Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202130 LÍF&STARF „Ég sáði smávegis af Finola hampi í fyrra á hálfgerðum berangri bara til að vita hvort þessi planta gæti lifað. Það er skemmst frá því að segja að hann lifði, varð um einn metri á hæð og kom með dálítið af blóm- um,“ segir Ragnar Þorsteinsson, bóndi í Sýrnesi í Aðaldal. Hann hélt áfram nú í byrjun sum- ars og 1. júní sáði hann í gamlan skjólgóðan kálblett og setti á hann skít. Í blettinn sáði hann hálfum fræ- skammti af Finola og smávegis af Felina 32 og síðan fullum skammti af Hvítsmára. Sumarið byrjaði ekki vel hvað veðurfar varðar, frekar kalt var fram- an af og þegar vika var af júlí voru hæstu plöntur um það bil 7 sentí- metrar á hæð. Þá hófst hitabylgjan fræga sem stóð vel fram í septem- ber og segir Ragnar að í ágústlok hafi Fiona plönturnar verið orðnar um 180 sentimetra háar og Felina plöntur um 260 sentímetrar á hæð. „Blómvöxtur á Finola er mjög góður en lítill sem enginn á Felina en það er hávaxnara kvæmi, með svera stöngla. Við höfum mest verið að tína blóm sem verða nýtt í CBD olíur og te,“ segir Ragnar. Kannar hvort uppskera verði næg svo ræktun standi undir sér Þorste inn Snævar Benediktsson, bruggari hjá Húsavík öl, prófaði að brugga bjór úr þeim hampi sem kom á markað í byrjun september og fékk það góðar viðtökur að framhald verður á þeirri framleiðslu. Ragnar segir að markaður fyrir hampafurðir sé á byrj- unarreit og lítið sem ekkert sé til af tækjum í landinu til að koma uppskeru í hús. „Við höfum boðið fólki að koma og kynnast hampin- um og taka hann upp til eigin nota án endurgjalds og það hafa nokkrir nýtt sér það en grunnhugmyndin snerist fyrst og fremst um að kanna hvern- ig hampur kemst af í íslenskri veðráttu og hvort uppskera verði næg til þess að ræktun á honum geti staðið undir sér,“ segir Ragnar. Hampurinn smellpassar í bjórframleiðsluna Þorsteinn Snævar stofnaði Húsavík öl 2017 og hefur að sögn alla tíð verið forvitinn um náttúruna og leitast við að nýta alls kyns ber og jurtir, eins og kerfil, hvönn og blóðberg, í sínar afurðir með góðum árangri. Hann var því ekki lengi að hugsa sig um þegar Ragnar hafði samband og bauð honum að prófa að brugga úr hampi og stökk strax til. Bjórinn sem hann bruggaði er „West coast Ipa“ og fær bjórinn að njóta sín í bjórstíl þar sem beiskja, sæta og malt vinna saman. „Að mínu mati smellpassar hampurinn þar inn með grösuga undirtóna og örlítið jurta-eftirbragð. Ég var örlítið smeykur við að olíu- rnar í hampinum hefðu neikvæð áhrif á froðumyndun en það varð ekki. Ég er alsæll með þessa til- raun, bjórinn hefur fengið mjög góðar viðtökur svo það verð- ur gaman að þróa þetta verk- efni áfram,“ segir Þorsteinn. /MÞÞ Ragnar Þorsteinsson á Sýrnesi hóf tilraun í fyrra með því að sá smávegis af Finola hampi á hálfgerðum berangri til að vita hvort plantan lifði. Það gerði hún og nú í byrjun sumars sáði hann fleiri tegundum í skjólgóðan kálgarð. Sýrnes í Aðaldal: Hampurinn óx hratt í hitabylgjunni – Markaður fyrir afurðir á byrjunarreit og lítið til af tækjum til að koma uppskeru í hús Hampurinn óx vel í hitabylgju sumarsins, Ragnar Þorsteinsson á Sýrnesi er hér innan um hampinn. Myndir / Ragnar Þorsteinsson Þorsteinn Snævar Benediktsson, bruggari hjá Húsavík öl, prófaði að brugga bjór úr þeim hampi sem kom á markað í byrjun september og voru viðtökur góðar svo framhald verður á. MÓ ÐIR JÖRÐ - LÍFRÆN RÆK TUN Í VALL ANESI ÍSLENSKT BYGG ER SANNKÖLLUÐ OFURFÆÐA. ÚRVALS HEILKORN Í HOLLAN MAT. Sjá nánar á www.modirjord.is Í ágústlok voru Fiona plönturnar orðnar um 180 sentí- metra háar og Felina plöntur um 260 sentímetrar á hæð. Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.