Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202128
LÍF&STARF
Nemar á matreiðslubraut Menntaskólans í Kópavogi á ferð í Þingeyjarsýslu:
Verkefnið er að bæta nýtingu og meðferð
hráefnis frá landbúnaði í nærumhverfinu
Nemar á matreiðslubraut Mennta
skólans í Kópavogi lögðu land
undir fót í byrjun mánaðarins,
héldu norður í Þingeyjarsýslu
og kynntu sér eitt og annað um
matvæli og matvælaframleiðslu,
m.a. vannýtt hráefni í sveitar
félögunum Þingeyjarsveit og
Skútustaðahreppi og prófuðu að
vinna með þau.
Matreiðslubrautin er þátttakandi í
Nora verkefni þar sem einnig eru inn
anborðs Matarskemman á Laugum
og Nýsköpun í norðri auk þátttak
enda frá Færeyjum og Grænlandi.
Verkefnið snýst um bætta nýtingu
og meðferð hráefnis frá landbún
aði til matargerðar í nærumhverfi.
Nemarnir spreyttu sig á matargerð
úr þingeysku hráefni og var fram
bjóðendum í Norðausturkjördæmi
boðið að bragða á því sem þeir
reiddu fram.
Nemendurnir sáu um rétt dags
ins í hádeginu á tveimur veitinga
stöðum á svæðinu, Kaffi Borgum
í Mývatnssveit og Dalakofanum í
Reykjadal, en bæði eru þessi hús
þekkt fyrir að bjóða úrval rétta úr
nærumhverfi sínu. Þá kynntu nem
arnir sér hlutun og hagnýtingu á
stærri skrokkum af sauðfé, 30 til
35 kílóa gripum.
„Það var mál manna að hagur
beggja af þessu verkefni sé augljós
og vonandi verður þar framhald
á,“ segir Pétur Snæbjörnsson,
sem stýrir tilraunaverkefni
Matarskemmunnar á Laugum.
Eftirminnileg matarupplifun
Matseld fór þannig fram að
nemar skiptu sér upp í hópa, þrír
í hverjum, og fengu allir hópar
hráefniskörfu með ýmsu van
nýttu efni, svo sem sauðakjöti
og haugarfa auk hefðbundnara
hráefnis eins og rótargrænmeti,
rabarbara og fleira. Allir fengu
sama hráefnið en hver hópur
hafði frjálsar hendur um með
höndlun þess.
„Skemmst er frá því að segja
að þetta unga og hugmyndaríka
fólk kom með afar skemmtilegar
nálganir á það sem þau höfðu til
ráðstöfunar og buðu gestum upp
á eftirminnilega matarupplifun,“
segir Pétur.
Frambjóðendum boðið í mat
Sveitarstjórnir Þingeyjarsveitar og
Skútustaðahrepps sem standa að
Nýsköpun í norðri buðu fulltrúum
framboða til Alþingis í hádegisverð
á Kaffi Borgum í Mývatnssveit,
en tilgangurinn var að sögn
Péturs sá að ræða vannýtt hráefni,
hringrásarhagkerfið, tengsl matar
uppruna og skólastarfs og áherslur
sveitarstjórnarmanna í sameinuðu
sveitarfélagi til framtíðar. Þessi tvö
sveitarfélög sameinast í eitt eftir
næstu sveitarstjórnarkosningar. Öll
framboð í Norðausturkjördæmi, utan
tveggja, Sjálfstæðisflokks og Flokks
fólksins þáðu boðið. Kynntir voru
möguleikar aukinnar verðmæta
sköpunar í landbúnaði með bættri
nýtingu hráefnis og aukinni notkun
á hráefni sem framleitt er í héraði á
nærsvæði upprunans.
Ferðamenn á svæðinu þurfa á
annað tonn af matvælum á dag
„Möguleikarnir hafa breyst til
muna undanfarinn áratug með
fjölgun ferðamanna. Ætli Þing
eyingum hafi ekki fjölgað um 50%
á dag að meðaltali og öll sú aukning
eru neytendur sem flestir hverjir hafa
áhuga á að neyta þess sem heima
m e n n
framleiða og neyta sjálfir. Þetta
er veruleg aukning, upp á líklega
um 3.000 manns á dag að meðaltali,
og þarf sá fjöldi á annað tonn af
matvælum hvern dag. Þannig að
það eru sannarlega möguleikar
fyrir hendi í þessum efnum sem
ekki voru til staðar áður þegar
gestafjöldinn var ekki nema fjórði
partur af því sem nú er eða þaðan af
minna,“ segir Pétur, en raunar sé um
árstíðabundnar gestakomur að ræða
og því sveiflukennda eftirspurn, en
hún sé til staðar.
Regluverkið hindrar oft
nýsköpun í atvinnulífi
Pétur segir tækifærin felast í aukinni
framleiðslu hvers konar, kjöti, fiski,
ræktun, úrvinnslu og dreifingu í hér
aði. Stjórnvöld þurfi að búa svo um
hnútana að gildandi regluverk skapi
ekki óþarfa hindranir og sé gagnsætt
og einfalt í framkvæmd.
„Það er gömul saga og ný og hefur
verið sýnt fram á með rannsóknum
að regluverk hins opinbera hindrar
oft nýsköpun í atvinnulífinu með
íþyngjandi skilyrðum og flóknum
eftirlitsferlum. Það dugar ekki bara
að tala um nýsköpun og setja inn í
stefnuáætlanir, það þarf að skapa
Margrét Þóra Þórsdóttir
mth@bondi.is
MK-nemar við Dalakofann.
Sveitarstjórnir Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps, sem standa að
Nýsköpun í norðri, buðu fulltrúum framboða til Alþingis í hádegisverð á
Kaffi Borgum í Mývatnssveit, en tilgangurinn var m.a. sá að ræða vannýtt
hráefni til matargerðar.
Skrokkar hlutaðir í sundur af mikilli einbeitingu.
Nemendurnir sáu um rétt dagsins í hádeginu á tveimur veitingastöðum á svæðinu, Kaffi Borgum í Mývatnssveit og
Dalakofanum í Reykjadal, en bæði eru þessi hús þekkt fyrir að bjóða úrval rétta úr nærumhverfi sínu.