Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 157
155
Anno 1766 d(ag) 9da Aug<us>ti á Skeggjastaða manntalsþingi
innfært eftirfylgjandi:
Voru upplesnar af nærstliðins árs alþingsbókar no. 23 þar inn-
færðar óskilamannalýsingar, nefnilega Eyvinds Jónssonar og hans
konu Höllu Jónsdóttur, er vorið 1764 hefðu burt strokið frá sýslu-
manninum Halldóri Jakobssyni. Og enn þá lýsing Einars Sigurð-
arsonar, sem af constitueruðum sýslumanni í Strandasýslu Jóni
Jónssyni svo sem yfirbevísaður að stórþjófnaði hefur rétttækur
dæmdur verið á nærstliðnu vori 1765, hvar hittast kynni.
Hvar uppá fellur þingmanna svoleiðis svar:
Presturinn s(é)r(a) Sigurður Eireksson segir, að haustið 1764
hafi til sín komið og frá sér farið norður eftir karl og kvenper-
sóna, er hann meini að vera þessar sömu Eyvind og Höllu,
Segir og, að þessar fyrrnefndar persónur uppihaldi sér nú báð-
ar í Þingeyja<r>sýslu, hann á Svalbarði i Þistilfirði, en hún á
Sauðanesi.
Hinir aðrir þingmenn, sem hér nálægir eru, segja, að sér sýnist
lýsingin ekki vera ólík þeirri persónu, sem hér að framan er um-
talað og á umferð á þessari sýslu nefndi sig Jón Jónsson. En hvað
lýsing Höllu áhrærir, segja þeir, að jafnvel þó hún ekki að öllu
leyti sé lík þeirri kvenpersónu, sem áður er umtalað og sig nefndi
og nefnir Guðrúnu Jónsdóttur, sé hún þó ekki að öllu leyti henni
ólík.
Nálægir þingmenn aðspurðir um þau skilríki, er nefndar per-
sónur haft hafi með sér þá hér um sýsluna reist hefðu, svara, að
þau bæði hafi haft bón frá sýslumanni s(igno)r Hans Wíum þess
innihalds að fólk á leið þeirra vildi beina leið þeirra, hennar sér-
deilis til heimkynna sinna, sem sagðist burtgripin af tveimur úti-
leguþjófum, Arnesi og Abraham, í grasaheiði. Hans svo sem þess,
er kominn væri úr Strandasýslu og ætlaði að ferðast á Langanes
og þaðan heim aftur beinleiðis. Hann hafði og haft prestsattest,
prestsins s(é)r(a) Jóns Sigurðssonar í Grunnavík undir hans hönd
og signeti, en engin önnur attest segjast þingmenn hafa hjá þess-
um persónum séð.