Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202146
Samkvæmt vefsíðu Smithsonian
uppgötvuðust nýverið, í borginni
Qiaotou í suðurhluta Kína, merki
bjórdrykkju sem átti sér stað fyrir
9.000 árum síðan.
Dreggjar, ef svo má kalla, í drykkj-
arílátum fundust nálægt gröf tveggja
beinagrinda og áætlað er að þarna
hafi syrgjendur verið að drekka skál
hinna dauðu.
Nánar tiltekið var um svokallaða
„Hu-potta“ að ræða, ílát með löngum
hálsi eða flöskur síns tíma sem inni-
héldu sterkju, steingerðar plöntuleif-
ar auk myglu og gers. Slíkt bendir
til þess að í Hu-pottunum hafi verið
áfengur drykkur, en þessir pottar
voru vinsæl ílát undir áfenga drykki.
Verðmæti landsins
Við nánari rannsókn komust forn-
leifafræðingar að raun um að þarna
var um að ræða örlítið
gerjaðan og sætan
drykk, meðal annars
búinn til úr hrísgrjónum
og sjálfsagt skýjaðan á
litinn þó ekki hafi verið
um að ræða bjór á borð
við IPA bjór þann sem
við þekkjum í dag.
V e r ð m æ t i
bjórsins hefði hins
vegar verið þó
nokkuð á sínum tíma,
en fornleifafræðingar
ákvarða verðmæti mat-
væla að hluta til með
því hversu erfitt hafi
verið að safna inni-
haldsefnunum, eða
framleiða.
Miðað við erf-
iði þess að safna
efnunum sem þurfti
í bjórinn, svo og
bruggunarferlið sem
fólst í gerð bjórsins,
bendir allt til þess að
þarna hafi verið um að ræða lið í
greftrunarathöfn þar sem mikið bar
við.
Mygluð munaðarvara
Í dag er mikil hrísgrjónaframleiðsla
í Qiaotou, sem hófst þó ekki fyrr
en fyrir um 7.000 árum síðan. Því
er álitið að hrísgrjónin sem notuð
voru í bjórnum hafi ef til vill verið
munaðarvara og svo, sem áhugavert
er, er ekki endilega talið að þeir sem
stóðu að þessum görótta drykk hafi
upphaflega ætlað honum að verða
áfengum. Það gæti nefnilega verið að
fólk hafi sparað við sig hrísgrjónin
– sem þá var munaður, en mygluðu
með tímanum, sem gerði reyndar
bjórinn sætari og áfengari.
Þessi bjórframleiðsla Qiaotou var
þó ekki sú fyrsta í heiminum en íbúar
á svæði Miðjarðarhafsins notuðu
hveiti, hafra og bygg í
sitt bjórbrugg, sem er
frá því fyrir 13.000
árum síðan.
Áfengi hefur áhrif á
félagsleg sambönd
Ekki kemur á óvart sú
tillaga vísindamanna
að framleiðsla (og þá
væntanlega drykkja)
áfengra veiga gæti
hafa hjálpað til við að
byggja upp félagsleg
sambönd og mögulega
hvatt til aukins sam-
starfs til forna.
Að auki geti
þetta hafa verið
þáttur í því að sam-
félög hrísgrjónarækt-
ar þróuðust smám
saman á næstu 4.000
árum og eru nú afar
stór þáttur í menn-
ingunni. /SP
Um miðjan ágúst síðastliðinn
kviknuðu skógareldar nálægt
Cosumnes-ánni í Norður-
Kaliforníu og hófu hæglátlega för
sína milli borganna Omo Ranch og
Grizzly Flats. Heldur fór eldsum-
fangið að færast í aukana tveimur
dögum síðar vegna aukins vind-
hraða á svæðinu og á nokkrum
dögum óx það úr tvö þúsund hekt-
urum í tólf þúsund.
Víðátta eldhafsins hefur nú vaxið
með hraði bæði til norðurs og aust-
urs, að þjóðvegi 50, sem hefur verið
lokað þar á slóðum, og í átt að vatna-
svæði bæjarins Tahoe, þar sem fólk
nýtur sólbaðs á sumrin og iðkar skíði
að vetrarlagi.
En svona eldsumbrot eru
því miður ekkert einsdæmi í
Bandaríkjunum þessa dagana þó
með sérkennilegra lagi sé að horfa á
eldglæringarnar lýsa upp skíðalyftur
í brekkum skíðasvæðis Tahoe.
Íbúar borgarinnar Gardnerville í
nágrenni Tahoe hafa þurft að þola
reykmettað umhverfi síðastliðna
mánuði, enda eins og annars staðar,
ná afleiðingar skógarelda víðar en
bara á tilgreindum svæðum.
Borgarstjórn Gardnerville kom
íbúum Tahoe til aðstoðar með upp-
setningu neyðarskýla sem nú eru
yfirfull og þurfa margir frá að hverfa.
Reykhafið berst allvíða og er
viðbót við mikla reykmengun sem
nú gætir yfir alla vesturströndina, en
samkvæmt fréttasíðu CNBC er áhrifa
elda, sem eiga sér stað frá Kaliforníu
til Kanada, vart alla leið yfir til aust-
urstrandar Bandaríkjanna.
Loftslagsbreytingar
hafa áhrif á veðurfar
Vegna skógareldanna sem plaga
vesturhluta Bandaríkjanna, yfir
þetta 50.000 hektara landsvæði frá
Kaliforníu til Kanada má semsagt
greina afleiðingar reyksins í borgum
austurstrandarinnar líkt og New
York, New Jersey og Pennsylvaníu.
Sögulegir þurrkar sem hafa herjað
á vesturhlutann vegna loftslags-
breytinga auðvelda eldsíkveikjur
og í suðurhluta Oregonríkis, þar
sem eldhafið hefur gleypt eitt og
sér um 16.000 hektara lands, eru
afleiðingarnar þær að myndast hafa
aðstæður svo mikils hita og orku að
breytt geta veðurfari.
Í kanadísku borginni British
Columbia hefur neyðarástandi verið
lýst yfir, eftir að skógareldar þar
á svæðinu teljast um 300 talsins.
Reykur og aska sem berast frá svæð-
inu hafa orðið til þess að yfirvöld hafa
þurft að senda út heilsufarsviðvaranir
alla leið til miðbiks Bandaríkjanna.
Loftgæðaviðvörun hefur þegar borist
frá Minnesota vegna þessa og í New
York eru loftgæði komin langt fyrir
neðan venjuleg mörk.
Hafa heilbrigðisyfirvöld um land
allt nú lagt til að á svæðum sem glíma
við reykmengun skal útivist haldið
í lágmarki. Loftgæði í nálægum
borgum, þar á meðal Philadelphia
og Boston, eru einnig komin fyrir
neðan eðlileg mörk og þær, ásamt
Washington og Baltimore, eru nú á
gráu svæði hvað varðar skaðsemi
andrúmslofts.
Náttúruleg hringrás
Skógareldar, sem eru vanalega partur
af náttúrulegri hringrás, virðast því
miður, ef gefinn persónuleiki, vera að
ganga af göflunum. Hlutverk þeirra,
að grynnka á vexti og þéttingu skóga
– með það fyrir augum að þau tré
sem eftir verða nái að njóta sín betur
– hefur nú snúist upp í að brenna allt
til kaldra kola, hvað sem fyrir verður.
Bandaríkin eru ekki ein um þessa
hryggð. Skógareldar hafa, eins og
náttúran býður, geisað reglulega um
heimsálfurnar. Afríka, Asía, Evrópa
og Ástralía eru þar ekki undanskild-
ar – og þó hér sé fjallað stuttlega um
stöðu Bandaríkjanna er staða meng-
unar og ágangs elda ekki síðri annars
staðar.
En hvað er hægt að gera?
Þessi spurning hefur brunnið á vörum
margra og hafa Kaliforníubúar,
meðal annarra unnið ötullega að
hugmyndum að úrræðum. Eins og
staðan er í dag hafa þeir virkjað
slökkvilið sín í notkun hátæknilegra
verkfæra, til að mynda slökkviefna í
duftformi, dróna sem fylgjast með
landsvæðum í eldhættu eða í bruna
og símaforritum sem gefa til kynna
viðvaranir, kort yfir eldsvæði og
flóttaleiðir.
En það sem hefur reynst væn-
legasta forvarnarlausnin er líka sú
elsta og þar til nýlega var litið fram
hjá henni. Að berjast gegn slæmum
eldi með góðum eldi. Eða, í raun, að
stjórna brunanum með því að brenna
eldfimt efni sem næst skógareldun-
um, svo sem tré, gróður eða annað
og hefta þannig útbreiðsluna. Þannig
eru skógareldarnir rændir því súrefni
eða eldsneyti sem þeir þurfa, til að
halda áfram vexti sínum, sem í kjöl-
farið minnkar til muna.
Það er ósk manna að vel takist til
með virkni þessarar hugmyndar og
ekki fari illa – eins og árið 2000 þegar
yfirvöld þjóðgarða nálægt bænum
Los Alamos í New Mexico tóku
sig til og ætluðu að hefta útbreiðslu
skógarelda með þessari aðferð, en
kveiktu hins vegar í og eyðilögðu
heimili yfir 400 fjölskyldna í staðinn.
Reyndar áttu vindhviður og þurrkar
hlut í eyðileggingunni, en þarna er
dæmi um að aðgát skal höfð þegar
eldur á í hlut. /SP
Bandaríkin á gráu svæði:
Neyðarástand vegna reykmengunar
UTAN ÚR HEIMI
Áhöfn flugvélar beitir duftslökkvitæki.
Í áratugi, eða síðan árið 1968,
hefur verið talið að í um það bil
1.000 ára gamalli gröf í suðurhluta
Finnlands, Suontaka, hafi verið
lagður til hinstu hvílu stríðsmaður,
eða kona öllu heldur, öflugur og
virtur einstaklingur sem gegndi
mikilvægu hlutverki í framlínu
bardaga.
Einstaklingurinn var klæddur kven-
legum fatnaði, en hlutir í Suontaka-
gröfinni voru frá miðaldartíma
Finnlands, milli 1050 og 1300. Þar
var að finna kvenskartgripi auk
sverða, eitt með bronsfestu sem
venjulega er kennt við karla.
Nú hefur hins vegar komið í ljós
að stríðsmaðurinn sem um ræðir var
líffræðilega karlmaður. Því var álitið
að mögulega hefði þessi manneskja
verið virtur einstaklingur með óhefð-
bundna kynvitund, vegna þess að
bæði skartgripir og vopn voru grafin
með honum.
Kynvitund getur verið margs
konar. Sumt fólk upplifir sig sem
karla, aðrir sem konur og sumir upp-
lifa sig sem blöndu af hvort tveggja
og eru þá kynsegin. Mannkynið hefur
yfir aldirnar upplifað mismunandi
kynvitund og hafa menningarhópar
fyrri alda oft viðurkennt kven- og
karllægar hliðar hverrar manneskju
sem eina. Ættbálkar indíána eiga
sér til dæmis margir „tveggja anda“
meðlimi sem velja þá að leggja
áherslu á kven- eða karllæga hlið
sína þó hún samræmist ekki því
kyni sem viðkomandi var úthlutað
við fæðingu. Víðs vegar um heiminn
má finna hliðstæða hópa, svo sem
hijras á Indlandi, muxes í Mexíkó,
mahu og raerae á Kyrrahafssvæðinu
og svona mætti lengi telja.
Fornleifafræðingum tókst að
nema örlítið magn af erfðaefni úr
stríðsmanninum og kom í ljós að
þarna var um að ræða manneskju,
fæddri með auka X litning. Einkenni
þess hjá karlmönnum í dag er þekkt
sem Klinefelter heilkennið. Lýsir það
sér meðal annars í óvanalega stór-
um brjóstum, smáum kynfærum,
ófrjósemi og gisnum hárvexti – en
flestir karlmenn sem fæðast með
Klinefelter-heilkenni eru ógreindir
alla ævi.
Með aukinni tíðni legvatnspróf-
ana á meðgöngu hefur þessi litninga-
galli fundist og má þá grípa til við-
eigandi testósterónmeðferðar þegar
viðkomandi hefur aldur til.
Þar sem kynvitund fylgir upplifun
einstaklings af sjálfum sér má telja
að finnski stríðsmaðurinn hafi í raun
verið kynsegin, ekki fundið sig í sínu
líffræðilega kyni og hvorki flokkað
sjálfan sig sem karl né konu.
Vopn og skartgripir lita þá tillögu.
Vert er þó að taka fram að það er alls
ekkert samasemmerki á milli þess að
vera kynsegin og hafa Klinefelter
heilkennið.
Kynsegin fólk vill semsé hvorki
flokka sig sem karl né konu heldur
hvorugkyn eða bæði í einu. Að vera
kynsegin er því í raun hugtak sem
nær yfir fólk sem skilgreinir kyn
sitt utan tvíhyggju kynjakerfisins
og kjósa sumir þeirra einstaklinga
að notuð séu í þeirra garð kynhlut-
laus persónufornöfn á borð við hán
í stað hann eða hún. Orðið kvár er
svo ókyngreint nafnorð um fullvaxta
manneskju á meðan orðið stálp á við
þá sem yngri eru. Þannig er nú það.
/SP
Finnskt stríðskvár:
Þegar miðaldatilveran réð ríkjum
Finnsk bardagasverð.
Finnska stríðskvárið liggur hér í
hinstu hvílu, satt lífdaga.
Teikning / Veronika Paschenko
Suðurhluti Kína:
Bjórdrykkja fyrri alda
Dæmi um Hu-pott.