Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 53
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 53 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf KJARNABORVÉLAR - GÓLFSAGIR - VEGGSAGIR - KJARNABORAR - STEINSAGARBLÖÐ Víkurhvarfi 8 - 203 Kópavogi Sími 544 4656 - www.mhg.is Nýr umboðsaðili TYROLIT á Íslandi TYROLIT DME33UW kjarnaborvél. 450mm TYROLIT DME20PU kjarnaborvél. 180mm TYROLIT WSE1621 veggsög. 20kW - Sögunardýpt: 70cm TYROLIT FSG513P gólfsög. Sögunardýpt: 19,5cm TYROLIT steinsagarblöð TYROLIT kjarnaborar Bænda bbl.is Facebook UTAN ÚR HEIMI Þegar við hugsum um ítalskan mat sjáum við fyrir okkur safarík- ar og matarmiklar rauðar sósur, heimagert pasta og pitsur skreyttar basilikku, mozzarellaosti og fersk- um tómötum. Gnocci með bragðmiklum ostum, lasagna, hvítlauksbrauð, ólífur ... Reyndar er þetta þó allt matur frá Suður-Ítalíu, sem á sér í raun ekki langa sögu, heldur er arfleifð mat- arvenja innflytjenda sem settust þar að á sínum tíma. Hvað varðar aðra innflytjendur komu tómatar til dæmis ekki til landsins fyrr en árið 1548, náðu í raun ekki vinsældum fyrr en í byrjun 18. aldar og sósa úr tómötum leit fyrst dagsins ljós í lok hennar, eða um 1790. Var lengi talið að tómatar tengdust banvænum næturskugga, væru eitraðir og því ekki ætlaðir til neyslu. Ítalskur matur í grunninn er því ekki hin girnilega litaþrenning sem við þekkjum svo vel, rautt, grænt og hvítt. Samfélag Etrúra á öldum áður – sem staðsett var í héraði sem nú þekkist sem Toskana – höfðu meðal annarra sitt að segja hvað varðar mat- armenningu Ítala. Undir áhrifum frá uppskriftum Rómverja voru Etrúrar hrifnir af svokölluðum vínberjakök- um, gerðum úr steinum og hýði þeirra berja sem áður höfðu verið notuð í víngerð. Þessu var blandað við heil- hveiti, kúmín, anís og ricotta ost. (Sem allmargir vilja benda á að er ekki ostur heldur afurð sem myndast við ostaframleiðslu). Vínberjakökurnar, sem minntu helst á lítil rúnstykki, voru áhugaverð blanda sætu og salts auk þess að vera seigar með stökkri skorpu. Annað brauðtengt sem þekkt- ist hjá Etrúrum var það sem kallað var mensa – útflatt kringlótt brauð sem vætt var með leifum þess sem varð eftir á diskum fólks við máltíðir og gjarnan gefið þrælum eða hund- um. Etrúrar neyttu einnig skrautlegri matar svo sem fisks sem kryddaður var með aspas, kjúklingabaunasalats með kúmeni, fennel og ávaxtasírópi, grófra svínapylsa sem reyktar höfðu verið í heyi og geita-ostakökur bragð- bættar með hunangi og lavender. Aukinn áhugi hefur verið á mat- arvenjum til forna og hafa vísinda- legar framfarir í þeim efnum vaxið gífurlega á síðustu árum þegar kemur að því að greina og bera kennsl á inni- hald þeirra matarleifa sem fundist hafa. Efnafræðingar geta nú greint örsmáar fituagnir sem finnast á yfir- borði fornra potta og gera þeim kleift að sjá greinarmun á kjöti og jurtafitu og jafnvel frá af hvaða dýri kjötið var. Erfiðara hefur verið að bera kennsl á fisk, vegna þess hve hratt hann brotn- ar niður, en í dag geta vísindamenn, fornleifa- og efnafræðingar ákvarð- að hvaða fisktegundir fólk neytti, úr sýnum á stærð við títuprjónshöfuð. Samkvæmt vefsíðu the Economist, gladdist sami hópur ákaflega árið 2011 þegar fundust 10 tonn af vel varðveittum mannaskít í gryfju sunn- an við Napólíborg Ítalíu. Varðveislan varð vegna eldgoss Vesúvíusar sem átti sér stað árið 79 eftir Krist og gjöreyðilagði nærliggjandi borgir; Pompei, Stabiae og Herculaneun. Eftir ítarlega yfirferð og greiningu fundust í mannaskítnum merki þess að íbúar Napólí hefðu borðað fjöl- breytt mataræði sem meðal annars innihélt fíkjur, fenniku og ígulker, auk eins af grunnatriðum ítalskrar matargerðar í dag – ólífum. Samhliða miklum áhuga á mat- arvenjum hefur þótt spennandi að elda og endurskapa forna rétti, enda þó nokkuð til af uppskriftum frá öldum áður. Sem dæmi má nefna gerð gerjaðrar ítalskrar fiskisósu, en í uppskriftinni, sem er frá þriðju öld, var sérstaklega tekið fram að blanda vökvans og fiskinnyflanna sem áttu að gerjast þyrfti að standa úti í sól- inni í sjö daga og í framhaldinu skyldi hræra í því daglega yfir þriggja vikna skeið. Áhugamenn rannsókna tók- ust á við þetta verkefni og eftir þær aðfarir kom skemmtilega á óvart að sólbökuð og rotnuð fiskinnyfli bragð- ast víst mæta vel og vökvinn líkastur taílenskri fiskisósu, fremur en því sem nútímamanneskjur tengja bragðtón- um Ítalíu. Taílensk fiskisósa, í dag að minnsta kosti, er hins vegar lögur ansjósa, salts og vatns sem er látinn gerjast í allt að tvö ár. Sem er nú held- ur lengri tími en til forna. /SP Matargerðarlist Ítala til forna: 10 tonn af mannaskít varpa ljósi á sannleikann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.