Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 49 Þau Ólína Þóra Friðriksdóttir og Eiríkur Jónsson, sem búsett eru á bænum Gýgjarhólskoti í Biskupstungum, tóku heldur betur skemmtilegt tvist á réttardaginn 11. september síðastliðinn, en öllum að óvörum bundust þau heitböndum í Tungnaréttum, umkringd sínum nánustu. Parið, sem hefur verið saman í sex ár, tryggðu sér prestinn með stuttum fyrirvara og laumuðu fréttunum að börnum sínum og öðru heimilisfólki, en ákváðu að leyfa uppátækinu að koma öðrum skemmtilega á óvart. Réttardagur í hverri sveit, sem alltaf er hátíðisdagur, rann upp sæmilega bjartur og fagur, lítils háttar rigning og milt veður meðan réttað var en meðan á athöfninni stóð birti yfir. Börn Ólínu og Eiríks, sem eru uppkomin, voru viðstödd auk góðra vina fjölskyldunnar sem taka árlega þátt í réttunum og tímasetningin því tilvalin. Þótt fyrirvarinn hafi verið skammur gekk allt að óskum, athöfnin var létt og skemmtileg og brúðarmarsinn sömuleiðis. Viðstaddir söngmenn í réttunum tóku sig nefnilega til og sungu „Fyrr var oft í koti kátt“, hátt og snjallt, er séra Sveinn Valgeirsson hafði lokið athöfninni. Þá var nestinu gerð góð skil, fé rekið heim og sólin skein sínu skærasta þegar nálgast var Gýgjarhólskot og glaðst var yfir mat og drykk er heim var komið. Réttardagurinn, sem á sérstakan stað í huga og hjarta margra Íslendinga, mun nú vera þeim hjónum enn hjartfólgnari og með réttu enda ekki á hverjum degi sem lofast er undir heiðum himni. /SP Finnsk gæði sem henta vel fyrir íslenskar aðstæður VETRARBÚNAÐUR HILLTIP Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík 551 5464 / wendel.is Nánari upplýsingar í síma 550 3000 eða á netfangið magnus@fasteignamidstodin.is Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi s. 550 3000 er með til sölu sumarhús til flutnings. Húsið eru staðsett í Fljótstungu í Hvítársíðu. Vegna skipulagsbreytinga á að selja þetta hús til flutnings. Stærð húss er um 33fm auk svefnlofts sem er um 9 fm. Húsið er byggt 2000-2001 það hefur verið notað allt fram á þennan dag. Það er vel byggt og er ástand á því ágætt. Ólína Þóra Friðriksdóttir og Eiríkur Jónsson: Gifting í Tungnaréttum LÍF&STARF Ólína Þóra Friðriksdóttir og Eiríkur Jónsson eru aldeilis lukkuleg eftir góðan dag sem mun verða lengi í minnum hafður. Hringarnir eru sérstök smíð, unnir úr vatnsfittings, afar fallegir og hannaðir af Eiríki. Ólína pússaði þá svo lítillega og lakkaði svo þeir væru hæfilega grófir. Dásamlega fallegar hnallþórur glöddu gesti eftir athöfnina. Ólína og Eiríkur voru gefin saman af Sveini Valgeirssyni, vini þeirra hjóna, og nutu svo brúðarskálarinnar, sem var eðalfínt skoskt viskí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.