Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 69

Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 69
69Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 Undanfarið hafa verið miklir þurrk ar á norður- og austurhluta landsins. Grunnvatnsstaða hefur lækk að og „óþrjótandi lindir“ brugðist. Skógi vaxið land þolir ýmsar öfgar í veðurfari betur en skóglaust land. Í flóðum tekur skógur og skógarjarðvegur í sig mikið vatn og í þurrkum geymist raki lengur og betur en þar sem enginn er skógurinn. Stundum heyrist því fleygt samt sem áður að skógar þurrki upp svæði, að trén drekki allt vatn í jörðu, þurrki upp stöðuvötn eða læki og lækki þar með grunnvatnsstöðu. Sannleikurinn er þó sá að vatnið sem trén í skóg- inum taka til sín nær aðeins til rót- arhvels trjánna sem er að mestu í efsta jarðvegslaginu. Trén hafa lítil sem engin áhrif á grunnvatnsstöðu. Úrkoma ræður henni. Að Rauðavatn ofan byggðarinnar í Reykjavík hafi þornað að mestu upp í sumar er ekki skóginum þar að kenna. Ástæðan er að úrkoma hefur verið langt undir meðallagi og því hefur grunnvatns- staðan lækkað. Skógar eru eins konar lifandi vatnsforðabúr. Þeir binda ekki einungis kolefni úr andrúmsloftinu og búa til verðmætt timbur held- ur hægja þeir á fersku vatni á leið þess til sjávar. Skuggar og skjól trjánna hamla til dæmis útgufun. Skógarjarðvegur getur tekið í sig mikið vatn sem bæði nýtist trján- um og öðru lífi í skóginum. Vatnið hreinsast þar og síast svo áfram í stað þess að renna hindrunarlaust á yfirborði eins og gerist á skóglausu landi. Vatnsból bæja og borga vítt og breitt um heiminn eru gjarnan á skógarsvæðum. Öfgaflóð víða um heim sem við heyrum æ oftar af í fréttum verða nú verri vegna þess að skógar hafa verið felldir til hlíða og fjalla. Þegar skógarnir eru ekki lengur til að hægja á vatninu rennur það viðstöðulaust niður á láglendið og færir allt í kaf. Sumarið 2021 var hlýtt á Íslandi, sérstaklega fyrir norðan og austan, og úrkoma var í lágmarki að sama skapi. Við getum búist við fleiri slík- um sumrum. Búast má við frekari þurrkum á komandi árum og áratug- um, kannski öldum. Ástæðulaust er þó að óttast. Við getum klætt landið kjarri og skógi og dregið úr áhrifum stórrigninga og þrálátra þurrka. Hlynur Gauti Sigurðsson, sérfræðingur í skógrækt hjá BÍ og Pétur Halldórsson hjá Skógræktinni VISTKERFI&SKÓGRÆKT Skógur er lifandi vatnsforðabúr Þurr farvegur Uxalækjar á Völlum 26. ágúst síðastliðinn. Rauðavatn í efri byggðum Reykjavíkur 2021. Mynd / HGS Fjölplógar í stærðum frá 1.35m til 4.0m Verð1.290.000 kr. án/vsk Plógur á mynd: 3.3m með 3p festingu og stjórnborði Sími 480 0000 | sala@aflvelar.is | aflvelar.is Næsta blað kemur út 7. október Uppsalaá er steinsnar frá Egilsstöðum. Hún hefur vart verið svipur hjá sjón í þurrkunum í sumar og rennsli í ánni nær ekkert. Mynd / Rúnar Snær Reynisson Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.