Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 20216
Nú göngum við að kjörborðinu laugar-
daginn næstkomandi. Það hefur verið
ánægjulegt verkefni hér í Bændahöllinni
undanfarnar vikur að taka á móti fram-
bjóðendum frá flestum flokkum sem eru í
framboði til Alþingis. Farið hefur verið yfir
helstu málefni landbúnaðarins og nauðsyn
þess að tryggja frumframleiðslu á Íslandi
og sóknarfæri í landbúnaði. Einnig hafa
umhverfismálin verið lykilatriði í umræðu
um landbúnað á þessum kynningum.
Athyglisvert er að sjá á skoðanakönnunum
að helstu áherslur kjósenda fyrir þessar
kosningar eru heilbrigðismál og loftslagsmál
en landbúnaðarmál í neðstu sætum.
Loftslagsmál og landbúnaður eru samofin
að mati Bændasamtakanna. Ísland mun ekki
ná kolefnishlutleysi nema komi til stórfelld
binding og þar gegna bændur lykilhlutverki.
Enginn annar hópur hefur yfir að ráða
þekkingunni, landinu og getunni til þess að
ráðast í bindingarverkefni í þeim skala sem
þörf er á á næstu áratugum. Því væri meira
um vert að sjá auknar aðgerðir í þeim efnum
frá umhverfisráðherra í stað þess að friðlýsa
enn eitt svæðið.
Landbúnaðarstefna fyrir Ísland
Það hefur verið viðvarandi vandamál fyrir
íslenskan landbúnað að stefnufestu stjórnvalda
hefur skort í málaflokknum. Nú hefur verið
lögð fram í fyrsta sinn landbúnaðarstefna,
unnin af þeim Birni Bjarnasyni og Hlédísi
Sveinsdóttur. Það er ánægjuefni að þessi
vinna skuli vera komin svona langt á veg.
Ég vil hvetja þá sem taka við á hinum
pólitíska velli eftir kosningar að þetta skjal
fái málefnalega umræðu á Alþingi og verði
síðan afgreidd í framhaldinu, til að mynda í
formi þingsályktunar sem landbúnaðarstefna
fyrir íslenska þjóð.
Það er landbúnaðinum gríðarlega
mikilvægt að stefna verði unnin til framtíðar
svo frumframleiðendur geti gert sínar
áætlanir til lengri tíma á grundvelli stefnu
sem Alþingi hefur samþykkt, líkt og gert var
með heilbrigðisstefnu til ársins 2030.
Hafi stjórnvöld ekki skýra sýn um framtíð
landbúnaðar gæti þróunin orðið sú að Ísland
verði eins og landbúnaðarsafn frekar en
grundvallaratvinnugrein sem skapar verðmæti
í hinum dreifðu byggðum. Stefnan verði eins
og lauf í vindi sem feykist til og frá með
lyklaskiptum í ráðuneytinu.
Úthlutun tollkvóta
Talsverð umræða hefur átt sér stað undanfarnar
vikur um skort á selleríi í verslunum og öðrum
vörum þar sem tollar eru lagðir á innflutning
yfir ákveðið tímabil. Það sem þar er á ferðinni
er að nægjanlegt magn innlendrar vöru er ekki
til reiðu og því þarf að flytja inn vöruna erlendis
frá á fullum tollum. Skilaboð Alþingis með því
að fastsetja tímabil tollverndar voru þau að
efla íslenska garðyrkjuframleiðslu. Þannig ætti
að vera fyrirsjáanleiki fyrir framleiðendur að
rækta tegundir með þeirri fullvissu að hún yrði
varin tollum, líkt og önnur sú framleiðsla sem
stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að vernda.
Þegar unnið var að tollarömmunum við
breytingu búvörulaganna á sínum tíma í
tengslum við tolla á grænmeti bentu ellefu
hagsmunasamtök á, þ.á m. Bændasamtökin,
að vanda þyrfti lagasetningu svo hægt yrði
að bregðast við mögulegum frávikum sem
kynnu að koma upp í búvöruframleiðslu,
sem háð væri íslensku veðurfari og öðrum
ytri aðstæðum. Frumvarpið breyttist ekki við
meðferð málsins í atvinnuveganefnd heldur
lagði nefndin áherslu á að landbúnaðarráðherra
myndi „bregðast skjótt og örugglega við með
lagasetningu í slíkum tilfellum“ og að ráðherra
skyldi endurskoða vörur og tímabil úthlutunar
á tveggja ára fresti, sem verður nú þann 23.
desember nk. Það verða því ærin verkefni sem
nýr landbúnaðarráðherra þarf að bregðast við
„með skjótum og öruggum hætti“.
Vaxtastig skiptir máli
Miðað við kannanir eru nokkrar líkur á
því að snúið verði að mynda ríkisstjórn
eftir kosningar. Ljóst er að mörg mikilvæg
hagsmunamál bænda verða til umfjöllunar
á næsta kjörtímabili. Búvörusamningar,
loftslagsmál, endurskoðun tollasamnings við
Evrópusambandið og fleiri mál sem nefnd
hafa verið til sögunnar.
En eitt stærsta hagsmunamálið er
einfaldlega endurreisn efnahagsins eftir
kórónukreppuna. Landbúnaður á mikilla
hagsmuna að gæta að hagsstjórnin á næstu
árum verði hagfelld, þannig að samspil
peningastefnu og ríkisfjármála muni hjálpast
að við að halda verðbólgu í skefjum og
vöxtum lágum. Landbúnaðurinn þarf að
fjárfesta mikið á næstu árum til þess að auka
verðmætasköpun og þar eru vextir lykilatriði.
Því er að mörgu að huga fyrir kjósendur á
næstu dögum.
Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum
á landinu og á öll lögbýli landsins.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti
gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.600 með vsk. (innheimt í tvennu lagi).
Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.600 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
SKOÐUN
Íslendingar kjósa sér að jafnaði á
fjögurra ára fresti þá fulltrúa sem þeir
treysta til að tala sínu máli á Alþingi
Íslendinga. Það skiptir því væntanlega
töluverðu máli að fólk vandi sig við valið
ef það vill ekki sitja uppi með ergelsi í
fjögur ár yfir að hafa veðjað á rangan
hest.
Í lýðræðisríki sem byggir stjórn sína á
fulltrúalýðræði geta málin talsvert vandast
þegar fólk þarf að velja sinn fulltrúa sem
hluta af stærra mengi einhvers flokks. Þá
þarf að treysta á trúverðugleika þeirrar
stefnu sem sett er fram í nafni flokksheildar
og hversu líklegt það sé að flokksmenn
fylgi þeirri stefnu í afgreiðslu mála á
Alþingi sem þú veðjar á. Þitt er svo valið,
kjósandi góður, við hvaða flokk þú merkir í
kjörklefanum og þá væntanlega þér til gleði
eða skapraunar næstu fjögur árin.
Fyrir Íslendinga sem þjóð og raunar
allar þjóðir, stórar og smáar, hlýtur réttur-
inn til að stýra eigin málum að vera afar
mikilvægur. Við þekkjum allt of margar
sorglegar sögur af kúguðum þjóðum og
þjóðarbrotum sem hafa verið undir hæl
valda- og fégráðugra stjórnenda annarra
þjóðflokka árum, áratugum og jafnvel
öldum saman. Íslenska lýðveldið er ungt
að árum og því þekktu Íslendingar það vel
að vera undir stjórn annarra öldum saman.
Talað er um að Íslendingar hafi glatað
sjálfstæði sínu þegar Gamli sáttmáli var
gerður 1262 og allt til 1918 þegar Ísland
varð viðurkennt frjálst og fullvalda ríki með
eigið þing og eigin ríkisstjórn. Reyndar mun
Kristján áttundi Danakonungur hafa skipað
svo fyrir árið 1840, þvert ofan í tillögur
embættismanna sinna, að Íslendingum
yrði gefinn kostur á að endurreisa Alþingi
sem ráðgjafarþing í stað þess að sækja
stéttaþing dönsku eyjanna í Hróarskeldu.
Þetta virðist hafa verið sérstakt velviljaverk
af æðsta ráðamanni Dana á sama tíma og
hagsmunaöfl þar í landi reyndu leynt og
ljóst að herða tökin á Íslandi. Þrátt fyrir
þetta virtust Íslendingar hálfsofandi yfir
eigin hag og var sjálfstæðisbaráttan á
köflum harla máttlaus.
Segja má að fólk hafi þó aðeins
vaknað til meðvitundar þegar Jörundur
hundadagakonungur gerði valdaránstilraun
á Íslandi sumarið 1809. Það kveikti þann
neista hjá mörgum, að kannski væri til
einhvers að þjóðin berðist fyrir eigin hag
og reyndi að standa í lappirnar gagnvart
erlendu valdi. Sjálfstæðisbaráttan náði svo
hámarki í baráttu Jóns Sigurðssonar.
Dönsk yfirvöld héldu áfram að gefa
slaka á sínum yfirráðum yfir Íslandi með
svonefndum stöðulögum um stöðu Íslands
í danska ríkinu 1871 og þegar Kristján
níundi Danakóngur „gaf“ Íslendingum svo
stjórnarskrá árið 1874. Fullveldi landsins
var svo formlega viðurkennt 1918. Þegar
Þjóðverjar hernámu Danmörku 1940 sögðu
Íslendingar skilið við Dani og fengu svo
viðurkenningu á sjálfstæði landsins 1944
með stofnun lýðveldis.
Þegar litið er yfir þessa sögu á hálfgerðu
hundavaði er ekki laust við að maður verði
hugsi varðandi stefnu sumra pólitískra afla
sem bjóða nú fram krafta sína á Alþingi
Íslendinga. Eftir alla þá baráttu sem á undan
er gengin, hvers vegna í veröldinni ættu
Íslendingar þá að afsala sér hluta af sínu
ákvörðunarvaldi í hendur á erlendri ríkja-
samsteypu? Hvers vegna ERU Íslendingar
með ákvörðunum Alþingis að innleiða
regluverk frá erlendri ríkjasamsteypu sem
setja okkur skorður og skilyrði um hvernig
við högum okkar eigin málum? – Erum við
virkilega komin niður á sama vesældar-
plan og ríkti á átjándu og fram á nítjándu
öld gagnvart rétti okkar til að stýra eigin
málum? – Til hvers förum við þá á kjör-
stað? /HKr.
Tryggjum frumframleiðslu á Íslandi
Þessi sýn blasir við vegfarendum sem leið eiga um Hörgárdal og Öxnadalsheiði á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Hér er horft úr Hörgárdal
inn í Ytri-Tungudal á Tröllaskaga. Vinstra megin (suðvestan) við gilið eru bæirnir Dagverðartunga og Dagverðartunga II, en Fornhagi til hægri,
norðaustan við gilið. Gilið sjálft mun heita Fornahagagil sem er mjög rómað fyrir þroskamikinn og fjölbreytilegan gróður. Um það rennur Ytri-
Tunguá sem kemur norðan af Þorvaldsdal. Heitir hún fyrst Lambá þar sem hún fellur niður í Þorvaldsdalinn þar til hún sameinast Úlfsá sem
kemur úr Ytri-Tungudal og Illagilsdal og verður að Ytri-Tunguá neðan ármótanna. Mynd / Hörður Kristjánsson
Gunnar Þorgeirsson
formaður Bændasamtaka Íslands
gunnar@bondi.is
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@
bondi.is – Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is
Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303
Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is
Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Lýðræði til hvers?