Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 69
69Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021
Undanfarið hafa verið miklir
þurrk ar á norður- og austurhluta
landsins. Grunnvatnsstaða hefur
lækk að og „óþrjótandi lindir“
brugðist. Skógi vaxið land þolir
ýmsar öfgar í veðurfari betur en
skóglaust land. Í flóðum tekur
skógur og skógarjarðvegur í sig
mikið vatn og í þurrkum geymist
raki lengur og betur en þar sem
enginn er skógurinn.
Stundum heyrist því fleygt samt
sem áður að skógar þurrki upp svæði,
að trén drekki allt vatn í jörðu, þurrki
upp stöðuvötn eða læki og lækki þar
með grunnvatnsstöðu. Sannleikurinn
er þó sá að vatnið sem trén í skóg-
inum taka til sín nær aðeins til rót-
arhvels trjánna sem er að mestu í
efsta jarðvegslaginu. Trén hafa lítil
sem engin áhrif á grunnvatnsstöðu.
Úrkoma ræður henni. Að Rauðavatn
ofan byggðarinnar í Reykjavík hafi
þornað að mestu upp í sumar er ekki
skóginum þar að kenna. Ástæðan er
að úrkoma hefur verið langt undir
meðallagi og því hefur grunnvatns-
staðan lækkað.
Skógar eru eins konar lifandi
vatnsforðabúr. Þeir binda ekki
einungis kolefni úr andrúmsloftinu
og búa til verðmætt timbur held-
ur hægja þeir á fersku vatni á leið
þess til sjávar. Skuggar og skjól
trjánna hamla til dæmis útgufun.
Skógarjarðvegur getur tekið í sig
mikið vatn sem bæði nýtist trján-
um og öðru lífi í skóginum. Vatnið
hreinsast þar og síast svo áfram í
stað þess að renna hindrunarlaust á
yfirborði eins og gerist á skóglausu
landi. Vatnsból bæja og borga vítt
og breitt um heiminn eru gjarnan á
skógarsvæðum.
Öfgaflóð víða um heim sem við
heyrum æ oftar af í fréttum verða
nú verri vegna þess að skógar hafa
verið felldir til hlíða og fjalla.
Þegar skógarnir eru ekki lengur
til að hægja á vatninu rennur það
viðstöðulaust niður á láglendið og
færir allt í kaf.
Sumarið 2021 var hlýtt á Íslandi,
sérstaklega fyrir norðan og austan,
og úrkoma var í lágmarki að sama
skapi. Við getum búist við fleiri slík-
um sumrum. Búast má við frekari
þurrkum á komandi árum og áratug-
um, kannski öldum. Ástæðulaust er
þó að óttast. Við getum klætt landið
kjarri og skógi og dregið úr áhrifum
stórrigninga og þrálátra þurrka.
Hlynur Gauti Sigurðsson,
sérfræðingur í skógrækt hjá BÍ
og Pétur Halldórsson
hjá Skógræktinni
VISTKERFI&SKÓGRÆKT
Skógur er lifandi vatnsforðabúr
Þurr farvegur Uxalækjar á Völlum 26. ágúst síðastliðinn.
Rauðavatn í efri byggðum Reykjavíkur 2021. Mynd / HGS
Fjölplógar
í stærðum frá 1.35m til 4.0m
Verð1.290.000 kr. án/vsk
Plógur á mynd:
3.3m með 3p festingu og stjórnborði
Sími 480 0000 | sala@aflvelar.is | aflvelar.is
Næsta blað kemur út 7. október
Uppsalaá er steinsnar frá Egilsstöðum. Hún hefur vart verið svipur hjá sjón
í þurrkunum í sumar og rennsli í ánni nær ekkert. Mynd / Rúnar Snær Reynisson
Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing
og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020
eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is
Skipholt 50b, 105 Reykjavík
Vegna aukinnar eftirspurnar óskum
við eftir bújörðum á söluskrá