Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 64

Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 64
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202164 LÍF&STARF LESENDARÝNI Kjósum íslenskan landbúnað Í aðdraganda alþingiskosninga er aðeins farið að ræða mál- efni íslensks landbúnaðar frá fleiri sjónarhornum en hags- munum innflytjenda matvöru. Stjórnmálamenn geysast um héruð til að koma sínum sjón- armiðum og stefnumálum á framfæri við kjósendur í von um atkvæði þeirra. En hvað hefur gerst á kjörtímabilinu sem er að líða sem hefur haft áhrif á hags- muni og afkomu bænda og mat- vælaframleiðslu í landinu? • Innflutningur kjöt- og mjólk- urvara hefur verið aukinn um mörg hundruð tonn eftir stækkun tollasamnings við Evrópusambandið. • Flutt hafa verið inn hundr- uð tonna af ostum á fölskum forsendum þess efnis að það séu jurtaostar. Nú liggur fyrir úrskurður yfirskattanefndar um að hér hafi í einhverjum tilvikum verið um mjólkurost að ræða. • Þess eru dæmi að flutt hefur verið inn beinlaust kjöt sem ranglega hefur verið skráð sem kjöt á beini, en það þýðir að mun lægri tollar eru greiddir af vörunni. • • Afurðaverð til sauðfjárbænda sem lækkaði um í kringum 40% fyrir fáeinum árum má án vafa að einhverju leyti rekja til mikils innflutnings á kjöti, en lagfæring þess hefur látið á sér standa og verð til íslenskra sauðfjárbænda er á pari við það sem lægst gerist í Evrópu. • Afurðaverð hefur ítrekað verið lækkað til nautgripabænda. Þetta má án vafa rekja til vax- andi innflutnings á nautakjöti. • Afkoma afurðastöðva og úrvinnsluaðila kjöts og mjólk- urafurða á landinu hefur hlotið mikinn skaða af miklum inn- flutningi og samkeppni við erlenda framleiðendur sem eru svo stórir að þeir gætu fram- leitt á fáeinum dögum ársneyslu allra Íslendinga. • Merkingareglugerð sem tekin var upp frá Evrópusambandinu og tilgreinir hvernig uppruna- merkja skuli matvæli gengur alltof skammt í að upplýsa neytendur um hvaðan hráefnið í vörum sem boðnar eru til sölu í verslunum er upprunnið, né heldur tekur hún á því vanda- máli að matur sem seldur er í mötuneytum og veitingahúsum virðist ríkisfangslaus með öllu og sjaldnast sagt nokkuð frá uppruna hráefna máltíða þar. Allt þetta virðist vera hannað til að hjálpa innflytjendum að blekkja neytendur til að halda að þeir séu að kaupa innlendar landbúnaðarafurðir. Hvað er til ráða til að rétta af upp- safnaðan halla íslenskrar landbúnað- arframleiðslu og koma henni í eðli- legt horf eftir niðurdrepandi kjör- tímabil sem er að líða? Kjörtímabil þar sem Sjálfstæðisflokkur í broddi fylkingar með stuðningi Vinstri grænna og Framsóknarflokks hefur lagt alla áherslu á hagsmuni íslenskra innflytjenda landbún- aðarvara og stórkaupmanna sem stjórna stærstum hluta dagvöru- markaðar á Íslandi undir sérstökum verndarvæng Samkeppnisstofnunar og reyndar líka íslenskra tollayfir- valda sem virðast hafa lagt sig í líma við að vera ekki fyrir innflytjendum. Eins og mál standa í dag er einungis einn flokkur í fram- boði til Alþingis sem virkilega ber hag íslensks landbúnaðar og matvælaframleiðslu fyrir brjósti. Flokkur sem hefur sett fram trú- verðuga og vel framkvæmanlega landbúnaðarstefnu (https://www. althingi.is/thingstorf/thingmala- listar-eftir-thingum/ferill/?lt- g=151&mnr=42). Flokkur sem sýnt hefur að hann gerir það sem hann segist ætla að gera. Miðflokkurinn er sá flokkur sem ætlar að koma íslenskum landbúnaði og mat- vælaframleiðslu aftur á þann stall sem hann á skilið og sem þjóðin á skilið. Þannig mun þjóðin stór- auka fæðu- og matvælaöryggi sitt með nægum heilnæmum matvælum úr íslenskri náttúru í stað þess að treysta á að aðrar þjóðir sjái okkur fyrir mat í öllum aðstæðum sem upp geta komið til frambúðar. Ég bið ykkur, bændur, búalið og aðrir, sem viljið veg íslenskrar matvælaframleiðslu og íslenskrar landsbyggðar sem mestan og bestan um ykkar stuðning í alþingiskosn- ingunum sem fram fara 25. sept- ember næstkomandi. Ef þið verðið upptekin þennan dag bið ég ykkur að fara og kjósa utan kjörfundar svo atkvæði ykkar glatist ekki. Setjum X við M fyrir íslenskar sveitir og íslenska matvælafram- leiðslu. Högni Elfar Gylfason frambjóðandi Miðflokksins í 5. sæti í Norðvesturkjördæmi. Högni Elfar Gylfason. Smáauglýsingar 56-30-300 Kvatt með þakklæti í huga Ari Trausti Guðmundsson. Í haust verða liðin nærri sex ár frá því ég hóf að starfa með VG að framsæknum baráttumálum og þá til að byrja með að undirbúningi alþingiskosninga. Þar á undan var ég óháður stjórnmálasamtökum í áratugi. Hef nú setið bæði í stjórn- arandstöðu og stjórn og verið fullur orku og hugmynda allan þann tíma. Árin, sem verða fjögur í stjórnar- stöðu, með setu í tveimur fastanefnd- um (utanríkis- og umhverfis/sam- göngu/sveitarstjórnarnefnd, þar sem varaformaður), í einni alþjóðanefnd sem formaður (um norðurskautsmál) og sem formaður Þingvallanefndar, auk þess að vera með í að endurskoða alþjóðastarf Alþingis og forma nýja norðurslóðastefnu, hafa verið gef- andi og árangur stjórnarsamstarfs- ins sannarlega vegferðarinnar virði. Hann kemur fram sem framfarir, er gagnast almenningi og t.d. einyrkj- um í hefðbundum atvinnugreinum. Sama má segja um umbætur í mjög mörgum málaflokkum, svo sem í samgöngu-, mennta- og heilbrigð- ismálum, þótt alloft hafi verið þörf á stærri eða róttækari félagslegum og umhverfistengdum umbótaskrefum. Í landi samsteypustjórna er aðeins fær leið málamiðlana til breytinga og þar við situr í bili. Mér hefur verið heiður að því að starfa með samherjunum í þingflokki VG, öðrum félögum hreyfingarinnar og fólki innan og utan VG um allt land. Það á vissulega líka við um samskipti við fjölmarga í hinu stóra Suðurkjördæmi, t.d. bæjar- og sveit- arstjóra, kjörna fulltrúa, forsvars- menn félaga, stofnana og fyrirtækja og fólk flest, eins og sagt er. Raunar í öllum öðrum kjördæmum að vissu marki. Sannarlega hefði ég kosið að hafa meiri tíma til ferða utan höfuð- borgarinnar og reyndi að bæta úr því með greinaskrifum, fésbókarfærslum og símtölum. Næg verkefni Þessum leiðangri mínum á póli- tískum háfjöllum lýkur þann 25. september nk. Auðvitað er eftirsjá að fjölbreyttu starfi þingmannsins á stofnun sem er styrkur grunnur þess þingbundna lýðræðis sem við höfum valið samfélaginu. Ég hef stundað fjölbreytta atvinnu, í 5 til 15 ára skorpum, nema hvað margs konar skrif, allt frá ljóðum og blaða- greinum til skáldsagna og fræði- bóka, hafa enst áratugum saman, ásamt jarð- og náttúruvísindum, og fræðslustarfi meðal almennings í útvarpi og sjónvarpi. Nú er komið að því að enda veruna á Alþingi til þess að sinna ýmsum verkefnum og áhugamálum sem áttu hug minn þar til ég var kosinn á þing. Vissulega mun ég einnig sakna starfsumhverf- isins þar og margra samstarfsmanna, jafnt meðal þingmanna sem frábærra starfsmanna, og góðra kunningja, ásamt starfi að málaflokkum eins og norðurslóðamálum, raunvís- indum, ferðamálum, orkumálum, samgöngumálum, almannavörnum, margvíslegum umhverfismálum og nýsköpun en til þess hef ég líka vett- vang utan þings. Í málefnum land- búnaðarins langar mig til að leggja lið í umhverfis- og loftslagsmálum, við eflingu byggða utan þéttbýlis, í nýsköpun og menntamálum, við að flýta orkuskiptum og með því að mæla fyrir stóraukinni matvælafram- leiðslu til útflutnings, svo það helsta sé nefnt. Ég þakka mikið vel öllum, sem ég hef átt alls konar samskipti við vegna þingstarfanna, fyrir þau og skrefin með mér, jafnt utan þings sem innan og um land allt. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er fráfarandi þingmaður VG. „Að skreppa upp á hrepp“ Hreppar hafa verið við lýði á Íslandi í meira en þúsund ár. Þeir voru komnir til sögunnar fyrir kristnitöku. En þeim fer nú mjög fækkandi á Íslandi. Við sameiningar sveitarfélaga hafa orðið til mörg falleg nöfn þar sem endingunni „hreppur“ er sleppt. Til dæmis Norðurþing, Hörgársveit og Fjallabyggð. En ef til vill er ákveðin eftir- sjá í þessu góða nafni „hreppur“. Samband íslenskra sveitarfélaga gæti jafnvel heitið „Hreppasamband Íslands“. Hreppur merkir einfald- lega sveitarfélag. Hvers vegna hefur þetta gamla og góða orð „hreppur“ fallið úr tísku? Svarið er augljóst sýnist mér. Orðið hefur á undanförnum öldum lent í neikvæðri umræðu. Orð eins og „hrepparígur“, „hreppaflutn- ingar“ og „hreppsómagi“ hafa sett það í neikvætt samhengi. Að auki tengja margir þetta orð við fámenna og gamaldags byggð í sveitum. Einn kostur við orðið „hrepp- ur“ hefur þó alveg gleymst. Það er hversu þjált það er í samsetn- ingum. Og það vill svo til að ég hef reynslu af hvort tveggja. Snemma á þessari öld var ég fyrst sveitarstjóri í sveitarfélagi sem hafði endinguna „hreppur“ í nafni sínu. Þegar ég lét af störfum þar tók ég við sem sveitarstjóri í öðru sveitarfélagi sem hafði endinguna „sveit“ í sínu nafni. Í fyrrnefnda sveitarfélaginu töluðum við um hreppsfána, hreppsbílinn, hreppsnefndina að ógleymdri hinni stórkostlegu setn- ingu „að skreppa upp á hrepp“ , þ.e. að skreppa á hreppsskrifstofuna. Í síðarnefnda sveitarfélaginu var þetta öllu flóknara. Þar töluð- um við um sveitarfélagsfánann, bíl sveitarfélagsins, sveitarstjórn og við skruppum upp á skrifstofu sveitar- félagsins. Sannleikurinn er sá að gamla orðið „hreppur“ hefur ákveðna kosti fram yfir orðið „sveitarfélag“ í daglegu tali. Íbúar hreppanna, þeirra sem eftir standa, mættu ef til vill hafa þetta í huga við komandi sameiningar þegar ákveða skal nafn á hið nýja sveitarfélag. Eða bara á hinn nýja hrepp. Einar Örn Thorlacius Höfundur er fyrrv. sveitarstjóri. Einar Örn Thorlacius.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.