Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202118
Kvenkyns kolkrabbar láta nú
aldeilis ekki deigan síga ef þeim
þykir að sér vegið. Þá sér í lagi
ekki ef karltegundin sýnir óþarfa
ágengni.
Samkvæmt rannsókn sem gerð
var undan ströndum Ástralíu og
birtist í tímariti New Scientist hefur
komið í ljós að þær gera sér lítið
fyrir og kasta bæði skeljum, sandi
og sjávargróðri í þá sem eru að ergja
þær. Árásarhluturinn er fyrst geymd-
ur eða falinn undir búk kolkrabbans
sem svo eru snöggar að slengja armi
um hlutinn og beita vatnskrafti til að
kasta honum sem lengst, kröftugast
og fastast í þann sem fyrir skotinu
á að verða.
Fyrst var tekið eftir þessari hegð-
un árið 2015, en þá var ekki vitað
fyrir víst hvort viðkomandi kol-
krabbadömur stæðu í þrifum, væru
að henda matarleifum eða slíku, en
með myndbandsupptökum kom í
ljós að þarna átti árásarhneigð sér
einhverjar rætur.
Aukið myndefni síðan þá og
ítarlegri greining hefur leitt í ljós
að munur er á hreyfingum þeirra
hvort sem ætlunin er að þrífa eða
ráðast á karldýrin. Markviss köst eru
greinileg og kom það sterklega í ljós
árið 2016 þegar kvenkyns kolkrabbi
kastaði sandi og þörungum ekki
sjaldnar en tíu sinnum í kolkrabba
af hinu kyninu sem gerði sig til við
hana. Karldýrið reyndi í fjögur skipti
að beygja sig og í tvígang færði hann
sig til þegar hún gerði sig líklega til
að kasta í hann.
Tekið var eftir því að kvendýrun-
um þótti hvað þægilegast að kasta
sandi og miðaði ákveðið á svæði
milli fyrsta og annars arms karlanna.
Einnig köstuðu þær mun kröftugar
en þegar þær voru að þrífa.
Þó vitað sé að margar dýra-
tegundir eigi það til að kasta svo sem
eins og handfylli af einhverju í aðrar
dýrategundir þá er sjaldgæft að dýr
velji hnitmiðað að kasta í meðlimi
eigin tegundar.
Hvað varðar karlkolkrabbana
hafa þeir enn ekki sést kasta neinu
til baka, eða sýnt dæmi þess annars
en að láta þetta yfir sig ganga – nema
í eitt skipti þegar viðkomandi karl-
kolkrabbi kastaði skel illskulega til
hliðar og skipti um lit. /SP
Markviss köst kolkrabba
NYTJAR HAFSINSLANDSJÁ
Líklega er skást við mann
skepnuna að húmorinn er henni
nærtækur jafnvel í alvarlegustu
stöðu. Fimmaurabrandarar
verða líka til um loftslags
breytingar: Tvær plánetur hitt
ust á vetrarbrautinni og önnur
spurði: Hvernig hefurðu það? –
Ég hef það nú heldur skítt, sagði
hin, ég er með hinn vitiborna
mann. – Oh, blessuð vertu, það
líður fljótt hjá!, sagði sú fyrri.
Nýr veruleiki í veðurfari
Síðustu ár hafa vísindamenn verið
spurðir þegar einhverjar veður-
farslegar hamfarir dynja yfir hvort
að þær séu af völdum loftslags-
breytinga. Svarið er iðulega hið
sama, ekki sé hægt að segja til
um hvort einstaka atburðir séu
vegna þeirra en almennt séð valdi
loftslagsbreytingar öfgum í veður-
fari. Það hrannast hins vegar upp
sönnunargögnin sem samantekin
segja sína sögu. Sé bara litið til
síðustu missera þá hefur sum-
arhiti á Norður- og Austurlandi
verið með miklum ólíkindum.
Meðalhitinn var mörgum gráðum
hærri en vant er á Egilsstöðum
og Akureyri bæði í júlí og ágúst.
Þá hefur úrkoma verið svo lítil
að það stefnir í hamfarir ef ekki
tekur að rigna duglega áður en
jörð frystir í haust. Það er álitaefni
sem ég reikna með að sveitarfélög
og þjóðaröryggisráð séu meðvituð
um. Í vetur var svo þvílík úrhellis-
rigning á Austfjörðum að fjöllin
skriðu niður í Seyðisfjörð með
tilheyrandi eignatjóni. Mikil mildi
að ekki varð mannskaði. Loðnan
gufaði upp um tveggja ára skeið.
Svona mætti lengi telja.
Veður geta verið válynd á
Íslandi eins og við þekkjum.
Samt hafa langvarandi þurrkar og
vatnsskortur yfirleitt ekki verið
vandamál í heilu fjórðungunum.
Það er algjörlega nýr veruleiki.
Allt eru þetta merki um að þær
loftslagsbreytingar sem spáð
hefur verið séu að raungerast.
Það er ekki ómögulegt að bændur
þurfi að bora eftir vatni og verða
sér úti um vökvunarbúnað fari svo
að reglulega komi þurrkasumur
líkt og árið í ár.
Margt hægt að gera strax
Svo maður snúi grænu hliðinni
upp þá er margt hægt að gera til
þess að sporna við og það þarf
að byrja strax. Samstarfsverkefni
bænda og stjórnvalda í verkefn-
inu Loftslagsvænn landbúnaður
lofar góðu en það þarf að útvíkka.
Samhliða því að hefjast handa þarf
að afla bættra gagna um aðstæður
á Íslandi svo að það losunarbók-
hald sem stjórnvöld standa skil á
sé sem réttast. Grundvallarástæða
þessara loftslagsbreytinga er
röskun mannsins á hinni löngu
kolefnishringrás. Mannkynið
hefur grafið upp og kveikt í því-
líkum ókjörum af kolum, olíu
og gasi síðustu árhundruðin að
væri því öllu safnað í einn haug
myndi staflinn verða á stærð
við heilu fjallgarðana. Röskun á
stuttu kolefnishringrásinni, líkt og
breytingar í landnotkun og þess
háttar hefur hér minna að segja
en skiptir þó máli. Þegar staðan
er eins slæm og stefnir í að verði
innan tíðar þá skiptir allt máli.
Þegar þakið er að fjúka af fjár-
húsunum þýðir ekki að segja að
það nægi bara að bæta saumi í
sums staðar. Það þarf einfaldlega
að festa þakið.
Fram undan er barátta
Íslenskir bændur vilja ekki láta
sitt eftir liggja í þessari stóru
áskorun. Tækifærin eru fjöl-
mörg. Orkuskipti munu verða í
landbúnaði rétt eins og annars
staðar. Sjálfkeyrandi rafmagns-
knúnar dráttarvélar eru handan
við hornið, sem og metandrifnar.
Aukin notkun tölvubúnaðar,
dróna og gervigreindar bætir alla
nýtingu aðfanga og gerir fram-
leiðsluna skilvirkari. Gæta þarf
að því að allur kostnaður sem bætt
er við framleiðsluna til þess að ná
meiri árangri í umhverfismálum
er annaðhvort tekinn af afkomu
bænda eða af neytendum í formi
hærra matvælaverðs. Því skiptir
höfuðmáli að fara í hagkvæmustu
aðgerðirnar fyrst. Draga sem mest
úr losun án þess að hækka mat-
vælaverð úr hófi fram. Þar koma
sjónarmið stjórnvalda við gerð
næstu búvörusamninga til leiks.
En ef stjórnvöld ætlast til þess að
bændur kolefnisjafni greinina án
þess að framlög til landbúnaðar
verði aukin mun það hafa í för
með sér annað af tvennu, versn-
andi afkoma bænda eða hækk-
andi matvælaverð. Það er engin
leið framhjá þessu samhengi.
Aðgerðir til að bæta árangur í
loftslagsmálum munu hækka
framleiðslukostnað. Spurningin er
þá hvernig á að kosta aðgerðirnar?
Og næsta spurning fylgir strax á
eftir: Hver verður samkeppnis-
staðan við innflutta framleiðslu?
Bjartsýnisfólk gæti kannski
svarað þessum spurningum með
þeirri fullyrðingu að þegar hinn
vitiborni maður á Íslandi hafi
samið frið við sitt land, þá hafi
bræður hans og systur annars
staðar samið frið við plánetuna
með aðgerðum í loftslagsmálum.
Þá ætti samkeppnisstaðan ekki að
versna hér. En þetta verður ekki af
sjálfu sér. Fram undan er barátta,
bæði heima og heiman.
Kári Gautason,
sérfræðingur hjá BÍ
í úrvinnslu hagtalna
Þakið þarf að festa
og það kostar
Kári Gautason.
á bbl.is og líka á Facebook
...frá heilbrigði til hollustu
Átaks þörf vegna riðuveiki
Vegna þess fjölda riðutilfella sem
komið hefur upp í fé á Norðurlandi
vestra á undanförnum misserum
er ljóst að herða þarf baráttuna
við sjúkdóminn. Um er að ræða
alvarlegan sjúkdóm sem veldur
fénu miklum þjáningum. Mikið
tjón hlýst af riðuveiki bæði fyrir
þá bændur sem lenda sjálfir í
niðurskurði og þá sem þurfa að
búa við ýmsar hömlur á búskap
sínum vegna nágrennis við riðu
tilfelli. Jafnframt eru fjárútlát
alls samfélagsins mikil vegna sjúk
dómsins, m.a. vegna kostnaðar við
skimun og bóta úr ríkissjóði vegna
niðurskurðar.
Átak með það að markmiði að
útrýma riðu er því nauðsyn. Til þess
að það markmið náist verða allir að
hjálpast að. Árvekni fyrir einkenn-
um, sýnataka úr fé sem drepst eða er
lógað heima, rannsóknir á arfgerðum
og útilokun á fé með áhættuarfgerð-
ir til ásetnings eru nokkur af þeim
atriðum sem bændur þurfa að hafa
í huga. Sauðfjárbændur um allt land
þurfa að vera á varðbergi og gera
það sem í þeirra valdi stendur til að
verjast riðusmiti.
Árvekni og sýnatökur
Sama á við um riðu sem aðra smit-
sjúkdóma, að mikilvægt er að sýktar
kindur uppgötvist sem fyrst svo hægt
sé að gera ráðstafanir til að hindra
frekari útbreiðslu smits. Bændur
þurfa því að vera vel vakandi fyrir
einkennum og tilkynna héraðsdýra-
lækni um minnsta grun.
Mjög mikilvægt er að fá til
rannsókna sýni úr fé sem drepst af
einhverjum ástæðum eða er lógað
heima. Það eru mun meiri líkur á
að riðusmit sé í kind sem t.d. dregst
upp, verður afvelta eða ferst af
slysförum en öðrum kindum, jafn-
vel þó dæmigerð riðueinkenni hafi
ekki verið til staðar. Bændur eru því
hvattir til að tilkynna héraðsdýra-
lækni um slíkar kindur og láta vita
þegar til stendur að slátra fullorðnu
fé heima. Rannsóknir á sýnum eru
bændum að kostnaðarlausu.
Í hverri sláturtíð eru sýni tekin úr
fé frá fjölmörgum bæjum. Á þessu
hausti er áhersla lögð á að taka
sýni úr kindum frá bæjum sem eru
í nágrenni við bæi þar sem riða hefur
greinst á síðustu árum og frá bæjum
sem lent hafa í riðuniðurskurði og
hafa tekið fé aftur. Ólíklegra er þó
að finna riðu í sýnum úr heilbrigðu
sláturfé en úr kindum sem af ein-
hverjum ástæðum er lógað heima.
Mikilvægi þess að tilkynna um slíkar
kindur er því ítrekað.
Því miður er það svo að tölu-
verðar líkur eru á fölskum neikvæð-
um niðurstöðum við rannsóknir á
sýnum, þ.e.a.s. að ekki greinist
riðusmitefni í þeim þó það sé til
staðar í dýrinu. Þetta kemur m.a. til
af því að það tekur langan tíma frá
því að dýrið smitast þar til smitefnið
finnst í nægilega miklu magni í heila
til að rannsóknaraðferðir nemi það.
Þetta þýðir að þó öll sýni sem tekin
eru úr kindum frá tilteknu búi séu
neikvæð þá getur riða samt sem áður
verið til staðar. Bændur þurfa því
eftir sem áður að vera vel á verði
gagnvart einkennum og tilkynna
minnsta grun til héraðsdýralæknis.
Einkenni
Þegar kind hefur smitast af riðu-
veiki geta liðið allt frá nokkrum
mánuðum til fimm ára þar til hún
fer að sýna einkenni. Oft koma
einkennin frekar fram þegar dýrið
verður fyrir streitu, eins og t.d. við
smölun. Fyrstu einkenni riðu geta
verið mismunandi og breytileg frá
degi til dags. Í sumum tilvikum er
um kláða að ræða; kindurnar klóra
sér á haus, síðum, afturenda og
víðar. Kláði sést þó ekki í öllum til-
fellum, en flest riðusmitað fé svarar
þó klóri í bak. Einkenni frá tauga-
kerfi sjást hjá sumum; kindurnar
verða óttaslegnar, óöruggar með
sig, hrökkva við, titra, skjálfa og
gnísta tönnum. Enn ein gerð ein-
kenna er að kindurnar liggja mikið,
bera fætur hátt og slettast til í gangi.
Nánari upplýsingar um riðu og ein-
kenni hennar má finna á heimasíðu
Matvælastofnunar.
Arfgerðir
Við erfðafræðilegar rannsóknir á
sauðfé hefur komið í ljós að hin
klassíska smitandi riða hefur ekki
fundist í fé með tilteknar arfgerðir.
Víða erlendis hefur þetta verið nýtt
í baráttunni við riðuveiki með því
að velja fé með þessar arfgerðir
til ræktunar. Því miður hafa þær
arfgerðir sem eru mest verndandi
fyrir riðu ekki fundist í íslensku
fé og því ekki hægt að nýta þessa
þekkingu á sama hátt hér. Aftur
á móti hafa sumir bændur lagt
áherslu á að nota ekki fé með arf-
gerðir sem vitað er að eru næmastar
fyrir smiti, svokallaðar áhættuarf-
gerðir. Á undanförnum misserum
hefur arfgerð fjár á bæjum þar sem
skorið hefur verið niður vegna riðu
verið greind, allir hrútar sem teknir
eru inn á sauðfjársæðingarstöðvar
eru arfgerðagreindir og bændur
hafa margir látið arfgerðagreina
sitt fé. Það hefur því safnast tölu-
verð þekking hvað þetta varðar
og eru skipulagðar rannsóknir
hafnar á þessu sviði á vegum
Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði
að Keldum, Ráðgjafarmiðstöðvar
landbúnaðarins og einstakra bænda.
Bændur eru hvattir til að nýta sér
þessa þekkingu í rætunarstarfinu og
fylgjast með frekari rannsóknum á
þessu sviði.