Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 78

Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 78
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202178 VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði • Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is SMÍÐUM OG GERUM VIÐ ALLAR GERÐIR TJAKKA Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is OKKAR ÆR OG KÝR — STARTARAR OG ALTERNATORAR — Vefverslun: Khvinnufot.is Nýr vetrarjakki frá Jobman! 11.000 mm. vatnsvörn og 6.000 gr/m² öndun. S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta www.velavit.is Erum með varahluti og þjónustu fyrir allar JCB vélar S: 527 2600 LÍF&STARF Kræklingur eða krákuskel Löngum hefur sú regla verið við lýði að kræklingatínslu væri óhætt í mánuðum sem hafa bókstafinn R í nafninu, eða frá september til aprílloka. Samkvæmt Matvælastofnun er hins vegar varasamt að hafa það eitt að leiðarljósi, því ef eitur fer yfir viss mörk í skeljum kræklinga á tilteknu svæði, er innihaldið á því tínslusvæði ekki hæft til neyslu fyrr en í fyrsta lagi að ári. Eitrið kemur frá aðalfæðu kræklingsins, svifþörungum, en þeir geta sprottið upp eitraðir og valdið fólki vanlíðan – allt frá niðurgangi og minnisleysi til öndunarlömunar. Ef fólk hyggur á tínslu er því gott að hafa til hliðsjónar niðurstöður frá vöktuðum ræktunarsvæðum en þær má finna á vefsíðu Matvælastofnunar. Þetta er nú allt gott og blessað. Kræklingar, sem áður voru aðallega notaðir í beitu, eru herramannsmatur og þá má til dæmis tína í Breiðafirðinum og við Faxaflóa en eituráhrifa hefur mikið gætt í Hvalfirðinum og því ráðlegast að fara ekki þangað. Best er að fara á stórstraumsfjöru vopnaður fötu og hníf og hafa það í huga að taka ekki meira en nauðsynlegt er svo stofninn geti haldið sér, auk þess að gæta þess að vera ekki á landsvæði í einkaeign. Uppskriftir að kræklingi geta verið einfaldar og hann einungis hreinsaður og soðinn í blöndu af hvítvíni og fínsöxuðum hvítlauk. Vandaðri uppskriftir má einnig finna en ein slík kemur hér á eftir. Verði ykkur að góðu! Kíló af hreinsuðum kræklingi 4 msk. ósaltað smjör 2 msk. ólífuolía 6 hvítlauksrif 1/2 bolli hökkuð steinselja 1/4 tsk. chiliflögur (ef vill) 1 bolli þurrt hvítvín 1/2 tsk. salt (meira eftir smekk) Steikja saxaðan hvítlauk í ólífuolíunni, við meðalháan hita, þar til hann er gullinn (um 2 mínútur). Ef chiliflögurnar eru notaðar skal bæta þeim við, þá hvítvíninu og hækka hitann í 3 mínútur. Lækka skal hitann í miðlungs, bæta kræklingnum á pönnuna og setja lok yfir. Athuga skal hvort hann hafi opnast eftir um 3–5 mínútur og þá má fjarlægja lokið. Lækka hitann enn meira, bæta smjöri og steinselju út í og blandað saman. Krydda má með salti og pipar og borið svo fram með góðu brauði. /SP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.