Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202110
FRÉTTIR
ALLAR GERÐIR
TJAKKA
SMÍÐUM OG GERUM VIÐ
VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður
Hraun 5 Reyðarfirði
Sími 843 8804 • Fax 575 9701
www.vhe.is • sala@vhe.is
Samningur milli Skógræktar
innar og PCC á Bakka Silicon
um kaup 2.000 rúmmetrum af
timburbolum á ári næstu árin
hefur verið undirritaður.
Þreifingar hafa staðið yfir í
nokkur misseri um möguleg kaup
PCC á timbri frá norðlenskum
skógareigendum. Fyrirtækið taldi
í upphafi að einungis væri hægt
að nota innfluttan við af lauftrjám
í framleiðsluna á Bakka en fékk
til prófana sýnishorn af íslensku
timbri að því er fram kemur í til-
kynningu.
„Þessi sýnishorn sýndu að hægt
er að nota timbur af öllum helstu
trjátegundum í íslenskri skógrækt.
Í kísilveri eins og verksmiðju PCC
á Bakka er mjög mikilvægt að forð-
ast öll aðskotaefni, svo sem þung-
málma og steinefni sem kunna að
leynast í timbrinu.“ Timbrið sem
kemur úr norðlenskum skógum er
nægilega hreint til vinnslu á Bakka
m.a. þar sem loftmengun er lítil hér
á landi.
Skógarnir verða verðmætari
Auðveldara verður nú eftir samn-
inginn að grisja norðlenska skóga
jafnvel þó svo að timbursala til fyr-
irtækisins standi ekki að fullu undir
kostnaði við grisjunina. Slík grisjun
stuðlar að því að í skóginum standa
áfram bestu trén sem mynda til
framtíðar liðið verðmætara timbur.
Þannig verða skógarnir verðmætari
og eigendur fái meiri arð út úr þeim
í fyllingu tímans.
Með því að nota innlent timbur
í stað innflutts timburs eða kola í
framleiðslu sinni dregur PCC úr
umhverfisáhrifum starfsemi sinna.
Minni flutningar á timbri leiða til
minni losunar á hverja timburein-
ingu og ef íslenskt timbur leysir af
hólmi innflutt kol eru áhrifin enn
meiri. /MÞÞ
Skógræktin og PCC Bakki við Húsavík:
Samningur um kaup á timbri
úr norðlenskum skógum
Samningur milli Skógræktarinnar og PCC á Bakka Silicon um kaup 2.000 rúmmetrum af timburbolum á ári næstu
árum mun leiða til þess að auðveldara verður að fjármagna grisjun norðlenskra skóga. Verksmiðjan brennir kolum,
koksi og timburkurli til að framleiða Kísilmálm. Til að framleiða 33.000 tonn af kísilmálmi á ári þarf um 60-66 þúsund
tonn af kolum, 40.000 tonn af viðarspæni, auk koks og 52 megawött af raforku eða 456 gígawattstundir, samkvæmi
minnisblaði fyrirtækisins. Myndir / HKr.
Heyin blaut á Snæfellsnesi eftir mikið vætusumar:
Erfitt og leiðinlegt sumar að
baki en allir eiga nóg hey
– Nánast einhver væta upp á dag frá því í júní
Þó það hafi verið veðurblíða í
sumar víða um land, einkum á
Norður og Austurlandi, þá var því
ekki að heilsa á Snæ fellsnesi. Þar
lentu bændur víða í erfiðleikum
vegna rigninga og hey hröktust
á túnum.
„Staðan er ekki sérlega góð, en
ég held að allir hafi náð að heyja að
mestu leyti og séu vel heyjaðir þannig
að það verða engin vandræði,“ segir
Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, bóndi
á Syðri-Knarrartungu í Beiðuvík í
Snæfellsbæ.
Vætutíð hefur einkennt sumar-
ið þar um slóðir og nánast einhver
úrkoma verið upp á dag frá því um
miðjan júlí. Grámi yfir öllu segir
hún, þoka og skýjað, „þannig að
það er dimmt yfir og ég hef þurft
að kveikja ljós upp á hvern dag í allt
sumar. Þetta er eiginlega með ólík-
indum. Ég man vel eftir rigningartíð
að sumarlagi hér en aldrei eins og
núna,“ segir hún.
Fyrst og fremst hefur tíðin verið
mjög leiðinleg og heyskapur erfiður.
„Þetta byrjaði með kuldatíð í vor
og fram í júní en þá breytti um og
rigningartíðin tók við og á henni er
bara ekki neitt lát. Það hefur rignt
hér eitthvað á hverjum sólarhring í
alltof langan tíma, stundum lítið en
stundum líka rosalega mikið. Við
vorum að slá og rúlla í rigningu
marga daga. Heyið sem fékkst fyrst
í sumar er ljómandi gott en svo fer
mesti glansinn af því þegar fór að
líða á og það sem rúllað var undir
það síðasta er frekar óspennandi,
eiginlega hálffúlt,“ segir Guðný.
Eitthvað eiga bændur eftir að ná
inn af há og nokkrir eru með græn-
fóður, en Guðný segir að grænfóð-
ursstykkin séu svo gott sem ófær
vegna bleytu, vart hægt að komast
um flagið með tækin.
Algjört óþurrkasumar
Undir það tekur Laufey Bjarnadóttir
á Stakkahamri í Eyja- og
Miklaholtshreppi en þar var farið
um grænfóðursstykki nýverið þegar
veður var þokkalegt en spá fram
undan upp á rok og rigningu. Það var
því að hrökkva eða stökkva og slapp
til með slátt en náðist ekki að rúlla
allt. Stykkið er í framræstri mýri og
fór svo að dráttarvél festist og þurfti
að kalla til stærri og öflugri tæki til
að draga upp.
„Þetta verður örugglega eftir-
minnilegt,“ segir hún.
Laufey kveðst oft áður hafa upp-
lifað vætusumur, en þetta hafi að því
leyti verið ólíkt að engar stórrign-
ingar hafi einkennt sumarið.
„Þetta var algjört óþurrkasum-
ar má segja, það var ein átt í boði,
suðvestanátt, og henni fylgir súld og
þoka. Það var lítils háttar væta alla
daga, endalaus ófriður,“ segir hún.
Þá hafi gosmistur, sem iðulega var
yfir svæðinu, sett strik í reikninginn
að því leyti að ómögulegt var að lesa
í veðrið líkt og áður.
Hún segir að nóg sé til af heyi eftir
sumarið, það vanti ekki en það sé
nokkuð blautt. Sem betur fer megi
ýmsu bjarga með þeirri heyskapar-
tækni sem í boði er um þessar mund-
ir, „sem betur fer hefur tækni fleygt
fram í þessum efnum, ég hefði ekki
boðið í þetta fyrir tíma rúlluvélanna,“
segir hún en íblöndunarefni bjargi
líka því sem bjargað verður. /MÞÞ
Vætutíð hefur einkennt veðurfarið
á Snæfellsnesi sumarið 2021. Ekki
endilega stórrigningar en alltaf ein-
hver væta upp á hvern sólarhring frá
því í júní. Flestir hafa náð inn ágætu
magni en heyin eru blaut.
Mynd / Þórunn Hilma Svavarsdóttir
Foreldragreiningar í sauðfé nú mögulegar hjá Matís:
Gagnast helst í baráttunni gegn
arfgengum sauðfjársjúkdómum
Sæmundur Sveinsson, fagstjóri erfðarannsókna hjá Matís.
Í ágúst síðastliðnum var gefin út
skýrsla hjá Matís, þar sem lýst
var þróun á aðferð til foreldra
greininga í íslensku sauðfé. Um
sameindaerfðafræðilega aðferð er
að ræða sem Matís hefur boðið
upp á fyrir nautgripa, hunda og
hrossarækt – en hingað til ekki í
sauðfjárrækt.
Sæmundur Sveinsson, fagstjóri
erfðarannsókna hjá Matís, hefur
stýrt þróunarvinnunni ásamt Eyþóri
Einarssyni, sauðfjárræktarráðunauti
hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar-
ins. „Eyþór kom með þessa hugmynd
til okkar, aðallega vegna vandamála
varðandi arfgenga sauðfjársjúkdóma
– æskilegt að slíkt tól væri til stað-
ar í sauðfjárræktinni. Til dæmis
ef vaknar grunur um að það komi
erfðagallar frá sæðingastöðvahrúti
og sá grunur byggir á einu afkvæmi,
þá er mikilvægt að geta staðfest að
ætternið sé örugglega rétt. Eins gefur
þetta möguleika á að að allir hrútar
sem fara á sæðingastöð séu ætternis-
greindir. Þá má nefna að alltaf koma
annað slagið fyrirspurnir frá bænd-
um sem vantar að geta skorið sé úr
um ætterni gripa og því kærkomið að
geta nú veitt þessa þjónustu,“ segir
Sæmundur.
Verkefni fór af stað snemma á
síðasta ári, en það hlaut styrk úr
Framleiðnisjóði landbúnaðarins.
„Það gekk í rauninni út á að prófa
hvort 17 valin erfðamörk virkuðu
til foreldragreininga, en við vorum
með 514 kindur til rannsóknar, þar af
378 kindur sem beinlínis voru nýtt-
ar til eiginlegra foreldragreininga,“
segir Sæmundur. Hann bætir við að
aðferðin hafi einnig verið prófuð
á forystufé, þar sem aðferðin hafi
einnig sannað sig.
Aukinn áhugi í hundagreiningum
Ferlið virkar þannig að sögn
Sæmund ar, að það eru tekin strok-
sýni úr sauðfénu og þau greind með
svokallaðri PCR-aðferð, sem margir
vita núna út á hvað gengur. Þannig
eru erfðamörkin mögnuð upp, sem
svo eru notuð til að skera úr um
erfðafræðilegan uppruna. „Í dag
greinum við talsvert af hrossum,
nálægt þúsund hross á ári, enda
er krafa í hrossaræktinni að öll
hross sem koma til kynbótadóms
skulu vera DNA greind. Það er
alltaf eitthvað af nautgripum sem
við greinum, sem hefur þó farið
minnkandi, og við greinum dálítið
af hundum þar sem við finnum fyrir
auknum áhuga.“
Fækkað alvarlegum erfðagöllum
Sæmundur segir að bundnar séu
vonir við að með þessu greiningar-
tóli verði markvisst hægt að fækka
alvarlegum erfðagöllum í sauðfé,
eins til dæmis þeim sem veldur
bógkreppu – sem er sjúkdómur sem
veldur vansköpun í þroskun útlima á
lömbum. „Nýhafið verkefni, sem er
afurð foreldragreiningaverkefnisins,
nýtist beint inn í leitina að erfða-
þáttum bógkreppu. Þetta verkefni
er styrkt af fagráði í sauðfjárrækt
og er leitt af Charlottu Oddsdóttur,
dýralækni á Tilraunastöð Háskóla
Íslands í meinafræði á Keldum. Í
því verkefni er markmiðið að finna
erfðaþátt sem veldur gallanum. Ef
vel tekst til verður útkoma bóg-
kreppuverkefnisins erfðamark sem
hægt verður að nýta að útrýma gall-
anum í íslensku sauðfé. Við Eyþór
verðum einnig með í því verkefni.“
Í niðurstöðum skýrslunnar er
þess getið að ættfærslur langflestra
einstaklinga sem voru skoðaðir hafi
verið réttar. Því sé ekki ástæða til að
ætla annað en að ættfærslur í Fjárvís
séu yfirleitt rétt skráðar. Þó sé ekki
hægt að fullyrða um ættskráningar
almennt úr frá þessu verkefni þar
sem notuð hafi verið sýni út frá völd-
um búum. /smh
Sílikonverksmiðjan PCC Bakki Silicon er Bakkahöfða norðan við Húsavík.