Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 129
127
þar það fannst. Segist hún heyrt hafa hann gjöra ráð fyrir biðja
Grím lofa sér grafa það á Dröngum, en hann hafi sagt það væri
sama, hvört það væri þar eður annars staðar grafið. Í sama máta
segir hún hann beðið hafi Grím sér yfirsetukonu ljá, hafi hann
sagt hún væri ei til þess fær.
Hún segir Abraham hafi þeim þá tvo hesta fært, sem hér var
stolið í sveit í fyrrasumar. Í sama máta hafi hann fært þeim áklæði,
skaröxi og svuntu, er hér var af Höllu tekið í fyrrasumar á Hróf-
bergi og héðan var stolið fyrra haustið fyrir sjálf hreppskilin. Var
það fyrir rétti framvísað og virt ásamt hnöppum, er í svuntunni
voru og ei komu fram, 60 ál(nir). Víðara segist hún ei hér um
segja kunna.
Eyvindur mætti síðan og framber sem fylgir:
Hann segist hafa úr Geiradal komið þá til Höllu kom í Skjalda-
bjarnarvík og segir sama um ferðalag og viðurlífi þeirra á fjöllun-
um sem Halla. Sama segir hann um hestana sem Halla og að
Abraham hafi þá úr stóði tekið á fjöllunum. Síðan segist hann á
Hveravelli komist hafa. Þar eftir segist hann aftur vestur farið hafa
í víkina og í Drangavík, þá hafi þeir tvo húðarklára meðferðis
haft. Hafi þeir hingað af Tvídægru í þeirra ferð komið á fjöllun-
um, hafi Abraham þá þar tekið. Hann segist hafa komið í Dranga-
vík, þá ei var full vika af vetri, segist hann þar lifað hafa á því, sem
sér gefizt hafi. Hann segir Halla hafi beðið sig að taka sig og því
segist hann það gjört hafa.
Um barnið segir hann, að það augunum rennt hafi, þá á klæð-
in kom. Segist hann hafa á milli skilið, síðan hafi það strax vökvað
verið og lítið niður runnið. Síðan hafi látið verið utan um það traf
og svo skírt í köldu vatni og kallað Bjarna. Síðan hafi það í volgu
vatni laugað verið. Hafi þá lítið í því krimt. Síðan hafi það hjá
móður sinni verið um nóttina. Hafi það dáið á sunnudagsmorg-
un. Segist hann síðan hafa látið það þar, sem það fannst, og ásett
síðar að koma því í Reykjarfjörð, svo það mætti grafast. Hann seg-
ist hafa beðið Grím að ljá sér yfirsetukonu. Hafi hann sagt hún
væri ei til þess fær. Hann segist og hafa sagt Grími hann vildi grafa
barnið á Dröngum, áður en það dó. Hafi hann sagt hann ætti ei
þar með. Hann segir Abraham hafi komið upp með að segja barn-
ið lifði, svo þeir þess heldur gætu logið út mjólk, fyrst matarlausir