Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202142 Á vegum Orkídeu, sem er sam- starfsverkefni um nýsköpun í matvælaframleiðslu á Suðurlandi, var gefin út áfangaskýrsla í sumar um tækifæri Íslands í orkutengdri matvælaframleiðslu að beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra. Í skýrslunni kemur fram að tæki- færi eru á ýmsum sviðum; meðal annars ylrækt, próteinframleiðslu, kornrækt, frumuræktun, eldi sjáv- ar- og vatnadýra – auk möguleika í matvælavinnslu. Orkídea samstarfsverkefni var komið á fót síðla árs 2020. Verkefnið er í eigu Landvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Landbúnaðarháskóla Íslands. Auk þess styrkti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið stofnun verk- efnisins með framlagi árið 2020. Útflutningur á hágæðamatvælum Höfundar skýrslunnar eru þau Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídeu og Helga Gunnlaugsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Orkídeu. Varðandi ylræktina segir Sveinn að ódýr raforka sé frumskilyrði ylræktar til útflutnings en sömuleiðis styðji jarðhiti við hagkvæmni ylrækt- ar á Íslandi. „Útflutningur á hágæðamatvæl- um sem ætlaðar eru vel borgandi sessmörkuðum [e. niche markets] er fýsilegur kostur. Þá má einnig nefna að breytingar sem fela í sér styttingu á flutningstíma gefa aukna möguleika á útflutningi matvæla“ segir Sveinn. „Svo má einnig nefna nýja próteingjafa,“ bætir Helga við. „Við teljum líklegt að markaður fyrir fóðurprótein framleitt á sjálfbæran hátt, til dæmis vegna fiskeldis, auk- ist mikið á næstu árum, bæði hér- lendis og erlendis. Sömuleiðis mun slík próteinframleiðsla verða nýtt til manneldis í auknum mæli, til dæmis með framleiðslu á smáþörungum og skordýrum. Slík fóður- og mat- vælaframleiðsla hentar vel í grænum iðngörðum.“ Tækifæri í hefðbundinni kornrækt og erfðabreyttri Helga segir enn fremur að í skýr slunni sé lögð áhersla á aukna kornrækt, til fóðurs og manneldis. „Kornrækt til manneldis er mjög takmörkuð hérlendis en tækifærin eru augljóslega til staðar. Íslensk kornrækt notar nánast engin varn- arefni sem gefur aukna möguleika á útflutningi á sessmarkaði. Það er hins vegar skortur á miðlægri korn- vinnslu; til dæmis þurrkun og mölun sem háir þróun í greininni. Framboð á hagstæðum lánum og aukin fyrirgreiðsla opinberra aðila myndi auðvelda innviðaupp- byggingu á sviðinu. Þá felur ræktun erfðabreyttra korntegunda í sér mikla möguleika fyrir íslenska kornrækt, til að fram- leiða sérhæfð prótein til dæmis fyrir lyfjageirann, matvælaframleiðslu og fæðubótarefni.“ Möguleikar í fiskeldi á landi „Enn eru miklir möguleikar í fisk- eldi því auk sjókvíaeldis er mikill áhugi á að auka landeldi meðal fisk- eldisfyrirtækja. Landeldi býður upp á stýrðar aðstæður, stöðuga fram- leiðslu, minni sjúkdómahættu og minni umhverfisáhrif. Landeldi er hins vegar orkukræft og krefst aðgengis að raforku á hagstæðu verði. Landeldi nýtur líka góðs af fjölbreyttum auðlindastraumum grænna iðngarða,“ segir Sveinn. „Við megum heldur ekki gleyma því að ein af hindrunum fyrir útflutningi á matvælum frá Íslandi er að flutningstími ferskvöru á erlenda markaði takmarkast af geymslu- þoli. Matvælavinnsla sem eykur geymsluþol og dregur úr þyngd býður upp á aukna útflutnings- möguleika auk þess sem flutningur verður ódýrari. Til dæmis má með frostþurrkun varðveita bragðgæði og næringargildi matvæla. Frostþurrkun er orkufrek vinnsluaðferð en gæti verið miðlæg í ákveðnum lands- hlutum og þá nálægt tengipunktum raforku og/eða jarðgufu og útflutn- ingsgáttum.“ Hagstætt verð og aðgengi að raforku Sveinn segir að það gefi auga leið að orkutengd matvælaframleiðsla sé háð aðgengi og hagstæðu verði á raforku. „Stór hluti rafmagnsverðs í dreifbýli er vegna flutnings og dreifingar. Til að ná niður þessum kostnaði er lagt til að stjórnvöld fari í ítarlega kortlagningu og ákvörðun á bestu staðsetningu tengipunkta háspennu raforku í dreifbýli og ýti þannig undir stofnun grænna iðn- garða eða klasa sem nýta orku og auðlindir á hagkvæman hátt. Þessir tengipunktar eru til og þá þurfum við að styrkja með betri innviðum. Annars staðar eru aðrar kjöraðstæður til dæmis ódýrt land, heitt og kalt vatn og aðgengi að útflutningsgáttum en tengipunkta vantar til dæmis á Suðurlandi. Að okkar mati er þetta mikilvægasta verkefni stjórnvalda núna og forsenda þeirra tækifæra sem við teljum upp í skýrslunni.“ Skýrsluna má nálgast á vef Orkídeu, orkidea.is. /smh LÍF&STARF Skýrslu skilað til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um tækifærin í orkutengdri matvælaframleiðslu: Tækifærin fjölmörg á sviðum yl- og kornræktar Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídeu og Helga Gunnlaugsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Orkídeu. Gefa almenningi innsýn í starfsemi fiskeldis á landsbyggðinni: Fyrsta fræðslumiðstöð landsins um fiskeldi hefur verið opnuð í 101 Reykjavík Lax-Inn er ný fræðslumið- stöð fiskeldis á Grandagarði í Reykjavík, sem var opnuð formlega 10. september. Þar er nú hægt að kynna sér starf- semi fiskeldis með beintengingu myndavéla bæði í land- og sjó- eldi á landsbyggðinni ásamt ýmsu öðru fræðsluefni um þessa atvinnugrein. Það er Sigurður Pétursson, sem er stofnandi og eigandi nýja fræðslusetursins, en þetta mun vera fyrsta fræðslusetrið um fiskeldi á Íslandi sem kynnir framleiðslu, tækni og afurðir úr íslensku lax- fiskaeldi. Frá hrogni til fisks á disk „Við leggjum áherslu á fræðslu um hvernig fiskeldi við íslenskar aðstæður fer fram, frá hrogni til fisks og alla leið á disk neytenda. Heildarferli framleiðslunnar er lýst, til dæmis hvernig jarðvarmi og græn raforka eru nýttar og hag- stæðar umhverfisaðstæður í land- eldi einnig með gegnumstreymi og hringrásarkerfi. Frætt er um áframeldi í sjó, en það er gert við köldustu aðstæður sem þekkjast í laxfiskaeldi í heiminum. Öllu framleiðsluferlinu eru gerð ítarleg skil, hvað einkennir gæði afurða og umhverfisáhrif framleiðslunnar rakin. Áhersla er lögð á kynningu á eldistækni íslenskra fyrirtækja sem eru mjög framarlega á heimsvísu í tæknilausnum bæði í eldi og fram- leiðslu,“ segir Sigurður. Fremstir í bleikjueldi og laxeldi á landi í heiminum „Íslendingar eru í dag fremstir í bleikjueldi og laxeldi á landi í heim- inum en saga þess er löng hér á landi. Elstu rituðu heimildir um fiskeldi við land ná aftur til landnámsaldar þegar laxfiskar voru fluttir úr ám í tjarnir til þess að eiga mat allt árið. Hvergi á heimsvísu er stundað jafn mikið eldi Atlantshafslaxaseiða í tengslum við seiðasleppingar í ár. Bleikjueldið er það stærsta á heims- vísu og er mesta framleiðsla á lax í landeldi hér á landi. Þá hefur hlut- fallslegur vöxtur sjóeldis á laxi verið mestur við Íslandsstrendur á síðustu árum. Í fyrra varð lax næststærsta út- flutningstegund sjávarafurða á eftir þorski. Íslensk tæknifyrirtæki hafa náð mjög langt á heimsvísu í tækni- tengdu eldi eins og Vaka ehf., sem og vinnslu eldisafurða, og nægir þar að nefna Marel, Völku og Skaginn 3X,“ segir Sigurður. Tengsl við atvinnugreinina Sigurður hefur víðtæka menntun og reynslu úr land- og sjóeldi laxfiska (bleikju, silung og laxi) og komið að ýmsum nýsköpunarverkefnum á sviði laxaræktunar. Lax-Inn er í samstarfi við fjölmarga aðila sem munu kynna starfsemi sína í þessu nýja fræðslu- og nýsköpunarsetri. Verkefnisstjóri Lax-Inn er Katrín Unnur Ólafsdóttir, véla- og iðnað- arverkfræðingur. Fræðslumiðstöð fiskeldis „Tilgangur fræðslumiðstöðvarinnar er að „opna“ glugga að starfsemi fiskeldis hér á landi, uppfræða og vekja áhuga almennings á sjálfbærri matvælaframleiðslu atvinnugreinar- innar. Enn fremur er markmiðið að miðla þekkingu um stöðu og fram- þróun í tækni eldisferilsins og gera upplýsingar um umhverfisþætti að- gengilega. Að lokum er markmiðið að gera tækifærin sem byggja á mikilli tækniþróun og nýsköpun sýnileg,“ segir Katrín Unnur. Allar nánari upplýsingar um nýju fræðslu- miðstöðina er að finna á heimasíð- unni www.lax-inn.is. /MHH Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-Inn og Katrín Unnur Ólafsdóttir, verkefnisstjóri Lax-Inn. Katrín segir nýju fræðslu- miðstöðina hafa fengið mjög góð og jákvæð viðbrögð. Mynd / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.