Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202156 Næstkomandi laugardag munum við kjósa til Alþingis að nýju og stefnir í töluverða endurnýjun þingmanna. Við í hagsmunagæslu bænda fáum margar spurningar um starfsumhverfi mjólkurfram- leiðslunnar frá frambjóðendum, enda getur það virst ansi óárenni- legt fyrir leikmann að setja sig inn í kerfið þar sem ólíkir angar þess tvinnast saman í eina heild. Íslensk mjólkurframleiðsla er í stöðugri þróun sama á hvaða svið greinarinnar er litið. Í dag er fram- leidd mjólk á 523 bæjum hringinn í kringum landið og þó svo fram- leiðendum hafi fækkað í gegnum tíðina hefur hlutfallsleg fækkun milli svæða haldist nokkuð jöfn. Í núverandi kerfi er söfnunarskylda á markaðsráðandi afurðastöð og flutningsjöfnunarkerfi sem hvort tveggja er grundvallarforsenda þess að halda uppi framleiðslu í öllum landshlutum. Mjólkurframleiðsla á Íslandi er ansi tæknivædd miðað við önnur ríki og í árslok 2019 voru lausa- göngufjós með mjaltaþjóni orðin algengasta tegund fjósa hérlendis og hlutfall mjólkur sem kom frá mjaltaþjónum tæp 56% af heildar- innvigtuninni, sem er að öllum líkindum heimsmet. Aukin tækni- væðing hefur ekki einungis jákvæð áhrif á starfsumhverfi bænda heldur er framleiðsla hverrar kýr meiri í lausagöngufjósum en básafjósum og eykst enn frekar með mjalta- þjóni. Framleiðsla hverrar mjólk- urkýr hefur aukist um rúm 50% á 30 árum og eykst með hverju ári. Við þurfum því færri gripi til að standa undir meiri framleiðslu. Framleiðslustýring Árið 2019 kusu mjólkurfram- leiðendur um hvort kvótakerfi í mjólkurframleiðslu skyldi afnumið. Tóku tæplega 90% kúabænda þátt og vildu tæplega 90% þeirra halda kvótakerfinu en rúm 10% sögðust vilja afnema það. Var það svo lög- fest með endurskoðun búvörusamn- inga seinna sama ár. Fyrir hvert ár er gefið út heildar- greiðslumark, oftast kallað kvóti, sem byggist á söluspám þess árs. Þannig er komið í veg fyrir bæði skort á mjólk og óhóflega umfram framleiðslu. Mjólk sem framleidd er umfram greiðslumark, oft kölluð umframmjólk, er skylt að flytja út. Heildargreiðslumarkið hefur haldist í 145 milljónum lítra undan- farin ár en hafði þá vaxið hratt á árunum þar á undan. Þegar heildar- greiðslumark hækkar eða lækkar skiptist breytingin hlutfallslega niður á greiðslumarkshafa á sama hátt og greiðslumark síðasta árs. (Sjá töflu 1) Hver bóndi á ákveðið magn greiðslumarks sem gefur lág- marksverð frá afurðastöð fyrir framleiðsluna innan þess sem og að hluti beingreiðslna er greiddur út á greiðslumarkið. Mjólk framleidd utan greiðslumarks gefur bæði af sér lægri beingreiðslur og að það er ekki greitt fyrir hana lágmarks- verð heldur verð sem ákveðið er af afurðastöð og miðar við skila- verð í útflutningi. Það er því hagur bænda að eiga greiðslumark fyrir sem mestri af sinni framleiðslu hverju sinni. Þá er einnig 100% framleiðsluskylda sem þýðir að bændur fá ekki fullar beingreiðsl- ur nema með því að framleiða að fullu uppí greiðslumarkið sitt. (Sjá töflu 2) Viðskipti með greiðslumark Bændur geta keypt sér greiðslumark í gegnum miðlægan kvótamarkað þar sem allir sitja við sama borð. Markaðurinn byggist upp á jafn- vægisverði milli kaup- og sölutil- boða og þá fara öll viðskipti fram á sama verði. Í dag er þó hámarksverð á markaði sem nemur þreföldu af- urðastöðvaverði. Hefur verð á mörk- uðum frá því hámarksverð tók gildi ávallt numið því verði. Nýliðar hafa forgang í 5% af því magni sem er í boði hverju sinni. Helsta áskorunin í dag er lítið framboð en mikil eftir- spurn eftir greiðslumarki. Neikvæða hlið þess er sú að bændum sem hafa stækkað bú sín reynist erfitt að fá kvóta og þar með fullnýta sína fram- leiðsluaðstöðu en jákvæða hliðin er sú að framleiðsluvilji er mikill og fólk vill vera í greininni. Síðastliðin 20 ár hefur hlut- fallsleg skipting greiðslumarks eftir landshlutum ekki breyst mikið. Þó hafa tveir landshlutar, Suðurland og Norðurland vestra, verið yfir landsmeðaltalinu í vexti greiðslumarks síðustu árin. Höfuðborgarsvæðið var með hraðan vöxt framan af en síðan hefur það dregist aftur úr, en hafa ber í huga að þar er magnið ekki mikið. Frá 2005 hafa Vestfirðir dregist áberandi aftur úr öðrum landshlutum í vexti greiðslumarksins. Opinber verðlagning Verðlagsnefnd búvara er skipuð og starfar eftir ákvæðum búvöru- laga. Hún ákveður afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð búvara í heildsölu, en síðustu ár hafa verð- ákvarðanir nefndarinnar eingöngu varðað mjólkurframleiðslu. Þar er ákveðið heildsöluverð á m.a mjólk, smjöri, osti og dufti. Verðlagsnefnd ákveður einnig lágmarksverð til bænda. Landssamband kúabænda og Bændasamtök Íslands hafa ít- rekað óskað eftir uppfærðum verð- lagsgrunni kúabúa sem nýttur er við útreikninga innan nefndarinnar, enda er núverandi grunnur yfir 20 ára gamall og þarfnast sárlega upp- færslu. Mjólkurvinnsla Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt og hefur það hlutverk að safna allri mjólk frá félags- mönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir með aðkomu sinni að Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkur samsölunnar ehf. með 80% eignarhlut til móts við 20% eignar- hlut Kaupfélags Skagfirðinga svf. Mjólkursamsalan er langsam- lega stærst afurðastöðva á Íslandi. Aðrar afurðastöðvar hafa náð að hasla sér völl á íslenskum mjólk- urmarkaði þó að hlutdeild þeirra sé töluvert minni. Mjólkursamlag KS, Arna, Bio bú og Rjómabúið Erpsstöðum eru þar stærstar og auk þess er talsverður fjöldi lítilla heimavinnslna sem bændur fram- leiða mjólkurvörur úr hluta af eigin framleiðslu. Söfnun, meðferð og vinnsla mjólkur er flókið og kostnaðar- samt ferli og í mjólkurvinnslu er veruleg stærðarhagkvæmni. Vegna þessa geta verið talsverðar tækni- legar aðgangshindranir fyrir nýja vinnsluaðila. Vænsta leiðin til að ýta undir samkeppni í mjólkurvinnslu væri væntanlega að auðvelda einstak- lingum að hefja slíkan rekstur. Söfnunarkerfi hrámjólkur og dreifingarkerfi mjólkur til smárra vinnslustöðva sem hefur verið byggt upp af Auðhumlu og stýrt af MS hafa lækkað þær tækni- legu aðgangshindranir sem felast í mjólkurvinnslu. Margt í kerfinu ýtir undir og auð­ veldar starfsemi smærri vinnslu­ aðila eins og að: • Minni aðilar hafa hvorki mót- töku- eða söfnunarkskyldu á mjólk frá bændum og geta því pantað án skilyrða og tak- markana það magn mjólkur sem hentar þeirra vinnslu hverju sinni algjörlega óháð mismun- andi framleiðslu bænda eftir árstíðum. Íslensk mjólkurframleiðsla 101 Tafla 1 Ár Heildargreiðslumark Heildarframleiðsla 2011 116,0 124,8 2012 114,5 125,2 2013 116,0 123,0 2014 125,0 133,6 2015 140,0 146,1 2016 136,0 150,4 2017 144,0 151,2 2018 145,0 152,5 2019 145,0 151,8 2020 145,0 151,2 Heimild: SAM Viðskipti með greiðslumark. Mynd / Úr Skýrslu RHA Tafla 2 Ár Greiðslumarksmjólk Umframmjólk Greiðslumarksmjólk Umframmjólk Greiðslumarksmjólk Umframmjólk 2017 30,9 17,4 87,40 51,98* 118,3 69,38 2018 31,8 17,9 88,40* 36,98* 120,2 54,88 2019 32,6 18,4 90,48 29,25* 123,08 47,65 2020 31,2 16,7 95,72* 25,25* 126,92 41,95 *Afurðastöðvaverð breyttist yfir árið, meðalverð per.ltr. yfir árið Heimild: Reiknað út frá fjárlögum hvers árs og uppgjöri SAM Beingreiðslur út á greiðslumark Afurðastöðvaverð Samtals Á FAGLEGUM NÓTUM Úr mjólkurstöð MS á Selfossi. Mjólkursamsalan er langsamlega stærst afurðastöðva á Íslandi. Aðrar afurðastöðvar hafa náð að hasla sér völl á íslenskum mjólkurmarkaði þó að hlutdeild þeirra sé töluvert minni. Mynd / HKr. Herdís Magna Gunnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.