Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 73
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 73
Prjónaður hálskragi á börn með
axlarsæti. Stykkið er prjónað í
garða- og stroffprjóni úr dún-
mjúka Drops Merino Extra Fine.
Húfuna má finna á heimasíðu
okkar www.garn.is.
xx:
DROPS Design: Mynstur me-068-bn
Stærðir: 12/18 mánaða (2) 3/4 (5/8) 9/12 ára
Breidd á öxlum ca: 18 (20) 24 (26) 28 cm
Garn: Drop Merino Extra Fine (fæst hjá
Handverkskúnst)
- 100 (100) 100 (150) 150 g litur á mynd nr 34, ljung
Prjónfesta: 21 lykkja með sléttprjóni = 10 cm
Prjónar: Hringprjónn 40 cm nr 4 og sokkaprjónar
nr 3,5 fyrir stroff
Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1
umferð brugðið*, endurtakið frá *-*.
Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Prjónið slétt
allar umferðir
Útaukning: Aukið út hvoru megin við axlalykkjur
með því að taka upp lykkjur.
Aukið út á eftir 1. og 3. prjónamerki þannig:
Prjónið fram að prjónamerki, færið prjónamerki
yfir á hægri prjón, notið hægri prjón til að lyfta
upp hlekknum á undan næstu lykkju á vinstri prjón
þannig að hægri hlið á hlekknum komi á réttu á
stykkinu, prjónið 1 lykkju slétt í aftari lið á hlekknum
(hlekkurinn verður nú snúinn þannig að ekki myndist
gat og lykkjan hallast til vinstri).
Aukið út á undan 2. og 4. prjónamerki þannig:
Prjónið að prjónamerki á undan axlalykkjum, notið
hægri prjón til að lyfta upp hlekknum á undan
næstu lykkju á vinstri prjón þannig að vinstri hlið á
hlekknum komi á réttu á stykki, prjónið 1 lykkju slétt
í hlekkinn (hlekkurinn verður nú snúinn þannig að
ekki myndist gat og lykkjan hallast til hægri), færið
prjónamerkið yfir á hægri prjón.
Affelling: Til að koma í veg fyrir að affellingarkantur-
inn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með
grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að
slá uppá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja
lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er
felldur af eins og venjuleg lykkja)
KRAGI: Fitjið upp 88 (96) 104 (112) 120) lykkjur á
sokkaprjóna nr 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið
stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar
stykkið mælist 7 (7) 8 (9) 9 cm, skiptið yfir á hring-
prjón nr 4 og prjónið áfram þannig (frá miðju ofan
á öxl):
Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (látið prjóna-
merkið sitja í stykkinu, það á að nota það síðar til að
mæla frá). Prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið,
2 lykkjur slétt, setjið 1. prjónamerki, prjónið 34 (38)
42 (46) 50 lykkjur garðaprjón og fækkið um 8 lykkjur
jafnt yfir, setjið 2. prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt,
2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið,
2 lykkjur slétt, setjið 3. prjónamerki, prjónið 34 (38)
42 (46) 50 lykkjur garðaprjón og fækkið um 8 lykkjur
jafnt yfir, setjið 4. prjónamerki og endið með 2 lykkj-
ur slétt og 2 lykkjur brugðið = 72 (80) 88 (96) 104
lykkjur. Axlalykkjurnar eru lykkjurnar á milli 1. og 4.
prjónamerkis og 2. og 3. prjónamerkis.
Haldið áfram með stroff yfir axlalykkjurnar og garða-
prjón yfir lykkjur á framstykki/bakstykki, á meðan
aukið er út um 1 lykkju við hvert prjónamerki í hverri
umferð – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri í hverri
umferð). Útauknar lykkjur eru prjónaðar í garða-
prjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 3
(3) 4 (4) 4 cm frá prjónamerki = ca 104 (112) 132
(140) 148 lykkjur.
Í næstu umferð eru axlalykkjurnar felldar af þannig:
Fellið af fyrstu 6 lykkjurnar, prjónið garðaprjón eins
og áður yfir næstu ca 42 (46) 56 (60) 64 lykkjur fram
að 2. prjónamerki, fellið af næstu 10 lykkjur, prjónið
garðaprjón eins og áður yfir næstu ca 42 (46) 56 (60)
64 lykkjur fram að 4. prjónamerki, fellið af síðustu 4
lykkjurnar. Prjónið nú hvort stykki til loka fyrir sig.
Prjónið garðaprjón fram og til baka – sjá útskýringu
að ofan, yfir ca 42 (46) 56 (60) 64 lykkjur á framstykki/
bakstykki, þar til stykkið mælist ca 9 (10) 12 (13) 14
cm, mælt frá þar sem síðasta axlalykkjan á hvorri
öxl var felld af.
Fellið af með sléttum lykkjum – sjá affelling. Prjónið
hitt framstykki/bakstykki alveg eins.
Prjónakveðja
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Hálskragi á börn
HANNYRÐAHORNIÐ
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
5 8 9 3
8 4 6
1 5
9
1
3 9 6 4 5
9 2
4 7
8 7 6 4
Þyngst
8 6 7
7 9
2
5 3 1
3 8 2 9
1 4
5 7 1 6
4 5 3
1 6 3 5
2 5 9 3 4
1 3 9
7
3 6
9 4 5
2 3
5
6 9 8
3 8 4 1 9
8 2 9
5 6
7 2 3
1 4 5
3 8 2
8 1 7
6 3
3 9 5
Kótelettur bestar
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Tómas Steinn er níu ára Esk-
firðingur sem spilar á trommur.
Nafn: Tómas Steinn Ástþórsson.
Aldur: 9 ára að verða 10 í október.
Stjörnumerki: Sporðdreki.
Búseta: Eskifirði.
Skóli: Grunnskóli Eskifjarðar.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Heimilisfræði, íþróttir,
smíðar og stærðfræði.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Hamstur, naggrís, hundur, hestur og
kisa.
Uppáhaldsmatur: Kótelettur í raspi.
Uppáhaldshljómsveit: Måneskin.
Uppáhaldskvikmynd: Grown ups 2.
Fyrsta minning þín? Þegar ég datt
á hjóli og slasaðist mikið í andlitinu.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á
hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og spila
á trommur.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Fótboltamaður og vinna
í dýragarð.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Ég ætlaði að stökkva af
brú í sjóinn en mamma bannaði mér
það, þá fór ég að vaða.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í
sumar? Fór til Reykjavíkur og hitti
fjölskylduna mína.
Næst » Ég skora á Sonju Salín
Hilmarsdóttur, frænku mína.
Allir félagsmenn Bændasamtaka Íslands teljast til
sjóðs félaga og geta sótt um:
# Styrki til endurgreiðslu aukins rekstrarkostnaðar vegna
veikinda þess sem að búrekstri stendur eða slyss.
- Útlagður launakostnaður, verktakagreiðslur og sambærilegur
kostnaður sem leiðir af óvinnufærni.
# Styrki til forvarnarverkefna.
- Verkefni tengd forvörnum og vinnuvernd, slysavarnir og önnur
verkefni sem hafa það að markmiði að bæta velferð sjóðsfélaga.
Nánari upplýsingar á bondi.is og umsóknareyðublöð
má nálgast á félagsmannasíðum á Bændatorginu.
Umsóknir skulu berast fyrir 15. október nk.
með rekjanlegum bréfpósti (ábyrgðarbréf) merkt:
VELFERÐARSJÓÐUR BÍ
AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM
Bændasamtök Íslands
Bændahöllinni við Hagatorg
107 Reykjavík