Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 47 REKSTRARGANGAR OG FJÁRVOGIR 234.900,- *Öll verð eru með vsk. Rekstrargangurinn er galvaniseraður og samanstendur af: 1 fellihlið - 1 flokkunarhlið - 1 tengirammi - 6 tengipinnar 4 stk. 2500mm hliðgrindur 188.176,- Fjárvogir - Verð frá: Ultrasonic Cleaner Nokkrar stærðir Verð frá 125.900 kr Sandblásturskassar m/ryksugu Verð 279.990 kr Sandblásturskassi m/ryksugu Verð 239.990 kr Sandblásturskassi Verð 74.990 kr  HREINSIEFNI - Íslensk  SANDBLÁSTURSSANDUR  SANDBLÁSTURSKASSAR  SANDBLÁSTURSKÚTAR  SANDBLÁSTURBYSSUR  KERAMIKSPÍSSAR  ÞVOTTAKÖR  ULTRASONIC CLEANER  O.m.fl. SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND MEÐ FLYTJANDA ALK 150 ÞETTA SEM VIRKAR og er einstaklega gott á verkstæðið, í hesthúsið, fjárhúsið og fjósið. Umhverfisvænt sterkt alkalískt hreinsiefni fyrir erfið óhreinindi. Alhliða hreinsiefni fyrir gólf, veggi, áhöld, vélar og fl. Virkar sérstaklega vel á fitu og sót. Verð 5L, 3.590 kr 20L, 10.208 kr ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA SÍÐAN 1985 ÖLL VERÐ ERU MEÐ VSK Sandblásturskassi Verð 37.690 kr Húnavatnshreppur: Kanna hug íbúa til sam- einingar við Blönduós Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur ákveðið að kanna hug íbúa sveitarfélagsins til þess hvort hefja skuli sameiningarviðræður við Blönduósbæ. Hafi íbúar áhuga á að samein­ ingarviðræður fari fram, er stefnt að því að íbúar beggja sveitarfélaga kjósi um sameiningu þeirra í byrjun árs 2022 með það fyrir augum að kosið yrði til nýrrar sveitarstjórnar í maí 2022. Frá þessu er greint á heimasíðu Húnavatnshrepps og þess getið að áður en til kæmi færi fram almenn kynning. Íbúar geta sent sveitarstjórn spurningar sem verður svarað á vef­ síðu sveitarfélagsins. Kosið verður á kjörstað alþing­ iskosninga að Húnavöllum frá kl. 11 til 19 á laugardag, 25. sept­ ember. Kosið verður utankjör­ fundar á afgreiðslutíma skrifstofu sveitar félagsins og þeir sem eru á sjúkrastofnun geta óskað eftir þátt­ töku með því að senda beiðni. /MÞÞ LÍF&STARF Jón garðyrkjustjóri í Múlaþingi Jón Kristófer Arnarson hefur verið ráðinn garðyrkjustjóri Múlaþings. Hann er Austfirðingum að góðu kunnur, bjó og starfaði í fjórð- ungnum um árabil. Jón hefur síðustu 14 ár starfað við Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands sem kennari, verkefnastjóri og brautarstjóri. Áður var hann m.a framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, framkvæmdastjóri Barra á Egilsstöðum, forstöðumaður Ræktunarstöðvar Reykjavíkurborgar ásamt ýmsum öðrum störfum tengd­ um garðyrkju. /MÞÞ Jón Kristófer Arnarson. Blönduós: Stækkun hafin á gagnaveri Framkvæmdir við stækkun gagnavers Etix Everywhere Borealis á Blönduósi eru hafnar. Um er að ræða byggingu á nýju húsi sem hannað er til að hýsa fjölbreyttar þarfir viðskipta- vina gagnaversins á öruggan og umhverfisvænan máta. Munu snjallnetslausnir verða nýttar til að tryggja rekstraröryggi og auka nýtni orkuflutnings. Gert er ráð fyrir að framkvæmd­ um við stækkun verði lokið í árslok. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir frekari stækkun á komandi árum að því er fram kemur í frétt á vef Húna. Þar segir einnig að gagnaverið á Blönduósi sé eina stóra gagnaverið sem rekið er utan suðvesturhorns landsins. Þar er haft eftir Birni Brynjólfs ­ syni, framkvæmdastjóra félags­ ins, að það hafi bjargfasta trú á að Blönduós sé einstakt svæði til uppbyggingar á gagnaversþjónustu. Samspil nágrennis og landfræðilegra þátta við Blönduvirkjun, ásamt framsýni og stefnu sveitarfélagsins, gerir svæðið eitt það besta sem völ er á fyrir slíka uppbyggingu að sögn Björns. Hann bætir við að Ísland sé góður staður fyrir þá sem leiti að öruggum og umhverfisvænum gagnaverslausnum. /MÞÞ Höfn í Hornafirði: Nýjar flokkunarstöðvar Í sumar var komið upp tveim flokk unar stöðvum á Höfn í Horna firði, við Miðbæ og á Óslands hæð. Stöðvarnar eru hugsaðar fyrir ferðamenn og aðra vegfarendur sem eiga leið hjá. Boðið er upp á losun á óflokkuðu sorpi, endur­ vinnanlegu plasti, pappír, pappa og málmum og skilagjaldskyld­ um dósum og flöskum. Á vefsíðu sveitarfélagsins kemur fram að þess sé vænst að vel verði tekið á móti þessari viðbót við sorpþjón­ ustuna á Höfn, fólk flokki rétt og að vel verði gengið um. /MÞÞ Tvær nýjar flokkunarstöðvar hafa verið settar upp á Höfn í Hornafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.