Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 136
134
engin lög eru sett. Og þótt Eyvindur og Halla hafi til forna af hön-
um ókenndum stolna fjármuni óvitandi þegið, mun það afþróan-
legt álítast.
Allt svo í fölge af áðurskrifuðu er mitt uppástand:
1°. Að Eyvindur Jónsson og Halla kona hans fríkennist fyrir að
vera sek í dauða síns unga barns.
2°. Uppástend eg hann fríkennist fyrir að hafa nokkurn þjófn-
að með Abraham Sveinssyni samhyllt og
3°. Skuli hann endilega sekur ansjást fyrir misfelli sín í með-
ferð barnsins, uppástend eg þvílíkt straff ei harðara sé en lög
vor í ringe forseelses dictera [= minniháttar yfirsjónum ákveða],
allt í conformite af kóngl(egum) lögum og billigheitum [= sann-
girni].
Eg í vissri von um réttvísan dóm forblíf
Hrófbergi d(ag) 7. Maij h(er)r(a) sýslumann samt réttarins
1763. hans skyldugur þénari
Brynjólfur Guðmundsson
Upplesið fyrir rétti á Hrófbergi þann 10. Maij 1763.
H. Jakobsson
Litt(era) f.
Eftirskrifað hefur undirskrifaður að vitna í dulsmálssök Eyvind-
ar Jónssonar og Höllu konu hans og til fylgjandi svo svara:
1°. „Heyrðir þú, Grímur Alexíison, Eyvind Jónsson lýsa því, að
hann vildi koma barni sínu að Skjaldabjarnarvík eður á annan bæ?“
Svarar: „Já. Einslega við mig.“
2°. „Bað Eyvindur Jónsson þig um yfirsetukonu að ljá sér vinnu-
konu þína eður heyrðir þú hann tala nokkurn tíma að því?“
Svarar: „Vissulega. Meir en mánuði fyrri nefndi það, áður en
sagði hana léttari vera en ekki síðan og afsagði eg ei.“
3°. „Veiztu nokkuð til þess, að Eyvindur hafi sekur verið í lífi
barnsins?“
„Nei, ekki kann eg það að segja.“
4°. „Hvernig var ástatt fyrir Höllu konu hans, þá hann tók hana
til sín?“
„Ég hef ekki vit á til þess að svara réttilega. Hún sagðist veik
vera, þegar eg síðast vissi.“