skeði. Ordre til talsmannsins
nót(e)r(uð) litt(era) C.
Actor uppástendur svo, að delinkventerne Eyvindur og Halla
examinerist [= yfirheyrist] eftir processinn af 15. Apr. A(nno)
h(ujus) [= þessa árs] hér að framan innfærðum, svo þar af vita fái,
hvað þau vilja meðganga af því áðurskrifaða. Voru þau síðan
rannsökuð og spurð sem eftirfylgir – hvort fyrir sig.
Konan fyrst og maðurinn síðan:
Aðspurð, hvört farið hafi, þá frá Felli fór í Augusto í fyrra?