Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 70

Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 70
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202170 Í síðasta tölublaði var talað um að lítið væri í boði af umhverfisvæn- um bílum nema rafmagnsbílum. Þá prófaði ég metanbíl, nú er röðin komin að því að prófa aðra kynslóð af Nissan Leaf, en Nissan Leaf hefur unnið nánast öll hugs- anleg verðlaun sem rafmagnsbíll getur unnið. Leaf einn af vænlegri kostum í rafmagnsbílaflórunni Nissan Leaf kom fyrst á markað seint á árinu 2009, þá með uppgefna 117 km drægni á 24 kWh rafhlöðunni sem skilaði 110 hestöflum. Þungur og frekar máttlaus bíll miðað við rafmagnsbíla í dag (uppgefin hröðun þá úr 0 í 100 var 11,9 sek.). Nú eru þrjár gerðir í boði með misstórum rafhlöðum (40kWh og 62kWh), með annaðhvort 150 eða 218 hestafla vélar. Uppgefin snerpa úr 0 í 100 er 7,4 sek. Uppgefin drægni á minni rafhlöðunni er allt að 270 km, en með stærri vélinni og rafhlöðunni er drægnin allt að 385 km. Verðið á Leaf er frá 4.490.000 upp í 5.790.000. Í desember á síð- asta ári fór heimssala á Nissan Leaf yfir hálfa milljón, sem segir nokkuð um vinsældir bílsins. Prufuaksturinn var sléttir 111 km Þegar ég tók bílinn hjá BL sýndi aksturstölvan að á bílnum væri rafmagn til að keyra 238 km, en þegar ég skilaði bílnum, 111 km síðar, sýndi aksturstölvan að eftir væri hleðsla fyrir 74 km. Þannig að á þessum 111 eknu km hafði ég eytt rafmagni sem svarar til 164 km aksturs. Greinilegt að þarna hafði ég ekki verið í neinum sparakstri. Enda ekki minn háttur að prófa bíla sem einhverja sparibauka, ég held mínum akstursstíl og aksturslagi á sama hvernig ökutæki ég ek. (Vera má að þetta hafi eitthvað með hita- stig að gera frekar en aksturslag samkvæmt erlendum rannsóknum) Í þessum nýja Nissan Leaf eru öll nútímaþægindi, hiti í stýri, blindhornsvari, akreinalesari og fl. Þægilegur bíll að keyra, en þrátt fyrir þetta allt þá eru hlutir sem ekki má treysta á, s.s. akreinales- arinn sem virkar vel, en þá er ekki þar með sagt að maður geti sleppt stýrinu og látið bílinn keyra sjálf- an og lesa línurnar. Nei, þá kvartar hann að ekki sé haldið um stýrið og bremsar. Einnig hraðastillirinn (cruse control), hann heldur bilinu í næsta bíl fínt úti á vegum, en á það til að týna bílnum á undan í hring- torgum (gerðist tvisvar hjá mér). Eins og alla bíla sem ég prófa þá hávaðamæli ég bíla inni í bílnum á 90 km hraða og mældist þessi bíll 66,7db., flott mæling og með þeim betri þrátt fyrir að bíllinn væri á ónegldum vetrardekkjum. Á malarvegi fannst mér steinkastið undir bílnum vera of mikið (eflaust hjálpaði ekki að vera á grófum vetrardekkjum). Holurnar í malarveginum fundust of mikið inn í bílinn sem segir að fjöðrunin sé of hörð fyrir malarvegi, en á malbiki hentar þessi fjöðrun vel (greinilegt að þessi bíll er ekki hannaður fyrir íslenska malarvegi). Ekki allar breytingarnar til góðs Þegar kaupandi talar við sölumann nýrra rafmagnsbíla er yfirleitt 99% öruggt að sölumaðurinn nefnir ekki allt sem skiptir máli: Bíllinn er þyngri en hann lítur út fyrir að vera. Þess vegna slítur hann bremsum og dekkjum meira en aðrir sambærilega stórir bílar. Í bílnum er ekkert varadekk. Þessari síðustu setningu getur sölu- maðurinn á Nissan Leaf snúið sér í hag því í öllum Leaf síðan 2019 er varadekk, sem er almennt ekki í neinum öðrum rafmagnsbíl (örfáir hybrid-bílar eru með varadekk). Aðeins Acenta bíllinn er með 16 tommu felgur sem gera það að dekkin á þeim bíl eru aðeins hærri og minni líkur á að höggva dekk, en í staðinn eru dekkin mjórri og slitna hraðar. N-Connecta og Tekna bílarnir eru á 17 tommu felgum sem eru með allt of lágan prófíl og höggvast auð- veldlega og oft á lélegum íslenskum vegum. Sprungið dekk á varadekkslaus- um bíl kostar eigandann á bilinu 20–100.000, en þá miðast verðið við að felgan sé í lagi, þekki þetta vel af eign raun sem vegaþjónustu- starfsmaður. Lokaorð Bíllinn sem var prófaður er minni Tekna bíllinn, kostar 5.190.000, með 40kWh rafhlöðu og uppgefna hámarksdrægni 270 km, fínn bíll að keyra á malbiki, en ef notkunin er þannig að oft sé ekið á malarvegi þá myndi ég velja Acenta. Það er vegna auka fjöðrunarinnar sem maður nær út úr hjólbörðunum með því að vera á 16 tommu felgum í stað 17. Nissan Leaf fær stóran plús fyrir að vera með varadekk (að vísu ekki á skemmtilegasta stað þar sem það er undir bílnum að aftan, en enginn annar hreinn rafmagnsbíll sem ég man eftir er með varadekk). Bíllinn er þægilegur í akstri, hljóðlátur, fín snerpa, bakkmynda- vélin mjög góð og fleira. Einu mínusarnir sem ég get gefið bílnum er akstur á möl og lítil drægni á raf- hlöðunni í bílnum sem prófaður var. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Nissan Leaf Tekna. Myndir / HLJ Bakkmyndavélin sýnir vel umhverfið og fær topp einkunn frá mér. Þyngd 1.580-1.640 kg Hæð 1.530 mm Breidd 1.788 mm Lengd 4.490 mm Helstu mál og upplýsingar Svona holur er ekki uppáhaldið á dekkjum með svona lágan prófíl. Með hraðastillirinn stilltan á 90 fylgdi bíllinn umferðinni í gegn um fyrsta hringtorg, en datt út í næsta. Akreinalesarinn virkar vel, en ekki það vel að maður megi sleppa stýr- inu því þá kvartar mælaborðið. Eini rafmagnsbíllinn sem ég man eftir að hafa prófað og er með varadekk, þó svo að ég kalli þetta aumingja þá er hægt að bjarga sér á þessu. Hávaðinn inni í bílnum mældist 66,7 db,mjög góð mæling á rafmagnsbíl (hef séð mælingu upp á 70+)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.