Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 67
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 67
1,6% aukning í Evrópu
Ef litið til annarra framleiðslu-
svæða mjólkur þá kemur í ljós
að mjólkurframleiðslan í Evrópu
heldur jafnt og þétt áfram að aukast
og fór í alls 236 milljarða kílóa á
síðasta ári, sem er aukning um
1,6%. Þessi vöxtur kemur víða að
úr heimsálfunni en Rússland er þó
þar framarlega í flokki og þar, líkt
og í Kína, hefur megin áherslan
verið á uppbyggingu á stórbúum.
Í Norður-Ameríku fór framleiðslan
í 111 milljarða kílóa, aukning um
2,1%, sem er að langstærstum hluta
borin uppi af Bandaríkjunum en
þar voru framleiddir 101 milljarður
kílóa árið 2020. Mjólkurframleiðsla
annarra framleiðslusvæða jókst
einnig eins og áður segir um 1,6% í
Mið-Ameríku og eyjum Karabíska
hafsins, um 2,0% í Suður-Ameríku
og 2,5% í Eyjaálfu.
Afríka stóð í stað
Eina framleiðslusvæði heims-
ins, þar sem ekki varð aukning
á milli ára, var Afríka. Þar nam
framleiðslan 49 milljörðum kílóa
sem er í raun afar lítil framleiðsla
miðað við landsvæðið sem þar er.
Mjólkurframleiðslan í Afríku er í
raun enn á byrjunarstigi og miðað
við uppbygginguna sem þar fer nú
fram í nautgriparækt má búast við
miklum framgangi mjólkurfram-
leiðslu þar á komandi árum og
áratugum. Þau lönd sem eru lengst
komin á þeirri vegferð eru Alsír,
Kenía, Eþíópía og Suður-Afríka en
Nígería, sem er þó fjölmennasta land
Afríku, er enn ekki með nema um
6-700 milljón lítra framleiðslu á ári.
Meðalverð mjólkurafurða
lækkaði
Árið 2020 lækkaði meðalverð mjólk-
urafurða í heiminum um sem nemur
einu prósenti frá fyrra ári, aðallega
vegna þrengri efnahags í helstu inn-
flutningslöndum í kjölfar heimsfar-
aldursins. Ástandið víða í heiminum
gerir það að verkum að eftirspurn
eftir ákveðnum vörum, sér í lagi þeim
sem notaðar eru af stóreldhúsum og
veitingastöðum, minnkaði. Þá var
rekstur afurðastöðva víða erfiður
vegna fjarveru fólks vegna heims-
faraldursins. Fyrir vikið fóru stórir
vinnsluaðilar í auknum mæli að
framleiða mjólkurafurðir sem ekki
krefjast mikillar vinnu, eins og t.d.
framleiðslu á smjöri og dufti, sem
svo leiddi til aukins framboðs slíkra
vara. Þessar mjólkurvörur skiluðu sér
svo áfram út á útflutningsmarkaðinn
og þessi staða leiddi til stóraukinnar
samkeppni, sem aftur þrýsti verðinu
niður.
Smjör lækkaði mest
Í skýrslunni kemur m.a. fram að
meðalverð á smjöri lækkaði að
jafnaði um 13,5% árið 2020 í sam-
anburði við árið 2019. Mest varð
lækkunin á fyrri helmingi ársins,
þegar það lækkaði að jafnaði um
16%, en síðan varð viðsnúningur
þegar markaðurinn náði aðeins að
jafna sig. Þá lækkaði meðalverð á
mjólkurdufti um 4,5% árið 2020
en undanrennuduft hækkaði hins
vegar í verði um 6,8%. Þessi nokkuð
óvenjulega þróun á undanrennudufti,
miðað við þróunina á bæði smjöri og
mjólkurdufti, skýrist fyrst og fremst
af minna framboði af því frá Evrópu
og aukinni ásókn í undanrennuduft
í bæði Asíu og Mið-Austurlöndum.
Svo virðist sem vinnsluaðilar á þeim
svæðum hafi lagt meiri áherslu á að
nýta undanrennuduft í stað mjólkur-
dufts til að draga úr heildarkostnaði.
Þá hækkaði meðalverð á ostum um
2,1% árið 2020 sem skýrist af auk-
inni sölu á neyslupakkningum af
ostum til verslana í stað heildsölu
á ostum til stóreldhúsa og veitinga-
staða.
Aukin milliríkjaviðskipti
Eins og áður segir urðu heims-
viðskipti með mjólkurafurðir meiri
á árinu 2020 í samanburði við árið
2019 og jukust þau alls um 1,2%.
Alls er talið að ígildi 78 milljarða
kílóa hafi farið á milli landa eða
8,6% heimsframleiðslunnar. Í töflu
2 má sjá helstu framleiðslusvæðin
sem bera uppi útflutning mjólk-
urafurða og sem fyrr eru það lönd
Evrópusambandsins sem eru þar um-
svifamest en af einstökum löndum er
það þó Nýja-Sjáland sem ber höfuð
og herðar yfir önnur lönd þegar talið
berst að útflutningi mjólkurafurða.
Þar á eftir eru það svo Bandaríkin
og þá Hvíta-Rússland.
Kína enn stærsti innflytjandinn
Líkt og sjá má við lestur á töflu 3
er Kína sem fyrr það land sem flutti
mest inn af mjólkurafurðum en þar
á eftir koma Rússland, Mexíkó,
Alsír, Indónesía og Sádi-Arabía.
Kína flutti alls inn ígildi 17 millj-
arða kílóa af mjólk, aukning um
7,0% frá fyrra ári en samtals nam
innflutningur framangreindra landa
43,6% af heildarinnflutningi landa
heimsins á mjólkurvörum. Það
má því með sanni segja að megin-
markaður fyrir milliríkjaviðskipti
mjólkurvara sé einungis hjá örfáum
löndum heims.
Mest sala á dufti
Sé horft til þeirra mjólkurvara sem
helst ganga kaupum og sölum í
viðskiptum á milli landa þá er það
duftið sem nokkuð eðlilega stendur
upp úr. Skýringin er afar einföld
enda er hægt að flytja það ókælt á
milli landa og það er auk þess með
afar langt geymsluþol. Auk þess má
framleiða langflestar mjólkurvörur
út frá dufti, sem gerir það jafn eft-
irsótt og raun ber vitni.
Undanfarin ár hefur verið álíka
mikil eftirspurn eftir mjólkurdufti
og undanrennudufti. Alls nam sala
á mjólkurdufti 2.668 þúsund tonn-
um og sala á undanrennudufti 2.501
þúsund tonnum árið 2020. Það var
þó sala á osti sem fór fram úr öllum
væntingum árið 2020 en alls jukust
heildarviðskiptin með osta um 4,1%
og alls voru 2.790 þúsund tonn flutt
á milli landa á síðasta ári! Mest var
reyndar aukning í viðskiptum með
mysuduft, sem ætti reyndar ekki að
koma á óvart þar sem mikil aukning
í sölu á osti leiðir það af sér.
Mysuduftssalan jókst um 8,0%
en undanfarin ár hafa komið fram
á markaðinn nýjar aðferðir til að
nýta einmitt mysuduft til frekari
fínvinnslu m.a. til framleiðslu á
sérstökum próteinum og öðrum
efnum sem eru í mysu. Þetta hefur
aukið mikið einmitt eftirspurnina
eftir þessu góða hráefni. Smjörið
var sem fyrr mun minna flutt út en
alls nam útflutningurinn 936 þúsund
tonnum, sem er samdráttur um 6,0%
frá fyrra ári.
Heimildir:
Byggt að mestu á skýrslu FAO:
Dairy Market Review sem kom
út í apríl 2021.
Mjólkurframleiðsla í Kenýa. Afríka er eina mjólkurframleiðslusvæði heims
þar sem ekki varð aukning á framleiðslunni í fyrra. Mynd / Farming First
OKKUR TÓKST AÐ ÚTVEGA ANNAN GÁM AF HJÓLUM Á FRÁBÆRU VERÐI
*RU
Dráttarvélaskráð T3b
Mótor: 800c/c
Bein innspýting
Sjálfstæð fjöðrun
Diskabremsur
Hiti í handföngum.
Spil að framan
Dráttarkrókur að aftan
Dráttargeta 960kg
Hátt og lágt drif
Læsanlegt að aftan og
framan.
Verð:1.820.000+vsk
Gámatilboð:
1.700.000+vsk
Hlífðarplötur
.
Snjótennur
Mikið úrval fylgihluta í boði.
Töskur og tankar
vallarbraut.is S-4540050 vallarbraut@vallarbraut.is Trönuhrauni 5 220 Hafnarfirði
Bænda
7. október