Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 130
128
væru. Hann segir sama um það, sem hér í sveit stolið var, sem
Halla.
Víðara var hér ei af þeim meðgengið.
Svo sem bóndinn Grímur er enn ei yfirheyrður, svo uppástend-
ur defensor [= verjandi] m(onsjö)r Brynjólfur hann afheyrist,
áður dómur sé yfir þessar persónur felldur, og svo sem hann tjáist
hingað næstkomandi mánudag væntanligur, er sökin uppsett og
þá sömu þingvitnum tilsagt að mæta fyrir utan Bjarna Ásbjörns-
son og Sumarliða Pálsson, í hvörra stað innnefnast þá sem þing-
vitni mæta Þorsteinn Þorsteinsson og Jón Bjarnason sem og actori
og defensori í sökinni. Og svo sem miðaftann var komið var frá
réttinum gengið.
Þann 10. Maij settist rétturinn að nýju með áðurgreindum
þingvitnum. Mættu svo actor og defensor í sök Eyvindar og Höllu,
sem framlögðu sín innlegg, sem upplesin voru, fyrst actoris og
síðan defensoris, nót(e)r(uð) D, E.
Var svo til talfært, hvort þeir framvísuðu stolnu kostir skyldu
sverja þeirra, er þá misst höfðu, en svo sem enginn sér í lagi gefur
sakir þar fyrir, var það ei nauðsynlegt álitið. Og svo sem enn nú
ekkert frá Grími á Dröngum innkemur, er dómur í þessari sök
uppsettur til 30. Maij næstkomandi á delinkventanna núverandi
varnarþingi Broddanesi, hvar með allir viðkomendur ánægðir
eru.
Actum ut supra [= svo gert sem áður segir]
Kolbeinn Ólafsson, Jón Jónsson, Jón Gíslason, Jón Bjarnason,
Guðmundur Jónsson, Árni Bjarnason, Þorsteinn Þorsteinsson,
Brynjólfur Magnússon.
Anno 1763, d(ag) 30. Maij á Broddanesi, venjuligum þingstað
og útnefndum þessum ærligum þingvitnum að settu héraðsþingi,
nefnil(ega) Jóni Jónssyni, Magnúsi Magnússyni, Hallgrími Egils-
syni, Þorsteini Magnússyni, Birni Jónssyni, Jóni Jónssyni, Guð-
mundi Magnússyni og Ólafi Bjarnasyni framfór eftirskrifað fyrir
réttinum:
Num(ero) 1.
Var upplesinn process Eyvindar Jónssonar og allt það, sem í því
máli er hingað til skeð. Eyvindur er hér vegna sín og konu sinnar
nálægur.