Bændablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 20214
FRÉTTIR
Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Skarði í Þykkvabæ:
Alveg hætt að lítast á blikuna
– Mygla kom upp og síðan tók við þrálát vætutíð
„Mér er alveg hætt að lítast á
blikuna,“ segir Sigurbjartur
Pálsson, kartöflubóndi
í Skarði í Þykkvabæ.
Viðvarandi rigningartíð
undanfarið gerir að verk-
um að ekki er hægt að sinna
upptökustörfum, garðar eru
blautir og ekki hægt að fara
um þá þó svo að einn og einn
þurr dagur komi inn á milli.
Sigurbjartur segir að allt
leggist á eitt og hvert áfallið
á fætur öðru komið upp. Vorið
var kalt og seint sett niður og
lítið að gerast í görðunum fram
eftir sumri.
„Þetta leit ekki vel út í
sumar, tíðin var ekki hagstæð
en breyttist aðeins þegar kom
fram í ágúst og þá tók allt vel
við sér og spretta góð. Það má segja
að sú uppskera sem náðist á þeim
tíma hafi verið bærileg,“ segir hann.
Mun valda einhverju tjóni
Einmitt á þeim tíma sem tíð var
til friðs uppgötvaðist mygla í kar-
töflum á svæðinu en Sigurbjartur
segir kartöflubændur reyna hvað þeir
geta að verjast henni og séu ávallt í
viðbragðsstöðu. Það flæki málið að
um þessar mundir er búið að banna
notkun lyfja sem reyndust gott vopn
í baráttunni gegn myglu og þeirra í
stað er boðið upp á önnur sem virka
ekki eins vel.
„Við getum haldið þessu niðri og
drepið mygluna með því að nota lyf
og fresta upptöku á meðan þau eru
að virka, við þurfum 10 daga
upp í hálfan mánuð til að fá lyfin
til að virka,“ segir Sigurbjartur.
Hann segir ljóst að myglan
muni valda kartöflubændum í
Þykkvabæ einhverju tjóni en
ekki ljóst enn hversu miklu.
Þegar upp kemur sýking í görð-
um þarf að gæta sérlega vel að
því að hún nái ekki inn í húsin,
þá er voðinn vís. Telur hann að
það hafi tekist núna.
Lítið sem ekkert
byrjað á upptöku
Þegar baráttu við myglu var
lokið var eins og við mann-
inn mælt, næsta áfall reið yfir,
rigningartíðin sem veldur því
að ekki er hægt að taka upp að
neinu gagni.
„Þetta gengur hægt, það er mikið
eftir enn þá, þannig að við erum ekki
í góðri stöðu þegar komið er þetta
langt fram í september. Sem betur
fer hefur ekki enn komið frostnótt
hér um slóðir,“ segir Sigurbjartur.
Litlar breytingar séu fram undan í
veðurfari, rigningartíð virðist ríkj-
andi áfram. /MÞÞ
Anna Bára Bergvinsdóttir, kartöflubóndi í kartöflugeymslunni á Áshóli í Eyjafirði. Annað veðurfar er ríkjandi á
norðanverðu landinu og upptökustörf hafa gengið vel í blíðviðrinu sem þar hefur verið nú liðna daga. Nokkuð
vindasamt var þó í liðinni viku og moldrok gerði fólkinu sem var við upptöku lífið leitt. „Við vorum aðeins fyrr á
ferðinni en í meðalári og uppskeran hjá okkur er ágæt, sérstaklega þegar mið er tekið af gríðarlegum þurrkum hér
í sumar,“ segir Anna Bára. Það sem af er sýnist henni sem uppskera verði svipuð að magni og í fyrrahaust. „En
það kemur auðvitað betur í ljós þegar öllu er lokið.“ Mynd / Aðsend
Ágæt kartöfluuppskera í Eyjafirði
Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Skarði í
Þykkvabæ, segir hvert áfallið á fætur öðru hafi
komið upp í kartöfluræktinni í Þykkvabæ þetta árið.
Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar BÍ. Mynd / HKr.
Góð uppskera hjá garðyrkju-
bændum og allt selst
– Rigning tefur og mannskap vantar
„Uppskera hefur alls staðar verið
mjög góð og almennt bera garð-
yrkjubændur sig vel,“ segir Axel
Sæland, formaður garðyrkju-
deildar BÍ. Sprettan var góð,
uppskeran mikil en tafir hafa
orðið á upptöku vegna rigninga-
tíðar sunnan- og vestanlands og
eins hefur ekki alltaf tekist að fá
nægan mannskap til upptöku-
starfa.
Axel segir að sumarið hafi
komið vel út, „það selst allt sem
í boði er nánast jafnóðum og það
er komið á markað,“ segir hann.
Íslenskt grænmeti eigi greinilega
upp á pallborðið hjá landsmönn-
um, það njóti mikilla vinsælda og
bendir hann á að í því liggi fjöl-
mörg tækifæri til að auka við. „Ég
sé fyrir mér að bæði þeir sem fyrir
eru í greininni geti bætt við sig og
eins er örugglega pláss fyrir nýja
framleiðendur,“ segir hann.
Vantar mannskap
Það setur svolítið strik í reikninginn
að sögn Axels hversu þrálát rign-
ing hefur verið bæði um sunnan
og vestanvert landið og hefur hún
hamlað upptökustörfum. Við það
bætist að skólafólk sem starfaði
fyrir garðyrkjubændur í sumar er
nú komið í skólann á ný og erfiðlega
hefur gengið að fá fólk til starfa.
Axel segir að yfirleitt sjái garð-
yrkjubændur sölu rjúka upp að
haustinu en þá fara landsmenn að
gæða sér á súpum sem alla jafna
eru fullar af grænmeti, hvort heldur
sem er íslenska kjötsúpan eða aðrar.
Tækifæri á að auka
við í selleríræktun
Hann segir að sellerí hafi verið
að ryðja sér til rúms í fæðuvali
Íslendinga og umræður nýverið um
skort á því sé augljóslega ákall til
bænda um að auka framleiðslu sína
á þeirri vöru.
„Sellerí er að koma mjög sterkt
inn, það er mikið notað í súpur
og fleiri rétti og það er alveg ljóst
að þarna eru tækifæri fyrir okkar
garðyrkjubændur að spýta í lófana,“
segir Axel. Íslenskir bændur anni
ekki eftirspurn nú, en hann vonar
að einhver taki boltann á lofti og
nýti sér tækifærið.
Uppskera á rófum og gulrótum er
rétt að hefjast og stendur upptökutíð
yfirleitt fram í október. Axel segir að
hann heyri ekki annað en spretta sé
góð og búast megi við ágætri upp-
skeru á því grænmeti. Vissulega hafi
veðurfar skipst í tvö horn, þurrkar
sett svip á veðrið fyrir austan og
norðan en væta annars staðar, en
hvarvetna hafi verið hlýtt og þar af
leiðandi góð spretta. /MÞÞ
Slátrun hófst þann 16. september hjá Fjallalambi. Mynd / Framsýn
Fjallalamb og Framsýn:
Samkomulag um launakjör
Skrifað hefur verið undir sam-
komulag um launakjör við sauð-
fjárslátrun milli Fram sýnar og
Fjallalambs á Kópaskeri.
Sláturtíðin hófst þann 16. sept-
ember síðastliðinn og er áætlað að
hún standi yfir í um 5 vikur. Slátrað
verður um 25.000 fjár. Frekar illa
hefur gengið að manna sláturhúsið í
ár en um 70 starfsmenn þarf til starfa
í sláturtíð. Að staðaldri starfa um 17
starfsmenn hjá fyrirtækinu. /MÞÞ
Hornafjörður:
Upptökustörfum lokið fyrir vætutíð
Hjalti Egilsson á Seljavöllum segir
að upptökustörf hafi gengið vel í
Hornafirði og þar hafi náðst að
taka upp úr öllum görðum áður
en haustrigningar hófust.
„Upptökustörf gengu vel og fóru
fram við góðar aðstæður, veður
var fínt og kartöflur eru fallegar
og góðar,“ segir hann. Uppskera
er svipuð að magni og var í fyrra.
„Það er svipað magn í húsum og var
í fyrrahaust og ég er ánægður, því
þetta leit ekki vel út í vor og fram á
sumar. Það var mjög kalt framan af
en svo þegar kom fram í júlí fór að
hlýna hér um slóðir og spretta tók vel
við sér. Við gátum byrjað upptöku
á góðum tíma, fyrstu kartöflur voru
komnar í hús um miðjan ágúst. Við
náðum að taka allt upp áður en rign-
ingartíðin hófst,“ segir Hjalti. /MÞÞ
Kartöflugarður hjá Sigurbjarti Pálssyni, kartöflubónda í Skarði í Þykkvabæ, umflotinn vatni. Mynd / SP