Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.01.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 29.01.2022, Qupperneq 4
Á endanum ákvað ég að taka þennan slag. Sólveig Anna Jónsdóttir Maðurinn var með 830 grömm innvortis í 39 pakkningum. TRYGGÐU ÞÉR RAM Í FORSÖLU BJÓÐUM UPP Á 37”-40” BREYTINGAPAKKA ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 R A M BÍLL Á MYND: RAM 3500 LARAMIE CREW CAB MEÐ 37” BREYTINGU, KASTARAGRIND OG LJÓSKÖSTURUM Félagsmenn í Eflingu segja spennandi formannskosn- ingu fram undan. Alls ekki ljóst hvert þeirra þriggja sem stefna að formennsku beri sigur úr býtum. Sólveig Anna snýr aftur og safnar meðmæl- endum um helgina. bth@frettabladid.is VERKALÝÐSMÁL Þrjú verða í fram- boði til formanns Eflingar eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir tilkynnti í gær að hún gæfi kost á sér. Kosið verður um miðjan febrúar. Skila þarf listum með meðmælendum fyrir klukkan níu næsta miðviku- dagsmorgun. Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem valin var varaformaður Eflingar í nóvem- ber síðastliðnum, býður sig fram fyrir A-lista. Hún er sú eina sem hefur gengið frá framboði sínu með tilskyldum fjölda meðmælenda. Guðmundur Jónatan Baldursson býður sig einnig fram. Sólveig Anna Jónsdóttir snýr aftur með lista sem hún kallar Baráttulistann. Guðmundur segist ekki kominn með alla meðmælendur en 120 þarf til. Hann segir að barátta hans hafi verið á ís um stundarsakir þar sem hann fékk Covid. Hann verði ferða- fær frá og með deginum í dag og setji þá allt á fullt. „Það sem vekur undrun mína er að Sólveig Anna kvartaði svo mikið undan því að þetta fólk á skrif- stofunni sýndi henni ekki skilning og það væri svo erfitt að vinna með því. Skrýtið að hún skuli leita í sömu kringumstæður aftur, kringum- stæður sem hún taldi ömurlegar,“ segir Guðmundur um að Sólveig Anna bjóði sig nú fram til formanns eftir að hún sagði af sér í nóvember síðastliðnum. Félagsmenn sem Fréttablaðið ræddi við segja tvísýnt um úrslit. Frambjóðendur taka sjálfir undir það. „Ef ég á að vera raunsær þá veit ég bara alls ekki líkurnar á því hver sigrar í þessu formannskjöri, ég vil ekki spá í það á þessu stigi,“ segir Guðmundur. Ólöf Helga Adolfsdóttir, hlað- konan sem fór í mál við Isavia, segir að framboð Sólveigar hafi ekki áhrif á hennar eigið framboð, hún fagni sem flestum valkostum fyrir félags- menn í kosningum. „Minn listi er listi sem kemur fram hjá trúnaðarráði Eflingar og er búinn til á lýðræðislegan hátt. Ef listinn nær kjöri nær stjórnin að endurspegla okkar félagsmenn,“ segir Ólöf Helga. Hún segir að framboð Sólveigar hafi ekki komið sér sérstaklega á óvart. „Meginverkefni nýs formanns verður að vinna fyrir félagsmenn og sjá til þess að fólk hafi efni á að lifa, þetta eru erfiðir tímar fyrir okkur öll,“ segir Ólöf Helga og vísar til hárrar verðbólgu og fleiri áskorana, ekki síst húsnæðismálanna. Sólveig Anna segir um ástæður þess að hún snýr aftur í framboð í kjölfar þess að hún sagði af sér í nóv- ember 2021, að strax eftir afsögnina hafi skilaboð farið að berast frá félagsfólki Eflingar. „Þau lýstu yfir að þeim fyndist hrikalegt að ég hætti, að þau væru stolt og glöð af þeirri vegferð sem félagið var á undir minni stjórn," segir Sólveig Anna. „Svo ræddi ég við samstarfsfólk og á endanum ákvað ég að taka þennan slag, vegna þess að það væri það rétta í stöðunni að gera," bætir hún við. ■ Stefnir í harðan slag hjá Eflingu Frá málaferlum í Félagsdómi. Ólöf Helga ásamt Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI adalheidur@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Héraðssaksóknari hefur ákært nígerískan karlmann fyrir stórfellt fíkniefnabrot, með því að hafa flutt rúm 830 grömm af kókaíni til landsins, ætluðu til sölu hér á landi og í ágóðaskyni. Maðurinn var stöðvaður á Kefla- víkurf lugvelli í nóvember síðast- liðnum, en hann var að koma úr farþegaflugi frá París í Frakklandi. Efnin f lutti maðurinn innvortis og mun magn þetta vera með því allra mesta sem ein manneskja hefur orðið uppvís að því að flytja til landsins með þeim hætti. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins var maðurinn fluttur á sjúkra- hús þar sem röntgenmyndir voru teknar af líkama hans og á þeim taldi læknir sig sjá á bilinu 40 til 50 pakka. Við nánari talningu komu 39 pakkningar í ljós. Líklegast er talið að maðurinn hafi gleypt efnin innpökkuð, með það fyrir augum að skila þeim af sér gegnum meltingarkerfið. Um var að ræða kókaín af styrkleika á bilinu 49 til 52 prósent. Maðurinn hefur sætt gæsluvarð- haldi síðan hann var handtekinn, en málið hefur þegar verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Auk þess að krefjast refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar er gerð krafa um að efnin verði gerð upptæk auk Samsung-farsíma sem maður- inn hafði á sér. ■ Sjaldan meira magn fundist innvortis í smyglara Þetta eru erfiðir tímar fyrir okkur öll. Ólöf Helga Adolfsdóttir arnartomas@frettabladid.is ORKUMÁL Ákvörðun verður ekki tekin fyrr en eftir helgi um hvort afhending rafmagns til Norðuráls verði skert, eins og til stóð eftir að sprenging varð í tengivirki Lands- nets á Nesjavöllum í gær. „Það hefur ekkert komið í ljós ennþá. Við fáum að vita það á mánudaginn,“ segir Sólveig Berg- mann, upplýsingafulltrúi Norður- áls, í samtali við Fréttablaðið. Sprengingin varð klukkan sex í gærmorgun. Engin slys urðu á fólki en fjórar aflvélar Nesjavallavirkjunar slógu út í kjölfar sprengingarinnar og tilkynnt var að skerða þyrfti afhend- ingu rafmagns til Norðuráls. ■ Rafmagnið óskert fram yfir helgina Mæðgurnar rækta schäfer-hunda. ingunnlara@frettabladid.is SAMFÉLAG Íslenskar mæðgur, sem hafa ræktað schäfer-hunda um ára- bil, hafa verið útilokaðar frá allri þátttöku í starfi Hundaræktarfélags Íslands, HRFÍ, í fimmtán ár. Með ú r sk u rði siðanef ndar Hundaræktarfélagsins hefur þeim verið vísað úr félaginu vegna stór- felldra brota á reglum félagsins um skráningu í ættbók. Konurnar hafa einnig verið áminntar og sviptar ræktunarnafni sínu. Þetta kemur fram í úrskurði siðanefndar HRFÍ sem var kveðinn upp 25. janúar síðastliðinn. Stjórn HRFÍ sagði mæðgurnar hafa gerst sekar um sex brot, meðal annars að hafa vísvitandi skráð ranga ræktunartík á þrjú pörunar- vottorð, hafa ekki mætt með hunda í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni og fölsun og kosningasvindl með því að tilkynna eigendaskipti á tík sem hafði verið aflífuð viku áður, til að geta tryggt ættingja sínum kjör- gengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar HRFÍ. ■ Settar í fimmtán ára bann fyrir fölsun og svindl 4 Fréttir 29. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.