Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202114
Ólöf Sæmundsdóttir leirlistamað
ur opnaði 8. júlí í sumar Galleríið
Listasel í nýjum og glæsilegum
miðbæ Selfoss. Hún selur þar
eigin listmuni og hefur í umboðs
sölu listaverk eftir ýmsa þekkta
íslenska listamenn.
Ólöf leggur áherslu á að vera
með einstaka og fjölbreytta list-
muni. Hluti af rými gallerísins er
ætlaður til sýninga og listamönnum
býðst að leigja það í tiltekinn tíma.
Gallerí Listasel er næst hringtorginu
við brúna yfir Ölfusá og blasir við
þeim sem koma akandi til Selfoss.
„Ég flutti á Selfoss fyrir rúmum
þremur árum og hef stundað list-
sköpun mína þar í vinnustofu
minni. Þegar ég hins vegar eygði
tækifæri til þess að stofna til eigin
rekstrar í nýja miðbænum þurfti
ég ekki að hugsa mig tvisvar um,“
segir Ólöf.
„Ég heillaðist af verkefninu og
hugmyndafræði þess, innblásinni af
sögu okkar og menningu. Þegar nýi
miðbæjarkjarninn er fullbúinn verð-
ur hann íslenskt svar við gömlum og
notalegum evrópskum miðbæjum.
Við og gestir okkar munum upp-
lifa svipað andrúmsloft hér og þar
en án þess að fara um langan veg.
Munum svo að ferð til Selfoss er
mun ódýrari og umhverfisvænni en
flug til útlanda.“
Ólöf ólst upp á Akureyri og er
sérlega ánægð með að hafa fengið
inni í húsnæði, sem er eftirmynd
þekktrar byggingar þar í bæ á
öldinni sem leið, „Hótels Gullfoss,
að Hafnarstræti 100. Í húsinu voru
líka verslanir kenndar við eigend-
ur sína, Braun og Ryel. „Hótel
Gullfoss var miðpunktur félags- og
skemmtanalífs á Akureyri um árabil
og því hafa til dæmis Akureyringar
sér staka ástæðu til að koma til
Selfoss og virða fyrir sér eftirlík-
ingu af því fræga húsi, sem brann í
mars 1945,“ segir Ólöf. /MHH
Tillaga að landbúnaðarstefnu var
kynnt í ríkisstjórn þriðjudaginn
14. september undir yfirskriftinni
Ræktum Ísland.
Þrjár breytur liggja stefnunni til
grundvallar; landnýting, loftslags-
mál og umhverfisvernd auk tækni
og nýsköpunar.
Dregin eru fram tíu áhersluatriði;
landnýting, landsskipulag og flokk-
un, fæðuöryggi, líffræðilegur fjöl-
breytileiki, umhverfisvernd, alþjóð-
leg markaðsmál, neytendur, fjórða
iðnbyltingin, menntun, rannsóknir,
þróun, og fjárhagsleg samskipti ríkis
og bænda.
Lagt til að styrkjakerfi
landbúnaðarins taki breytingum
Í síðasttalda áhersluatriðinu eru
lagðar til breytingar á áherslum í
styrkjakerfi landbúnaðarins; að stutt
verði við búsetu í sveitum óháð því
hvaða framleiðslugrein er stunduð og
aukin áhersla lögð á þátt jarðræktar
og annarrar landnýtingar og land-
vörslu. „Fjárhagsleg samskipti ríkis
og bænda ráðist áfram af samningum
aðila til langs tíma og miði að því
að útiloka kollsteypur og tryggi að
ný markmið náist skref fyrir skref.
Í öllum samningum sé leitast við
að efla markaðsvitund bænda til að
framleiðsla og þjónusta skapi sem
stærstan hlut af heildartekjum þeirra.
Hluti styrkja flytjist frá greiðslumarki
og/ eða framleiðslu til annarra þátta
án þess þó að skerða hvata til að
viðhalda nægilegri mjólkur- og kjöt-
framleiðslu. Fjárhagslegur stuðningur
sé bundinn við þá sem hafa fasta bú-
setu í sveitum og stunda styrkhæfa
starfsemi. Við ráðstöfun opinbers fjár
eða aðrar aðgerðir til að efla stoðir
landbúnaðar sé sérstaklega hugað að
því að auðvelda kynslóðaskipti og ný-
liðun,“ segir í þessu áhersluatriði um
fjárhagsleg samskipti ríkis og bænda.
Þriggja ára undirbúningsvinna
Vinna við stefnumótunina hófst
fyrir þremur árum í samráði við
Bændasamtök Íslands, en um sam-
starfsverkefni stjórnvalda, bænda,
neytenda og atvinnulífs var að ræða
undir forystu samráðshóps um endur-
skoðun búvörusamninga.
„Í september 2020 skipaði ráð-
herra verkefnisstjórn um landbúnað-
arstefnu fyrir Ísland sem lagði í maí
sl. fram Ræktum Ísland! umræðu-
skjal um landbúnaðarstefnu fyrir
Ísland. Skjalið var í kjölfarið birt á
samráðsgátt stjórnvalda. Ráðherra,
ásamt verkefnisstjórn, fór að því
loknu í hringferð um landið og hélt
tíu opna fundi þar sem hlustað var
eftir viðhorfi fólks, hugmyndum
og ábendingum um umræðuskjalið.
Verkefnisstjórnin vann svo úr niður-
stöðum þeirra ábendinga sem bárust.
Áætlað er að stefnan verði lögð fyrir
Alþingi sem þingsályktunartillaga á
næsta þingi.
Björn Bjarnason, fyrrver-
andi ráðherra og þingmaður, og
Hlédís Sveinsdóttir, ráðgjafi og
verkefnastjóri, skipuðu verkefnis-
stjórn um landbúnaðarstefnu fyrir
Ísland. Með henni störfuðu Bryndís
Eiríksdóttir, sérfræðingur í atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytinu, og
Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrverandi
ráðuneytisstjóri,“ segir í tilkynningu
ráðuneytisins vegna kynningar stefn-
unnar.
Hægt er að nálgast landbúnaðar-
stefnuna Ræktum Ísland á sérstök-
um vef sem stofnaður hefur verið
til kynningar á henni, www.land-
bunadarstefna.is. /smh
FRÉTTIR
Fyrir skemmstu bættust naut
gripabændur við verkefnið
Loftslagsvænn landbúnaður, alls
15 bæir.
Fyrir eru 27 sauðfjárbú sem taka
þátt, en verkefnið hóf göngu sína
vorið 2020 með samningi stjórnvalda
og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnað-
arins (RML), Landgræðslunnar og
Skógræktarinnar um að þróa leiðir
til loftslagsvænni landbúnaðar – en
verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun
stjórnvalda í loftslagsmálum.
Berglind Ósk Alfreðsdóttir er
verk efnastjóri þessa samstarfsverk-
efnis og segir hún að ánægjulegt
sé að fá loks inn hóp öflugra naut-
gripabænda til þátttöku. „Nálgunin
er sú sama og hjá sauðfjárbændum,
þátttakendur gera aðgerða áætlun og
framfylgja henni. Einnig er sama
skipulag og þátttakendur sitja tveggja
daga grunnnámskeið þar sem við
förum yfir praktísk og fræðileg atriði
sem gera búskapinn loftslagsvænni.
Svo verðum við með vinnustofur sem
eiga að valdefla þátttakendur í að
vinna með loftslagsmálin,“ segir hún.
Ástríða fyrir
loftslagsvænni búskap
„Aðgerðaáætlun hvers þátttökubús
er áætlun um hvernig eigi að minnka
losun gróðurhúsalofttegunda og
auka kolefnisbindingu.
Til þess að vel takist til þurfa
þátttakendur að hafa ástríðu og
áhuga fyrir því að gera búskapinn
sinn loftslagsvænni. Til að áætlan-
irnar verði gott verkfæri til þess að
ná tilætluðum árangri notum við
SMART-markmiðasetningu við
gerð þeirra. En hún byggir á því að
öll markmið sem sett eru séu skýr,
mælanleg, aðgerðamiðuð, raunhæf
og tímasett.
Fyrir nautgripahópinn verður
aukin áhersla á fóðrun. Við fjöll-
um um ýmis bætiefni og almenna
þætti í fóðrun sem hafa áhrif, svo
sem fitumagn, meltanleika gróffóð-
urs, NDF og þurrefnisát. Þá verður
fjallað um hvernig hægt er að nýta
útreikninga í NorFor til að finna
leiðir við að minnka metanlosun,“
segir Berglind. /smh
Tillaga að landbúnaðarstefnu
fyrir Ísland kynnt í ríkisstjórn
– Styrkjakerfi miðað við búsetu og óháð framleiðslugreinum
Lagðar eru til breytingar á áherslum í styrkjakerfi landbúnaðarins; að stutt
verði við búsetu í sveitum óháð því hvaða framleiðslugrein er stunduð og
aukin áhersla lögð á þátt jarðræktar og annarrar landnýtingar og landvörslu.
Loftslagsvænn landbúnaður:
Sérstök áhersla á
fóðrun nautgripa
Íslandskort með nautgripabúunum sem hafa bæst við verkefnið Lofts-
lagsvænn landbúnaður.
Hjóla- og göngustígur á milli
Hellu og Hvolsvallar?
Nú er unnið að forkönnun á vegum
Rangárþings ytra og Rangárþings
eystra með Landsneti um að nýta
fyrirhugaða jarðstrengslögn í hér
aðinu fyrir hjólastígalögn.
Þá er hugsunin að nýta möguleik-
ana í lagningu hjólastígs milli Hellu
og Hvolsvallar samhliða lögninni.
Tillaga er um að Rangárþing ytra
taki þátt í starfshópi, til að kanna
samlegðarhagkvæmni við fram-
kvæmd göngu- og hjólastígs og
jarðstrengslagnar, sem skili frum-
niðurstöðum nú í september. /MHH
Listagallerí á Selfossi: Gallerí Listasel, sem er til húsa í nýja miðbænum á
Selfossi beint á móti Ölfusárbrú. Mynd / Aðsend
Nýi miðbærinn á Selfossi:
Gallerí Listasel staðsett beint á móti brúnni
Stjórn Búnaðarsambands Skag
firðinga skorar á sjávarútvegs
og landbúnaðarráðherra að
hraða vinnu við endurskoðun
á reglum sem fjalla um kröfu
niðurskurðar vegna riðu í sauð
fé, bótafyrirkomulag og öllu
regluverki sem að því snýr.
Mjög mikilvægt er að þessi
endurskoðun á regluverkinu
verði þolendum niðurskurðar
til hagsbóta. Síðan segir í áskor
uninni:
„Það liggur fyrir að núverandi
bótafyrirkomulag bætir ekki með
ásættanlegum hætti það tjón sem
bændur verða fyrir. Má þar nefna
að vinnufyrirkomulag bónda við
hreinsun og uppbyggingu þess
sem þarf að farga og endurbyggja
er ekki metið með sanngjörnum
hætti miðað við umfang vinnunn-
ar. Eins eru bætur fyrir nýjan
fjárstofn ekki nema tæpur helm-
ingur af því sem markaðsverð er
á líflömbum og verður að teljast
óásættanlegt. Einnig væri eðli-
legt að meta til bóta það tjón sem
kvaðir um nýtingu jarðarinnar til
lengri tíma er settar eftir að riða
hefur komið upp.
Stjórn Búnaðarsambands
Skagfirðinga leggur áherslu á að
ráðuneytið beiti sér fyrir auknum
rannsóknum og aukinni vinnu
við leit að verndandi geni gegn
riðu í íslenska sauðfjárstofninum.
Nærtækast í þeim efnum væri til
dæmis að fara strax í sýnatöku á
öllu ásetningsfé á þeim svæðum
sem í mestri hættu eru og auka
um leið kröfur um verndandi arf-
gerð þess fjár sem flutt er inn á
riðusvæðin við fjárskipti.“ /HKr.
Búnaðarsambands Skagfirðinga:
Kallar eftir viðbrögðum
ráðherra í riðumálunum