Bændablaðið - 23.09.2021, Page 47

Bændablaðið - 23.09.2021, Page 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 47 REKSTRARGANGAR OG FJÁRVOGIR 234.900,- *Öll verð eru með vsk. Rekstrargangurinn er galvaniseraður og samanstendur af: 1 fellihlið - 1 flokkunarhlið - 1 tengirammi - 6 tengipinnar 4 stk. 2500mm hliðgrindur 188.176,- Fjárvogir - Verð frá: Ultrasonic Cleaner Nokkrar stærðir Verð frá 125.900 kr Sandblásturskassar m/ryksugu Verð 279.990 kr Sandblásturskassi m/ryksugu Verð 239.990 kr Sandblásturskassi Verð 74.990 kr  HREINSIEFNI - Íslensk  SANDBLÁSTURSSANDUR  SANDBLÁSTURSKASSAR  SANDBLÁSTURSKÚTAR  SANDBLÁSTURBYSSUR  KERAMIKSPÍSSAR  ÞVOTTAKÖR  ULTRASONIC CLEANER  O.m.fl. SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND MEÐ FLYTJANDA ALK 150 ÞETTA SEM VIRKAR og er einstaklega gott á verkstæðið, í hesthúsið, fjárhúsið og fjósið. Umhverfisvænt sterkt alkalískt hreinsiefni fyrir erfið óhreinindi. Alhliða hreinsiefni fyrir gólf, veggi, áhöld, vélar og fl. Virkar sérstaklega vel á fitu og sót. Verð 5L, 3.590 kr 20L, 10.208 kr ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA SÍÐAN 1985 ÖLL VERÐ ERU MEÐ VSK Sandblásturskassi Verð 37.690 kr Húnavatnshreppur: Kanna hug íbúa til sam- einingar við Blönduós Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur ákveðið að kanna hug íbúa sveitarfélagsins til þess hvort hefja skuli sameiningarviðræður við Blönduósbæ. Hafi íbúar áhuga á að samein­ ingarviðræður fari fram, er stefnt að því að íbúar beggja sveitarfélaga kjósi um sameiningu þeirra í byrjun árs 2022 með það fyrir augum að kosið yrði til nýrrar sveitarstjórnar í maí 2022. Frá þessu er greint á heimasíðu Húnavatnshrepps og þess getið að áður en til kæmi færi fram almenn kynning. Íbúar geta sent sveitarstjórn spurningar sem verður svarað á vef­ síðu sveitarfélagsins. Kosið verður á kjörstað alþing­ iskosninga að Húnavöllum frá kl. 11 til 19 á laugardag, 25. sept­ ember. Kosið verður utankjör­ fundar á afgreiðslutíma skrifstofu sveitar félagsins og þeir sem eru á sjúkrastofnun geta óskað eftir þátt­ töku með því að senda beiðni. /MÞÞ LÍF&STARF Jón garðyrkjustjóri í Múlaþingi Jón Kristófer Arnarson hefur verið ráðinn garðyrkjustjóri Múlaþings. Hann er Austfirðingum að góðu kunnur, bjó og starfaði í fjórð- ungnum um árabil. Jón hefur síðustu 14 ár starfað við Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands sem kennari, verkefnastjóri og brautarstjóri. Áður var hann m.a framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, framkvæmdastjóri Barra á Egilsstöðum, forstöðumaður Ræktunarstöðvar Reykjavíkurborgar ásamt ýmsum öðrum störfum tengd­ um garðyrkju. /MÞÞ Jón Kristófer Arnarson. Blönduós: Stækkun hafin á gagnaveri Framkvæmdir við stækkun gagnavers Etix Everywhere Borealis á Blönduósi eru hafnar. Um er að ræða byggingu á nýju húsi sem hannað er til að hýsa fjölbreyttar þarfir viðskipta- vina gagnaversins á öruggan og umhverfisvænan máta. Munu snjallnetslausnir verða nýttar til að tryggja rekstraröryggi og auka nýtni orkuflutnings. Gert er ráð fyrir að framkvæmd­ um við stækkun verði lokið í árslok. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir frekari stækkun á komandi árum að því er fram kemur í frétt á vef Húna. Þar segir einnig að gagnaverið á Blönduósi sé eina stóra gagnaverið sem rekið er utan suðvesturhorns landsins. Þar er haft eftir Birni Brynjólfs ­ syni, framkvæmdastjóra félags­ ins, að það hafi bjargfasta trú á að Blönduós sé einstakt svæði til uppbyggingar á gagnaversþjónustu. Samspil nágrennis og landfræðilegra þátta við Blönduvirkjun, ásamt framsýni og stefnu sveitarfélagsins, gerir svæðið eitt það besta sem völ er á fyrir slíka uppbyggingu að sögn Björns. Hann bætir við að Ísland sé góður staður fyrir þá sem leiti að öruggum og umhverfisvænum gagnaverslausnum. /MÞÞ Höfn í Hornafirði: Nýjar flokkunarstöðvar Í sumar var komið upp tveim flokk unar stöðvum á Höfn í Horna firði, við Miðbæ og á Óslands hæð. Stöðvarnar eru hugsaðar fyrir ferðamenn og aðra vegfarendur sem eiga leið hjá. Boðið er upp á losun á óflokkuðu sorpi, endur­ vinnanlegu plasti, pappír, pappa og málmum og skilagjaldskyld­ um dósum og flöskum. Á vefsíðu sveitarfélagsins kemur fram að þess sé vænst að vel verði tekið á móti þessari viðbót við sorpþjón­ ustuna á Höfn, fólk flokki rétt og að vel verði gengið um. /MÞÞ Tvær nýjar flokkunarstöðvar hafa verið settar upp á Höfn í Hornafirði.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.