Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 128
126
Svar: „Norður í Skjaldabjarnarvík í 17. a [= eða] 18. viku sum-
ars.“
„Hvort þá hafi ólétt verið?“
Svarar: „Já.“
„Hvað lengi þar hafi verið?“
Svarar: „Hálfa aðra viku.“
Hún segir þá hafi Abraham Sveinss. verið að ganga þar til og
frá. Síðan segir hún Eyvindur hafi til sín þangað komið og farið
inn víkina og yfir Trékyllisheiði. Hafi þá Abraham í förinni verið.
Hafi þau þá áð á Ósdal og farið suður dali3 og lent á Hveravöllum
fram úr Húnavatnssýslu. Hún neitar, að þeir hafi nokkru fé á fjöll-
unum stolið, en segir Abraham hafi fært þeim þá þrjá hesta, sem
teknir voru þar af þeim og að Þingeyrum færðir, og hafi hann
tekið þá þar einhvörs staðar sunnan dalina á fjöllunum. Hún seg-
ir þau mest lifað hafi á álftum, grösum og silung þann umgetna
tíma. Síðan segist hún rétt eftir byggðinni norður hafa farið og
komið í Skjaldabjarnarvík að liðnum jólunum. Hvar hún segist
tvær nætur verið hafa. Hafi þá Abraham og Eyvindur þar til sín
komið og ekkert meðferðis haft. Segist hún síðan ólétt og mjög
veik til þeirra í kofann farið hafa. Segist hún þá ei neins staðar
fengið hafa að vera og ei séð svo á sig komin annað en dauðann
fyrir. Hafi þau svo lifað á því, sem þeim var gefið þar á bæjunum
Dröngum, Ófeigsfirði og Reykjarfirði.
Aðspurð: „Nær barnið fæddi?“
Svar: „Seint á föstudag í síðustu viku góu um nónbil.“
Hún aðspurð, hvort það lifandi fæðzt hefði?
Svarar: Með litlu lífi og ei hafi það augunum rennt, þá á klæðin
kom. Hafi þá ekkert til þess heyrzt. Síðan hafi lítið til þess heyrzt,
þá búið var að skilja á milli, sem Eyvindur gjört hafi, síðan hafi
það vökvað verið, hafi því þá varla niður runnið. Segist hún hafa
látið þá utan um það trafrýju, síðan hafi Eyvindur skírt það í köldu
vatni og kallað Bjarna, síðan hafi Eyvindur laugað það í volgu
vatni, síðan segist hún hafa látið það hjá sér vera um nóttina og ei
nema einu sinni til þess heyrt. Segist hún hafa nært það og hafi
því lítið niður runnið, síðan hafi það sofnað á sunnudagsmorgun
um hádegi að Abraham fjarlægum, hafi það svo í kofanum legið,
þar til kalt var orðið, og þar eftir hafi Eyvindur látið það í klettana
3 Óvíst er, hvort hér er átt við Dali eða dali inn af Húnavatnssýslu.