Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 168
166
Leiðrétting
Í Strandapóstinum 40. árg. (2008), neðarlega á bls. 125, er mis-
sagt að Finnbogi Jóhannsson hafi flust í Unaðsdal. Rétt er setn-
ingin svona: Finnbogi var 6 ára þegar hann fluttist í torfbæ, að
Bæjum á Snæfjallaströnd. Þetta leiðréttist hér með.
sögn Ólafs var að hann ritar „inn við“ Langanes þar sem átt hefði
að standa skammt „innan við“ sama nes.
Þegar að kofarústinni var komið leyndi sér ekki að lýsing Ólafs
á staðháttum var rétt að öllu öðru leyti.
Milli giljanna tveggja í hlíðinni gengur fram allbreiður rani, að
heita má beint upp af botni fjarðarins. Lækurinn í ytra gilinu er
vatnslítill en mikið vatn í hinum læknum sem fellur í djúpu gljúfri
um innra gilið og kofarústin aðeins fáeinum metrum utan við
það. Hún mun vera í liðlega 100 metra hæð yfir sjávarmáli og auð-
fundin sé gilbarminum fylgt. Kletturinn, sem Ólafur getur um,
vísar á hana því neðar í rananum milli giljanna er lítið sem ekkert
um kletta nema í sjálfu gljúfrinu.
Í Örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar er skráð eftir Ei-
ríki Guðmundssyni, fyrrum bónda á Dröngum, fæddum 1895, að
Langanesgil sé „stór lækur“ ofan við Langanes og hlýtur þar að
vera átt við innra gilið.
Á kofastæðinu er nú myndarleg grjóthrúga sem fengið hefur
sína núverandi mynd við uppgröftinn sumarið 1955. Í henni eru
fallegar þakhellur áberandi. Um lýsingu á kofanum í Bjarnarfirði
læt ég nægja að vísa til skrifa Ólafs Briem í fyrrnefndri bók hans
en hann segir vistarveru þessa hafa verið liðlega 4 metra á lengd.
Meðal þess sem fannst í kofarústinni við uppgröft Gísla 1955 var
mikið af selshreifum og þarf ekki að efa að oft hafi ljúffengt sel-
kjötið forðað útlögunum frá sárum sulti.
Reykjavík, 23. ágúst 2010.