Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 141
139
dórs Jakobssonar, sem nú var fyrir réttinum upplesin, var svoleið-
is birt sem hennar uppáskrift útvísar. Svo sannarlega hjálpi mér
guð og hans heilaga evangelium“ sagði hvör þeirra fyrir sig.
Enn nú framlagði actor aðra stefnu undir sínu nafni af dato 24.
Aug. þessa árs 1763. Með hvörri hingað stefnast hreppstjórinn
m(onsjö)r Jón Jónsson á Felli, Gísli Björnsson sama staðar og
Hallgrímur Egilsson á Fellshjáleigu til að vitna það frekast þeir
vita um meðhöndlan og fangahald sýslumannsins Halldórs Jak-
obssonar á delinkventen Eyvindi Jónssyni, eftir sem stefnan með
sér ber og þeir af réttinum tilspurðir verða, hvör stefna upplesin
og uppáskrifuð innfærist lit(tera) D.
Með þessu fyrirkalli stefnast eftirskrifaðir menn til Broddaness
vanalegs þingstaðar á þann næstkomandi 10da Septembr. þessa
árs 1763 og fyrir þann kóngsins rétt, sem virðuglegur lögréttu-
maðurinn m(onsjö)r Jón Jónsson mun þar þá haldandi verða:
Nefnil(ega) þér m(onsjö)r Jón Jónsson búandi á Felli og hrepp-
stjórnari Bitrusveitar, þú Gísli Björnsson sama staðar og þú Hall-
grímur Egilsson búandi á Fellshjáleigu til að vitna undir ykkar
svarinn sáluhjálpareið og fallsmál:
1°. Hvört þér hafið vitað eður séð sýslumanninn Halldór Jak-
obsson hafa haldið í arresti í boltum [= fótajárnum] og járnum [=
hlekkjum] sakamanninn Eyvind Jónsson og hvað langan tíma
eður látið hann ganga fjötralausan, liðugan og lausan?
2°. Hvört nefndur sýslumaður hefur haft nokkurt fólk, sem
þennan sakamann skyldi vakta?
3°. Hvað nefndur delinkvent hefur unnið eður framkvæmt síð-
an hann var tjáðum sýslumanni sem fangi tilsendur?
4°. Hvört sýslumaðurinn Halldór hefur óskað aðstoðar af
bændum að láta greinda fanga vakta með víðara, sem þér af rétt-
inum tilspurðir verðið sök þessari til upplýsingar?
Verið komnir árdegis á sagðan stað og dag og blífið svo lengi
við réttinn, þar til sök þessi er að lögum forheyrð [= yfirheyrð].
Datum Gröf d(ag) 24. Aug. 1763.
Einar Magnússon
Framan- og ofanskrifaða stefnu upplas fyrrverandi sýslumað-
urinn s(igno)r Einar Magnússon á björtum degi fyrir sólsetur fyr-