Fréttablaðið - 29.01.2022, Síða 2

Fréttablaðið - 29.01.2022, Síða 2
bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Leit að nýjum formanni SÁÁ stendur yfir. Nýr formaður verður kosinn f ljótlega en ekki er búið að boða til aðalfundar. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem situr í aðalstjórn SÁÁ, staðfestir að rætt hafi verið við hana um að gefa kost á sér sem formaður eftir að Einar Hermannsson sagði af sér í síðustu viku vegna hneykslismáls. „Ég er að hugsa mig um, þetta er stórt og mikið verkefni,“ segir hún. Þóra Kristín er fyrr verandi fréttamaður, fréttastjóri og ritstjóri og núverandi upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Hún hefur víðtæka reynslu af félags- málum, meðal annars sem varafor- maður og formaður Blaðamanna- félags Íslands. n Ég er að hugsa mig um, þetta er stórt og mikið verkefni. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Strákarnir okkar Fundurinn er einungis ætlaður sambandsaðilum/félagsmönnum Bílgreina- sambandsins og starfsfólki þeirra. Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta en skráning fer fram á heimasíðu Bílgreinasambandsins. Dagskrá: 1. Kynning á tillögu stjórnar Bílgreinasambandsins um sameiningu Bílgreinasam- bandsins og SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu 2. Atkvæðagreiðsla um staðfestingu aukaaðalfundar á samkomulagi stjórna Bílgreinasambandsins og SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu um sameiningu samtakanna 3. Atkvæðagreiðsla um tillögu stjórnar Bílgreinasambandsins um sameiningu Bílgreinasambandsins og SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu 4. Atkvæðagreiðsla um tillögu stjórnar Bílgreinasambandsins um nýjar sam- þykktir Bílgreinasambandsins. 5. Önnur mál Skráning á aukaaðalfundinn skal gerð á heimasíðu Bgs - www.bgs.is AÐALFUNDUR BGS verður haldinn þriðjudaginn 15. febrúar 2022 kl. 15:00 í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. Fundarstaður er fundarsalurinn Hylur á 1. hæð Húss atvinnulífsins. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir íhugar að bjóða sig fram til formanns hjá SÁÁ Ein hugmyndin í skýrslu um aðgerðir gegn kolefnisfótspori höfuðborgarsvæðisins er að bjóða ungu fólki að fresta því að taka bílpróf gegn árskorti í Strætó. Þá er hvatt til að bensínstyrkir verði afnumdir og samið við stóra vinnustaði um ívilnanir eða aðstoð ef gerðir eru vistvænir sam- göngusamningar. benediktboas@frettabladid.is SAMGÖNGUR „Enn fremur þarf að þrengja að einkabílnum svo sem með aukinni gjaldtöku á bílastæðum og afnámi samgöngustyrkja fyrir jarðeldsneytisknúin ökutæki,“ segir í skýrslunni Kolefnisfótspor höfuð- borgarsvæðisins sem lögð var fram á fundi Sambands íslenskra sveitar- félaga um miðjan mánuðinn. Skýrsl- an var unnin af ráðgjafarstofunni Environice. Í skýrslunni er einnig bent á ýmsar aðgerðir sem geti stuðlað að sam- drætti í losun. Meðal hugmynda er að ráðast í auglýsinga- og ímyndar- herferð til að auka hlutdeild virkra samgöngumáta, gera samkomulag við stóra vinnustaði um einhvers konar ívilnanir eða aðstoð ef gerðir eru vistvænir samgöngusamningar við starfsfólk og að hætta að greiða bílastyrki þar sem púströrsbílar eru notaðir til aksturs. Þá er sett fram hugmynd um að bjóða samninga um frestun bílprófs í til dæmis þrjú ár gegn árskorti í strætó. Skýrsluhöfundar gera ráð fyrir að þriðjungur unglinga taki tilboðinu og sé þannig komið í veg fyrir að 13 þúsund kílómetrar séu keyrðir. Árið 2019 var losun vegna vega- samgangna á höfuðborgarsvæðinu 49 prósent af heildarlosun vegna vegasamgangna á landinu öllu. Á sama tíma voru íbúar höfuðborgar- svæðisins 64 prósent af íbúum lands- ins. Í skýrslunni er bent á að vega- samgöngur voru stærsti þátturinn í kolefnisspori höfuðborgarsvæðisins árið 2019. Þær eru einnig sá þáttur sem hvað mest áhersla er lögð á í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, enda stærsti þáttur samfélagslosunar hér á landi. Að auki hefur losun vegna vega- samgangna á landsvísu aukist veru- lega síðan 1990. Losunin jókst um 86 prósent frá 1990 til 2018. Jón Kjartan Ágústsson, svæðis- skipulagsstjóri höfuðborgarsvæðis- ins, segir í samtali við Fréttablaðið að tillagan sé vissulega áhugaverð. Varast beri að að draga of miklar ályktanir af henni enda sé þetta ennþá bara á hugmyndastigi. „Þetta er ekki eiginleg aðgerðaáætlun sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ætla að grípa til heldur dæmi um aðgerð sem þau gætu gripið til.“ Hann bendir á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu séu ólík, sum séu með álver, sum með hafnir og enn önnur ekki neitt af þessu. Sveit- arfélögin hefðu því viljað opna stefnu sem næði vítt um málaflokkinn en einnig svokallað dótabox sem hægt væri að grípa til þegar hvert og eitt sveitarfélag færi í sínar aðgerðir. n Unglingar fresti bílprófi og fái árskort í Strætó í staðinn Það getur tekið langan tíma að ferðast milli staða í bílaumferðinni á höfuð- borgarsvæðinu, sérstaklega á háannatíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mögulegar viðbótar- aðgerðir úr skýrslunni n Greiða leið þeirra sem vilja og geta nýtt sér aðra sam- göngumáta en einkabílinn. n Byggja upp öflugri og jafn- vel gjaldfrjálsar almenn- ingssamgöngur. n Auglýsinga- og ímyndar herferð til að auka hlut- deild virkra samgöngu- máta. n Auka aðgengi að metani, s.s. frá urðunarstöðum. n Gera samkomulag við stóra vinnustaði um einhvers konar ívilnanir eða aðstoð ef gerðir eru vistvænir samgöngusamningar. n Bjóða samninga um frestun bílprófs í t.d. þrjú ár gegn árskorti í strætó. n Auka gjaldtöku á bílastæð- um og fækka gjaldfrjálsum stæðum. n Fjölga göngugötum, stækka bíllaus svæði og skilgreina losunarfrí svæði í miðbæjum. Einar Þorsteinsson fjölmiðlamaður. adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Einar Þorsteinsson fjöl- miðlamaður er sterklega orðaður við framboð í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í komandi sveitarstjórnar- kosningum í Kópavogi, sem fram fer 12. mars næstkomandi. Einar sagði nýverið upp starfi sínu á RÚV en hann er landsmönn- um einkum kunnur fyrir að stýra fréttaskýringaþættinum Kastljósi. Einar var virkur í starfi Sjálf- stæðisflokksins áður en hann hóf að starfa í fjölmiðlum og var til að mynda formaður Týs, félags ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, hefur þegar lýst yfir framboði í fyrsta sæti á lista flokksins í sveitarfélag- inu. Hún hefur starfað í bæjarstjórn Kópavogs í átta ár. n Einar orðaður við oddvitaframboð í Kópavogi í mars Íslenska landsliðið í handbolta endaði í 6. sæti á Evrópumótinu í handbolta eftir hetjulega baráttu í tapi gegn Noregi í framlengdum leik í gær. Þessi niður- staða í mótinu þýðir að Ísland þarf að leika umspilsleik til að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu á næsta ári. Strákarnir okkar sigruðu enn og aftur hjörtu þjóðarinnar með leik og ekki síst karakter í mótinu. Ísland er á ný á meðal bestu handboltaþjóða heims. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 2 Fréttir 29. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.