Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 67

Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 67
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 67 1,6% aukning í Evrópu Ef litið til annarra framleiðslu- svæða mjólkur þá kemur í ljós að mjólkurframleiðslan í Evrópu heldur jafnt og þétt áfram að aukast og fór í alls 236 milljarða kílóa á síðasta ári, sem er aukning um 1,6%. Þessi vöxtur kemur víða að úr heimsálfunni en Rússland er þó þar framarlega í flokki og þar, líkt og í Kína, hefur megin áherslan verið á uppbyggingu á stórbúum. Í Norður-Ameríku fór framleiðslan í 111 milljarða kílóa, aukning um 2,1%, sem er að langstærstum hluta borin uppi af Bandaríkjunum en þar voru framleiddir 101 milljarður kílóa árið 2020. Mjólkurframleiðsla annarra framleiðslusvæða jókst einnig eins og áður segir um 1,6% í Mið-Ameríku og eyjum Karabíska hafsins, um 2,0% í Suður-Ameríku og 2,5% í Eyjaálfu. Afríka stóð í stað Eina framleiðslusvæði heims- ins, þar sem ekki varð aukning á milli ára, var Afríka. Þar nam framleiðslan 49 milljörðum kílóa sem er í raun afar lítil framleiðsla miðað við landsvæðið sem þar er. Mjólkurframleiðslan í Afríku er í raun enn á byrjunarstigi og miðað við uppbygginguna sem þar fer nú fram í nautgriparækt má búast við miklum framgangi mjólkurfram- leiðslu þar á komandi árum og áratugum. Þau lönd sem eru lengst komin á þeirri vegferð eru Alsír, Kenía, Eþíópía og Suður-Afríka en Nígería, sem er þó fjölmennasta land Afríku, er enn ekki með nema um 6-700 milljón lítra framleiðslu á ári. Meðalverð mjólkurafurða lækkaði Árið 2020 lækkaði meðalverð mjólk- urafurða í heiminum um sem nemur einu prósenti frá fyrra ári, aðallega vegna þrengri efnahags í helstu inn- flutningslöndum í kjölfar heimsfar- aldursins. Ástandið víða í heiminum gerir það að verkum að eftirspurn eftir ákveðnum vörum, sér í lagi þeim sem notaðar eru af stóreldhúsum og veitingastöðum, minnkaði. Þá var rekstur afurðastöðva víða erfiður vegna fjarveru fólks vegna heims- faraldursins. Fyrir vikið fóru stórir vinnsluaðilar í auknum mæli að framleiða mjólkurafurðir sem ekki krefjast mikillar vinnu, eins og t.d. framleiðslu á smjöri og dufti, sem svo leiddi til aukins framboðs slíkra vara. Þessar mjólkurvörur skiluðu sér svo áfram út á útflutningsmarkaðinn og þessi staða leiddi til stóraukinnar samkeppni, sem aftur þrýsti verðinu niður. Smjör lækkaði mest Í skýrslunni kemur m.a. fram að meðalverð á smjöri lækkaði að jafnaði um 13,5% árið 2020 í sam- anburði við árið 2019. Mest varð lækkunin á fyrri helmingi ársins, þegar það lækkaði að jafnaði um 16%, en síðan varð viðsnúningur þegar markaðurinn náði aðeins að jafna sig. Þá lækkaði meðalverð á mjólkurdufti um 4,5% árið 2020 en undanrennuduft hækkaði hins vegar í verði um 6,8%. Þessi nokkuð óvenjulega þróun á undanrennudufti, miðað við þróunina á bæði smjöri og mjólkurdufti, skýrist fyrst og fremst af minna framboði af því frá Evrópu og aukinni ásókn í undanrennuduft í bæði Asíu og Mið-Austurlöndum. Svo virðist sem vinnsluaðilar á þeim svæðum hafi lagt meiri áherslu á að nýta undanrennuduft í stað mjólkur- dufts til að draga úr heildarkostnaði. Þá hækkaði meðalverð á ostum um 2,1% árið 2020 sem skýrist af auk- inni sölu á neyslupakkningum af ostum til verslana í stað heildsölu á ostum til stóreldhúsa og veitinga- staða. Aukin milliríkjaviðskipti Eins og áður segir urðu heims- viðskipti með mjólkurafurðir meiri á árinu 2020 í samanburði við árið 2019 og jukust þau alls um 1,2%. Alls er talið að ígildi 78 milljarða kílóa hafi farið á milli landa eða 8,6% heimsframleiðslunnar. Í töflu 2 má sjá helstu framleiðslusvæðin sem bera uppi útflutning mjólk- urafurða og sem fyrr eru það lönd Evrópusambandsins sem eru þar um- svifamest en af einstökum löndum er það þó Nýja-Sjáland sem ber höfuð og herðar yfir önnur lönd þegar talið berst að útflutningi mjólkurafurða. Þar á eftir eru það svo Bandaríkin og þá Hvíta-Rússland. Kína enn stærsti innflytjandinn Líkt og sjá má við lestur á töflu 3 er Kína sem fyrr það land sem flutti mest inn af mjólkurafurðum en þar á eftir koma Rússland, Mexíkó, Alsír, Indónesía og Sádi-Arabía. Kína flutti alls inn ígildi 17 millj- arða kílóa af mjólk, aukning um 7,0% frá fyrra ári en samtals nam innflutningur framangreindra landa 43,6% af heildarinnflutningi landa heimsins á mjólkurvörum. Það má því með sanni segja að megin- markaður fyrir milliríkjaviðskipti mjólkurvara sé einungis hjá örfáum löndum heims. Mest sala á dufti Sé horft til þeirra mjólkurvara sem helst ganga kaupum og sölum í viðskiptum á milli landa þá er það duftið sem nokkuð eðlilega stendur upp úr. Skýringin er afar einföld enda er hægt að flytja það ókælt á milli landa og það er auk þess með afar langt geymsluþol. Auk þess má framleiða langflestar mjólkurvörur út frá dufti, sem gerir það jafn eft- irsótt og raun ber vitni. Undanfarin ár hefur verið álíka mikil eftirspurn eftir mjólkurdufti og undanrennudufti. Alls nam sala á mjólkurdufti 2.668 þúsund tonn- um og sala á undanrennudufti 2.501 þúsund tonnum árið 2020. Það var þó sala á osti sem fór fram úr öllum væntingum árið 2020 en alls jukust heildarviðskiptin með osta um 4,1% og alls voru 2.790 þúsund tonn flutt á milli landa á síðasta ári! Mest var reyndar aukning í viðskiptum með mysuduft, sem ætti reyndar ekki að koma á óvart þar sem mikil aukning í sölu á osti leiðir það af sér. Mysuduftssalan jókst um 8,0% en undanfarin ár hafa komið fram á markaðinn nýjar aðferðir til að nýta einmitt mysuduft til frekari fínvinnslu m.a. til framleiðslu á sérstökum próteinum og öðrum efnum sem eru í mysu. Þetta hefur aukið mikið einmitt eftirspurnina eftir þessu góða hráefni. Smjörið var sem fyrr mun minna flutt út en alls nam útflutningurinn 936 þúsund tonnum, sem er samdráttur um 6,0% frá fyrra ári. Heimildir: Byggt að mestu á skýrslu FAO: Dairy Market Review sem kom út í apríl 2021. Mjólkurframleiðsla í Kenýa. Afríka er eina mjólkurframleiðslusvæði heims þar sem ekki varð aukning á framleiðslunni í fyrra. Mynd / Farming First OKKUR TÓKST AÐ ÚTVEGA ANNAN GÁM AF HJÓLUM Á FRÁBÆRU VERÐI *RU Dráttarvélaskráð T3b Mótor: 800c/c Bein innspýting Sjálfstæð fjöðrun Diskabremsur Hiti í handföngum. Spil að framan Dráttarkrókur að aftan Dráttargeta 960kg Hátt og lágt drif Læsanlegt að aftan og framan. Verð:1.820.000+vsk Gámatilboð: 1.700.000+vsk Hlífðarplötur . Snjótennur Mikið úrval fylgihluta í boði. Töskur og tankar vallarbraut.is S-4540050 vallarbraut@vallarbraut.is Trönuhrauni 5 220 Hafnarfirði Bænda 7. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.