Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 37
Haraldur Benediktsson, 2. sæti
í Norðvesturkjördæmi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn
Afkoma í kjötgreinum verður að vera
betri til að viðhalda framleiðsluvilja.
Ég horfi til þess að það sé hægt að
ná meiri hagkvæmni með samstarfi
milli afurðastöðvanna. Við verðum
að átta okkur á því að það hefur orðið
grundvallarbreyting á íslenskum
búvörumarkaði. Við erum ekki
lengur lokaður innlendur markaður,
heldur erum við í samkeppni við
miklu stærri markað erlendis. Því
verður að skapa matvælaiðnaði og
úrvinnslu á landbúnaðarvörum, sem
er ein stærsta iðngrein á Íslandi, eðlileg
samkeppnisskilyrði.
Það er það sem hefur vantað upp á á
undanförnum árum. Það mun algerlega
ráða framtíð kjötgreina hér á landi,
hvernig okkur tekst að breyta þessari
umgjörð á næstu árum. Til viðbótar við
það eru sóknarfæri í að gera búskapinn
hagkvæmari og skilvirkari. Þar horfi ég
ekki síst á eflingu RML og þjónustu
við bændur, meiri rekstrarráðgjöf og
rannsóknir í landbúnaði sem og til
loftslagsmála. Íslenskur landbúnaður
á að vera hluti af því verkefni.
Íslenskur landbúnaður getur verið
búbót, það er hægt að kaupa ákveðna
þjónustu af bændum í loftslagsmálum
sem mér finnst að eigi að flétta með
eðlilegum hætti við byggðastefnu og/
eða landbúnaðarstefnu.
Guðmundur Auðunsson, oddviti
Sósíalista í Suðurkjördæmi
Við lítum svo á að það þurfi að
stokka upp styrkjakerfið. Staðar-
landbúnaðurinn er að breytast,
við erum að færast frá því að vera
hreinir kjötframleiðendur, yfir í meiri
grænmetisræktun og með hækkandi
hitastigi þá eru möguleikar á kornrækt
sem myndi minnka innflutning,
sérstakleg á dýrafóðri. Styðja þarf
við framleiðslu garðyrkjubænda með
niðurgreiðslu á raforku.
Við viljum vinda ofan af
milliliðakerfinu sem við teljum að
sé að taka alltof mikið út úr kerfinu.
Auka þarf aðgengi að ódýru lánsfé.
Það þarf að vera með einhvers
konar stuðningsjóð, lánasjóð á
vegum ríkisins. Við sjáum fyrir
okkur að það væri hægt að setja á
fót nýsköpunarsjóð sem hægt væri
að ganga að, ekki bara varðandi
umhverfisvernd, þar sem bændur geti
nálgast fjármagn til að koma fram
með nýjungar. Við teljum að bændur
hafi sýnt það og muni sýna það að þeir
geta aðlagast nýjum tímum.
Axel Sigurðsson, 5. sæti í
Suðurkjördæmi fyrir Viðreisn
Við erum ekki sammála því að
standa þurfi vörð um núverandi
afkomu bænda. Í fyrra settum við tvö
Evrópumet sama dag, bændur fengu
lægsta afurðaverðið og neytendur
hæsta verð. Það er óboðlegt fyrir
bændur og neytendur. Við viljum
breyta þessu og ætlum að gera
það.Við ætlum að gera það með
framsýni, með auknum tækifærum
fyrir bændur til að framleiða
fjölbreyttari og hagkvæmari vöru.
Við ætlum að auka fjölbreytnina
og innri samkeppni meðal bænda
þannig að þeir geti selt betur og nær
til neytenda. Við ætlum að tryggja
aukinn sveigjanleika til að mæta
breyttum kröfum sem neytendur eru
að kalla eftir. Við ætlum að aðstoða
bændur að nálgast markaðinn betur
svo þeir geti svarað kalli neytenda
eftir breyttum landbúnaðarafurðum.
Við viljum auðvelda bændum
að hámarka sína eigin afkomu
með aukinni vinnslu og auknum
sveigjanleika í framleiðslu
með einföldun á íslensku
reglugerðarverki. Við ætlum að
umbreyta búvörusamningnum
úr framleiðslutengingu og yfir
í umhverfisvænni framleiðslu.
Við ætlum að leggja aukið fé til
útiræktunar.
Við viljum leggja aukna áherslu á
lífrænan landbúnað. Við viljum leggja
aukna áherslu á hringrásarhagkerfið
og sjálfbærni og við viljum sjá mikið
meira fé renna í jarðræktarstyrki.
Við viljum leggja aukna áherslu á
möguleika til heimavinnslu.
Bjarkey Olsen, oddviti Vinstri
grænna í Norðausturkjördæmi
Það hefur ekki verið skýrt hver
stefna ríkisins er en nú eru komin
drög að lLandbúnaðarstefnu sem
er mjög mikilvægt fyrsta skref.
Þar er m.a. talað um að draga úr
framleiðslutengingu stuðningsins
en auka hann við fasta búsetu, auk
þess að efla jarðræktarstyrki.
Við þurfum að bæta afkomu og
efla innlenda framleiðslu og styðja
við ræktun á fleiri tegundum, t.d. í
grænmeti.
Við þurfum að tryggja að bændur
fái raforku á viðunandi verði þannig
að þeir geti haft einhvern arð af því
sem þeir eru að gera. Við þurfum líka
að skapa afurðastöðvunum stöðu til
þess að vera í samstarfi í sama mæli
og við sjáum í nágrannalöndunum
okkar.
Við hljótum að geta gert slíkt
hið sama og þetta hefur verið gert í
mjólkuriðnaðinum. Við verðum að
tryggja nauðsynlega aðkomu bænda
að lausnum í loftslagsmálum, að
þeirra framlag til loftslagsmarkmiða
skapi þeim tekjur þannig að þeir sjái
hag sinn í því.
Frjálslyndi
Flokkur fólksins Framsókn lýðræðisflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylking Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Vinstri græn
Á að gera sömu kröfur til innfluttra og innlendra matvæla? já já já já já já já já já já
Á að setja skýrari kröfur um upprunamerkingar matvæla í mötuneytum og á veitingastöðum? já já já já já já já já já já
Á að færa málefni skógræktar og landgræðslu undir Landbúnaðarráðuneytið? já já nei já já já já pass nei nei
Sérð þú fyrir þér sjálfsstætt Landbúnaðarráðuneyti? já já já já já já nei já já nei
Á að niðurgreiða raforku til garðyrkjubænda? já já já já já já já já já já
Á að vernda íslenska matvælaframleiðslu með tollum á innflutt matvæli? já já já já já nei já já nei já
Er möguleiki að gera skógrækt á Íslandi hluta af framleiðslu bænda? já já já já já já já já já já
Á að auka stuðning við nýliðun í landbúnaði? já já já já já já já já já já
Á ríkið að koma inn með sérstaka styrki/fjárveitingar vegna skrefa í átt að kolefnishlutleysi í landbúnaði? já já já já já já já já já já
Örspurningar til framboðanna
XALÞINGISKOSNINGAR 2021
Viljir þú fræðast um áherslur framboðanna í landbúnaðarmálum
ættir þú að leggja hlustir við þáttaröðina Afstaða x21 á Hlöðunni,
hlaðvarpi Bændablaðsins. Þar má finna ítarleg viðtöl við fulltrúa
hvers framboðs sem varpa ljósi á áherslumál stjórnmálaflokkanna
þegar kemur að landbúnaði.
Öll þáttaröðin er nú aðgengileg á vefsíðu Bændablaðsins og á
öllum helstu streymisveitum.
Spurningarnar sem viðmælendur fengu:
1. Markmið bæði bænda og ríkis virðast vera skýr:
Að standa vörð um afkomu bænda og tryggja sem hagkvæmast
verð fyrir neytendur. Eruð þið sammála þessum markmiðum?
Hvernig sérðu fyrir þér að unnið sé að þeim og ná meiri árangri
í því en verið hefur?
2. Hvaða leiðir sérð þú til að bæta afkomu bænda?
3. Hvaða aðgerðum, bændum í hag, hyggst flokkurinn þinn beita
sér fyrir á næsta kjörtímabili?
4. Hvernig á fyrirkomulag opinbers stuðnings til landbúnaðar
að vera háttað?
5. Hvernig á ríkið að styðja við umhverfisstefnu bænda?
6. Hver er stefna flokksins gagnvart tollvernd á
landbúnaðarafurðir?
7. Hvernig sér þinn flokkur fyrir sér að tryggja samkeppnishæf
rekstrarskilyrði bænda?
8. Hvernig á að tryggja að framleiðsla innlendra og innfluttra
matvæla lúti sömu kröfum?
9. Hvaða áherslur mun flokkurinn beita sér fyrir við mótun
landbúnaðarstefnu?
10. Hvernig vill þinn flokkur tryggja búsetu á landsbyggðinni?
Telur þú að afkoma í landbúnaði hafi áhrif á búsetu?
11. Hver á stefna ríkisins að vera með búsetu á ríkisjörðum?
12. Hvernig sér flokkurinn fyrir sér að auka nýliðun í landbúnaði?
13. Hvernig sér flokkurinn fyrir sér að styðja við tæknivæðingu í
landbúnaði?
14. Hver er afstaða flokksins þíns til landbúnaðarrannsókna?
15. Hvernig á að tryggja fæðuöryggi í landinu?
16. Nú kostar það 55 milljarða að framleiða 210.000 tonn
af búvörum, miðað við tölur síðasta árs. Þar af lagði ríkið 13
milljarða kr. í beinan stuðning. Ef bændum er falið að setja
eitthvert hlutfall af þeim styrkjum sem þeir fá í dag í að ná árangri
í umhverfismálum, hvernig sérðu fyrir þér að kostnaður bænda
við að vera umhverfisvænni verði dekkaður?
Afstaða x21 á Hlöðunni