Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 78
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202178
VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði • Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is
SMÍÐUM OG GERUM VIÐ ALLAR GERÐIR TJAKKA
Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is
OKKAR ÆR OG KÝR
— STARTARAR OG ALTERNATORAR —
Vefverslun:
Khvinnufot.is
Nýr vetrarjakki
frá Jobman!
11.000 mm.
vatnsvörn og
6.000 gr/m²
öndun.
S: 5272600 - www.velavit.is
Varahlutir - Viðgerðir
Vélavit
Sala Þjónusta
www.velavit.is
Erum með varahluti og þjónustu fyrir allar JCB vélar
S: 527 2600
LÍF&STARF
Kræklingur eða krákuskel
Löngum hefur sú regla verið við
lýði að kræklingatínslu væri óhætt
í mánuðum sem hafa bókstafinn
R í nafninu, eða frá september
til aprílloka.
Samkvæmt Matvælastofnun er
hins vegar varasamt að hafa það eitt
að leiðarljósi, því ef eitur fer yfir
viss mörk í skeljum kræklinga á
tilteknu svæði, er innihaldið á því
tínslusvæði ekki hæft til neyslu
fyrr en í fyrsta lagi að ári. Eitrið
kemur frá aðalfæðu kræklingsins,
svifþörungum, en þeir geta sprottið
upp eitraðir og valdið fólki vanlíðan
– allt frá niðurgangi og minnisleysi
til öndunarlömunar. Ef fólk hyggur
á tínslu er því gott að hafa til
hliðsjónar niðurstöður frá vöktuðum
ræktunarsvæðum en þær má finna á
vefsíðu Matvælastofnunar.
Þetta er nú allt gott og blessað.
Kræklingar, sem áður voru aðallega
notaðir í beitu, eru herramannsmatur
og þá má til dæmis tína í
Breiðafirðinum og við Faxaflóa
en eituráhrifa hefur mikið gætt í
Hvalfirðinum og því ráðlegast að
fara ekki þangað. Best er að fara á
stórstraumsfjöru vopnaður fötu og
hníf og hafa það í huga að taka ekki
meira en nauðsynlegt er svo stofninn
geti haldið sér, auk þess að gæta þess
að vera ekki á landsvæði í einkaeign.
Uppskriftir að kræklingi geta
verið einfaldar og hann einungis
hreinsaður og soðinn í blöndu af
hvítvíni og fínsöxuðum hvítlauk.
Vandaðri uppskriftir má einnig finna
en ein slík kemur hér á eftir. Verði
ykkur að góðu!
Kíló af hreinsuðum kræklingi
4 msk. ósaltað smjör
2 msk. ólífuolía
6 hvítlauksrif
1/2 bolli hökkuð steinselja
1/4 tsk. chiliflögur (ef vill)
1 bolli þurrt hvítvín
1/2 tsk. salt (meira eftir smekk)
Steikja saxaðan hvítlauk í
ólífuolíunni, við meðalháan hita, þar
til hann er gullinn (um 2 mínútur).
Ef chiliflögurnar eru notaðar
skal bæta þeim við, þá hvítvíninu
og hækka hitann í 3 mínútur.
Lækka skal hitann í miðlungs,
bæta kræklingnum á pönnuna og
setja lok yfir. Athuga skal hvort hann
hafi opnast eftir um 3–5 mínútur og
þá má fjarlægja lokið.
Lækka hitann enn meira, bæta
smjöri og steinselju út í og blandað
saman. Krydda má með salti og
pipar og borið svo fram með góðu
brauði. /SP