Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 45 ÞJÓNUSTUMAÐUR Bústólpi ehf - fóður og áburður • Oddeyrartanga • 600 Akureyri • bustolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is Bústólpi óskar eftir að ráða öflugan aðila í þjónustudeild DeLaval með starfsstöð á Akureyri. Við leitum að starfsmanni sem hefur brennandi áhuga á að veita góða þjónustu, er lausnamiðaður, úrræðagóður og hefur áhuga á tækni. Vinna starfsmannsins fer að mestu fram á sveitabæjum og fylgja starfinu því nokkur ferðalög um landið. Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2021. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda. Sækja skal um á www.mognum.is . Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is . Bústólpi starfrækir fóðurverksmiðju á Oddeyrartanga á Akureyri ásamt því að reka verslun með vörur sem tengjast landbúnaði. Bústólpi er þjónustuaðili DeLaval á Íslandi. Hjá Bústólpa starfa 24 manns. Bústólpi hefur verið valið framúrskarandi fyrirtæki 11 ár í röð af Creditinfo. Helstu verkefni og ábyrgð Þjónusta við DeLaval mjaltaþjóna ásamt öðrum DeLaval tæknibúnaði og þátttöku í uppsetningum mjaltaþjóna. Starfið er því afar fjölbreytt og spennandi og býður upp á góða möguleika á að vaxa í starfi í ört stækkandi deild. Hæfniskröfur • Þjónustulund • Jákvæðni og hæfni í samskiptum • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Þekking á landbúnaði er kostur • Iðnmenntun eða reynsla af sambærilegu starfi er kostur • Bílpróf er skilyrði Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna í garðyrkju, samkvæmt VIII. kafla reglugerðar nr. 1273/2020 um stuðning við garðyrkju- og þróunarverkefna í sauðfjár- og nautgriparækt, samkvæmt VIII. kafla reglugerðar nr. 430/2021 um almennan stuðning í landbúnaði. Fjármunum til þróunarverkefna er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greinunum svo sem ráðgjafar-, kynningar-, rannsókna- eða tilraunaverkefni sem og, vöruþróunar- og endurmenntunarverkefni. Fagráð hverrar búgreinar veitir umsögn um allar umsóknir sem berast í þróunarsjóð hennar. Umsókn skal skila rafrænt á mínum síðum (eyðublaðavef) Stjórnarráðsins. Sérstök umsókn er fyrir hverja búgrein þ.e. garðyrkju, nautgriparækt og sauðfjárrækt og umsækjendur eru beðnir að gæta að því. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2021. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk skrifstofu landbúnaðarmála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Senda má fyrirspurnir á tölvupóstfang anr@anr.is Stjórnarráð Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna búgreina Borgarbyggð er í heilmiklu umhverfisátaki í haust með aðstoð endurvinnslufyrirtækis- ins Hringrásar, sem aðstoðar við hreinsunarátakið í dreifbýli með því að útvega gáma undir brotajárn, íbúum að kostnaðarlausu. Efni sem heimilt er að setja í gáma er bílflök og annað almennt brotajárn, ryðfrítt stál og ál, rafgeymar, rafmót- orar og hjólbarðar. Almennt er gert ráð fyrir að ekki líði nema einn dagur frá því að komið er með gám og þar til hann er fjarlægður. Borgarbyggð tekur við beiðnum um þjónustu á heimasíð- unni www.borgarbyggd.is, í síma 433 7100 eða á póstfangið borgarbyggd@ borgarbyggd.is. Frestur til að senda pöntun er til 15. október 2021. /MHH Umhverfisátak í Borgarbyggð Fallið frá því að fækka flugferðum til og frá Vopnafirði Vegagerðin lagði nýverið til breytingu á flugi til Vopnafjarðar og Þórshafnar þar sem fækka átti flugferðum úr fimm í þrjár á viku. Sveitarstjórnir Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps mótmæltu þessari fyrirhuguðu breytingu harðlega og nú hefur svo farið að Vegagerðin hefur fallið frá breytingunni. Fyrir liggur minnisblað frá Vegagerðinni um breytingar á flugi til og frá Vopnafirði og Þórshöfn vegna fyrirhugaðs útboðs á flug- leiðinni Akureyri-Vopnafjörður- Þórshöfn-Akureyri, sem gert verð- ur í haust. /MÞÞ Nemendur frá 17 löndum í Sjávarútvegsskólanum Erlendir nemendur í Gró Sjávarútvegsskóla. Eftir vel heppnaðan dag var gengið að hrauninu í Nátthaga á Reykjanesi. Myndir / Hafrannsóknastofnun „Gró Sjávarútvegsskóli“, sem starfar undir hatti UNESCO, hefur fengið nema að nýju eftir árs hlé vegna Covid-19. Þetta er stærsti hópur sem komið hefur á vegum skólans og eru nemarnir víðs vegar að og koma frá 17 lönd- um, segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Þriðjudaginn 14. sept- ember var hefðbund- inn dagur brotinn upp og farin vettvangsferð í Tilraunaeldisstöðina að Stað við Grindavík þar sem starfsmenn stöðvarinnar, þeir Matthías, Agnar og Tómas, tóku á móti hópnum og kynntu fyrir honum starfsem- ina. Stöðin vakti mikinn áhuga og útskýrðu starfsmennirnir hin ýmsu verkefni sem þar eru unnin. Fólkið var mjög áhugasamt og spurði mikið út í starfsemina. Auk starfsmanna Sjávarútvegsskólans, þeirra Stefáns, Agnesar og Zaw, var Haraldur Einarsson veiðarfærasérfræðing- ur með í för og leiddi fólk í allan sannleika um ólík veiðarfæri og virkni þeirra við netaverkstæðið í Grindavík. Saltfisksetrið í Grindavík var einnig skoðað og farið laus- lega yfir sögu og þróun fiskveiða á Íslandi. Að lokum var gengið að hrauninu í Nátthaga á Reykjanesi. /MHH Haraldur Einarsson að fræða nemendur um veiðarfæri. Nýtt hjúkrunarheimili í Vík Nýlega undirrituðu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, viljayfirlýsingu um byggingu nýs hjúkrunarheim- ilis á Ránarbraut 3 í Vík. Nýja heimilið mun leysa af hólmi þau 15 hjúkrunarrými, sem eru á Hjallatúni og ef vel tekst til gætu framkvæmdir hafist á árinu 2023. „Nú ríður á að íbúar sýni samstöðu um verkefnið og fylgi því þétt eftir svo við getum loksins flutt starfsem- ina í glæsilegt nýtt hjúkrunarheimili sem við getum öll verið stolt af,“ segir Einar Freyr. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.