Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 74
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202174
Sjávarplássið Dalvík er heiti á
nýrri bók sem Jóhann Antonsson
viðskiptafræðingur hefur skrifað
um sjávarútvegssögu Dalvíkur.
Í formála bókarinnar segir
Jóhann meðal annars: „Bókin fjall
ar um harðduglegt fólk með frum
kvöðlahugsun og þekkingu og ekki
síst ríkulega sjálfsbjargarviðleitni
til að skapa sér tækifæri úr þeim
aðstæðum sem uppi hafa verið
hverju sinni.“ Dalvík liggur ekkert
sérstaklega vel við fiskimiðum og
sjávarplássið Dalvík varð ekki til
fyrr en eftir að mögulegt
varð að nota vél
báta til að kom
ast á miðin.
Áður hafði
útræði miðast
við þörf búanna
í Svarfaðardal
fyrir fiskmeti
og réðst sóknin
af því hvernig
stóð á í búskapn
um. Svarfdælskir
bændur höfðu verið
öflugir hákarlaveiði
menn og vissu því að
sjórinn gat verið gjöf
ull en landbúnaðurinn
var þó lengst af kjöl
festan í hinum þéttsetna
dal.
Jóhann Antonsson
þekkir vel til sjávarút
vegs á Dalvík í gegn
um tíðina. Þar er hann
fæddur og uppalinn og
tók virkan þátt í atvinnu
greininni á Dalvík um
árabil. Hann hefur verið stjórnandi
í sjávarútvegi og sinnt lengi ráðgjaf
arstörfum í sjávarútvegi fyrir fyrir
tæki og opinberar stofnanir.
Ríkuleg heimild um mikið
sjávarútvegspláss
Árið 1977 var Jóhann einn þriggja
sem stóðu að stofnun héraðs
f r é t t a b l a ð s
Norð ur slóðar í Dalvíkurbyggð,
sem hefur komið óslitið út síðan,
eða í meira en fjörutíu ár.
Í Norðurslóð hefur Jóhann
skrifað ótal greinar um sögu sjáv
arútvegsins í sinni heimabyggð.
Þær greinar hefur hann nú endur
unnið, bætt við og breytt fyrir þessa
bók og til viðbótar hefur Jóhann
tekið saman efni um sjávarútveg
á Dalvík í Fiskidagsblaðið, sem
gefið hefur verið
út í tengslum við
Fiskidaginn mikla.
Allt þetta mikla
efni er nú komið
út í einni bók og
miklu meira til.
Bókin er ríkuleg
heimild um þetta
mikla sjávarút
vegspláss sem
hefur í gegnum
tíðina og státar
enn þann dag í dag
af öflugri útgerð
og fiskvinnslu.
Bókina prýðir
fjöldi ljósmynda
sem aldrei hafa
áður fyrir sjón
ir almennings
komið. Bókin er 270 síður í stóru
broti.
Útgáfufyrirtækið Svarfdælasýsl
gefur bókina út en að því standa sex
systkini frá Jarðbrú í Svarfaðardal.
Útgáfufélagið varð til um sam
nefnda bók sem kom út árið 2017
en síðan hefur það gefið út nokkrar
bækur, þar á meðal bók um tutt
ugu ára sögu Fiskidagsins mikla
á Dalvík sem kom út fyrir síðustu
jól. /MÞÞ
BÆKUR& MENNING
Sjávarútvegssaga Dalvíkur
Saltfiskur metinn. Mynd / Jónas Hallgrímsson.
Áhöfnin á Björgúlfi EA 312 árið 1960, fyrsta síldveiðiáhöfn skipsins. Mynd / Í eigu Birnu Kristjánsdóttur.
Saltfiskvinnsla á Dalvík. Mynd / Jón Þ. Baldvinsson.
Fiskvinnslukarlar á Dalvík.
Mynd / Úr safni Báru Elíasdóttur.
Síldveiðar.
Bræðurnir Guðjón og Björgólfur Loftssynir – Gaui og Bongi í skreiðarhjalli.
Mynd / Jón Þ. Baldvinsson.
Atli Rúnar Halldórsson afhendir Jóhanni Antons-
syni fyrstu bókina fyrir hönd útgefenda. Mynd /
Svanfríður Jónasdóttir.
Þóranna Hansen og Valrós Árnadóttir í
síldarsöltun. Mynd / Rögnvaldur Friðbjörnsson
Skipverjar á Björgvin EA 311 á áttunda áratugnum. Frá vinstri: Kristján
Þór Júlíusson, Gylfi Ægisson og Valur Hauksson.
Mynd / Jón Þ. Baldvinsson