Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 20218 FRÉTTIR Þrjátíu ára gjöfult ræktunarstarf á Syðra-Skörðugili að enda komið: Ætla þó að taka fé aftur eftir bannið Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa lagt fram áherslupunkta sína fyrir komandi alþingiskosningar. Helstu atriðin snúast um umhverf- is-, tolla- og markaðs mál – auk mótunar landbúnaðarstefnu. Telja samtökin að landbúnaðarráðuneytið þurfi að vera sérstakt ráðuneyti til að hægt sé að ná árangri í þessum málaflokkum. Í umhverfis- og loftslagsmálum hafa BÍ mótað eigin umhverfis- stefnu fyrir árin 2020–2030 og er aðgengileg á vef BÍ. Hún fjallar á almennan hátt um landbúnað og umhverfismál og skilgreinir megin- markmið íslensks landbúnaðar í umhverfismálum næsta áratuginn. Leiðarljós stefnunnar eru loftslags- mál, sjálfbærni og vistheimt. Loftslagsvænn landbúnaður og Kolefnisbrúin Meðal verkefna sem bændur vinna nú að í þágu umhverfis- og lofts- lagsmála eru Loftslagsvænn land- búnaður og Kolefnisbrúin. Loftslagsvænn landbúnað- ur er samstarfsverkefni bænda, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðar- ins og stjórnvalda. Tilgangurinn er að virkja bændur til þátttöku til loftslagsvæns land- búnaðar, með minni losun gróð- urhúsalofttegunda og aukningu í kolefnisbindingu. Kolefnisbrúin er í eigu BÍ og Landssamtaka skógareigenda og er það unnið með bændum og land- eigendum að því að framleiða vott- aðar kolefniseiningar, sem hægt er að nýta í þágu eigin rekstrar, á móti sínu kolefnispori, eða selja á mark- aði til fyrirtækja eða fjárfesta sem vilja binda óhjákvæmilega kolefn- islosun hjá sér. Óhagstæður tollasamningur Varðandi tollamálin telja BÍ að gildandi tollasamningur við Evrópusambandið (ESB) sé afar óhagstæður íslenskum landbúnaði. Stjórnvöld hafa óskað eftir endurskoðun á honum. Samtökin telja að taka þurfi tillit til útgöngu Bretlands úr ESB og endurmeta hlutföll innflutnings á hvern markað fyrir sig, með samanburði við aðra sambærilega samninga. Samanburður leiði í ljós að í samn- ingum við ESB hafi Íslendingar gefið eftir 10,6 kg á hvern íbúa af tollkvót- um til innflutnings til Íslands, en hafi á móti fengið 20 grömm á hvern íbúa til útflutnings. Þetta er margfalt magn en í nýlegum samningi við Breta. Þar voru gefin eftir 130 grömm á hvern íbúa í innflutningi, en fengin 15 grömm í útflutningi. Auk þarf markaðshlutdeild innlendra afurða Varðandi afkomu einstakra búgreina telja BÍ að huga þurfi alvarlega að stöðu sauðfjárbænda sem hafa þurft að búa við bágt afurðaverð um árabil og benda einnig á slæma stöðu naut- gripabænda í nautakjötsframleiðslu, þar sem reksturinn hefur ekki staðið undir framleiðslukostnaði. Í markaðsmálum telja BÍ að auka þurfi sýnileika og markaðshlutdeild íslenskra afurða hjá neytendum. Tengja þurfi neytendur betur við frumframleiðendur og auka verðmæti innlendra afurða Loks leggja BÍ áherslu á, að með mótun landbúnaðarstefnu fyrir Ísland sé nauðsynlegt að landbúnað- arráðuneytið verði sjálfstætt sam- einað ráðuneyti landbúnaðarmála, þar sem innanborðs verði skógrækt og landgræðsla. /smh Bændasamtök Íslands: Áherslumál fyrir alþingis kosningarnar Skorið verður niður um 1.500 fjár á Syðra-Skörðugili eftir að riðutil- felli var staðfest í kind, eftir að vart varð við veikindi hennar í heima- landasmölun fyrir göngur. Bærinn er talinn með betri ræktunarbúum á landinu í sauðfjárrækt, fengið margar viðurkenningar í gegnum árin. Það var til að mynda afurða- hæsta sauðfjárbúið í Skagafirði með 300 ær eða fleiri á síðasta ári og átti einnig besta sláturlamba- hópinn, 400 lömb eða fleiri. Að sögn Elvars Einarssonar, bónda á bænum, hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvað verði gert þegar þeim verður aftur heimilt að byggja upp sauðfjárstofn. „Við erum bara að jafna okkur eftir þetta áfall og fara í gegnum þetta hefðbundna ferli gagnvart ráðu- neytinu í samvinnu við MAST,“ segir Elvar þegar hann er spurður um hvort hann sé búinn að átta sig á stöðunni. „Við ætlum nú að ganga til samn- inga við ráðuneytið um að hefð- bundið ferli fari í gang varðandi hreinsunarstarf og úttektir, við höfum ekki neitt val eða aðra möguleika, við semjum til að eiga rétt á bótum til að mynda ef til þess kemur að við komum okkur upp nýjum stofni,“ segir hann. Ósátt við reglugerðina Ásamt sauðfjárræktinni eru þau Fjóla Viktorsdóttir, kona hans, og þrjú börn þeirra með hrossarækt. Þau Elvar og Fjóla eru ósátt við reglugerðina frá 2001 sem unnin er við ákvörðun bóta, þær séu ósann- gjarnar því fjárhagslegt tjón bænda sé gríðarlegt í tilfellum sem þessum. Þau eru einnig afar ósátt við að ekki skuli vera lagt meira fjármagn í rannsóknir á riðu, það hafi ekkert verið gert almennilega í tugi ára. Þau telja að kortleggja þurfi svæðin þar sem hefur verið riða á árum áður og að þau svæði verði hreinsuð betur. Óvíst um umfang ræktunar eftir tvö ár „Við hjónin tölum bæði í þá átt að við ætlum að taka fé aftur. En hvort við förum aftur upp í 600 vetrar- fóðraðar kindur er of snemmt að segja til um. Við höfum bæði mjög gaman af sauðfé og eins dæturnar okkar þrjár, við vitum fátt skemmti- legra en að garfa í þessu ræktunar- starfi – spá og spekúlera. Þú sérð ár- angurinn hratt og miklu fyrr en í til dæmis hrossarækt. Sauðburðurinn er einnig okkar uppáhaldstími. Við höfum fengið fjölmargar viðurkenningar fyrir ræktunar- starfið, nú síðast frá Félagi sauð- fjárbænda í Skagafirði fyrir að vera afurðahæsta sauðfjárbúið í Skagafirði eftir hverja kind með svona stórt bú og með hæstu með- alvigtina, eða 19,1 kíló af um 800 lömbum. Við vorum einnig með besta veturgamla hrútinn og held ég geti sagt að við séum meðal þeirra fremstu á landinu,“ segir Elvar. Síðast skorið niður fyrir 30 árum Síðast var skorið niður á Syðra- Skörðugili fyrir um 30 árum, þegar faðir Elvars, Einar Gíslason, hélt utan um ræktunina. „Sá grunnur sem við byggðum á var kominn frá honum – hann á mikið í þessari velgengni okkar enda starfaði hann með okkur í þessu á meðan hann lifði og hafði gríðarlegan áhuga á ræktun sauðfjár. Hann var mjög þekktur og virtur á meðal sauðfjárbænda og hrossa- bænda á landsvísu og starfaði sem ráðunautur í mörg ár. Var lengi bústjóri á tilraunabúinu Hesti í Borgarfirði á yngri árum og kom meðal annars að innleiðingu á því byggingarlagi sem er í lömbum í dag; betri læri, betra bak og lág- fættara fé. Hann fékk nú skammir fyrir það í upphafi, því menn höfðu efasemdir um að það gæti gengið í snjó og væri of lítið til að geta náð upp á garðana. En við erum stolt af hans arfleifð í dag og það er sárt að þurfa að urða hans framlag í íslenskri sauðfjárrækt,“ segir Elvar Einarsson. /smh Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt! Fjóla Viktorsdóttir, Sigríður Elva, Viktoría Eik, Ásdís Ósk og Elvar Einarsson. Leitað að verndandi arf- gerð gegn riðu í sauðfé – Langtímaverkefni og engin skyndilausn Stefanía Þorgeirsdóttir fer fyrir rannsóknarverkefni á Keldum þar sem markmiðið er að leita að verndandi arfgerð í íslensku sauð- fé, en erfðapróf sem byggir á einu tilteknu erfðamarki er notað víða í Evrópu í þeim tilgangi að byggja upp þolna sauðfjárstofna. „Þetta verkefni er unnið hér á Tilraunastöðinni á Keldum af okkur Vilhjálmi Svanssyni í samstarfi við Eyþór Einarsson hjá Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins og er stefnan að safna sýnum víðs vegar um landið, auk þess sem sýni verða tekin úr fé á Grænlandi, en það er talið vera af íslenskum stofni,“ segir Stefanía. Sjaldgæfur breytileiki „Við erum svo í nánu samstarfi við Karólínu Elísabetardóttur, bónda í Hvammshlíð í Skagabyggð, og samstarfsfólk í Þýskalandi þar sem verkefnin skarast að miklu leyti og markmiðin eru þau sömu. Í verk- efninu er áhersla lögð á að finna nýja eða aðra breytileika en þann sem þekktastur er fyrir að veita vernd gegn riðu, svokölluð ARR- arfgerð, sem hefur enn ekki fundist í íslensku sauðfé. Þegar hefur fund- ist breytileiki T137, sem mögulega er verndandi. Sá breytileiki hefur fundist áður í rannsókn á íslensku fé og voru niðurstöður um þann fund birtar í vísindagrein 1999, en á þeim tíma voru ekki komnar fram vísbendingar um að hann skipti máli varðandi riðunæmi,“ segir Stefanía. Spennandi niðurstöður Að sögn Stefaníu þarf að kanna tíðni breytileikans T137 í riðuhjörðum og hvort arfberar breytileikans í þeim hjörðum hafi verið lausir við riðu, til að sannreyna verndandi eiginleika hans í íslensku fé. „Á Keldum er að finna mikið safn sýna úr hjörðum þar sem greinst hefur riða á undanförnum áratugum. Ætlunin er að nýta sýnasafnið til rannsókna á breytileikanum sem og öðrum áður óþekktum sem mögu- lega hafa þýðingu fyrir riðunæmi. Þetta eru spennandi niðurstöður og gætu komið að notum í barátt- unni gegn riðu í framtíðinni ef í ljós kemur að þessi breytileiki hefur verndandi áhrif í íslensku fé líkt og virðist vera tilfellið á Ítalíu þar sem hann hefur helst verið rannsakaður. Það er vert að taka fram að hann er mjög sjaldgæfur og tæki því langan tíma að rækta upp fé með þannig arfgerð, þannig að hér er ekki um neina skyndilausn að ræða en þess virði að rannsaka betur,“ segir Stefanía. /smh Áhersluatriði Bændasamtaka Íslands í tollamálum. Keldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.