Fréttablaðið - 29.01.2022, Page 22

Fréttablaðið - 29.01.2022, Page 22
Björn Stefánsson leikari byrj- aði með nýjan þátt í sjónvarpi í gær, hann fer einnig með hlutverk Bubba Morthens í 9 lífum í Borgarleikhúsinu. Björn missti pabba sinn ungur og segir það hafa markað sig fyrir lífstíð, það gerðu einnig árin í Mínus og ákvörðunin um að hætta að drekka. Mér fannst alltaf heillandi að standa á sviði og lék í leik- húsi fyrst þegar ég var átta ára og þar fékk ég í rauninni þessa bakteríu fyrst, en ég var svo feiminn, lítill og brotinn,“ segir Björn Stefánsson leikari. Hann fer nú með hlutverk Bubba Morthens í sýningunni 9 líf í Borgar- leikhúsinu og í gær fór í loftið fyrsti þáttur af Glaumbæ þar sem Bjössi, eins og hann er alltaf kallaður, fær til sín góða gesti og „djammar“ með þeim. „Ég elti konuna mína til Dan- merkur þegar hún var í námi þar og vissi í rauninni ekkert hvað ég var að fara að gera þar,“ segir Bjössi sem byrjaði dvölina í Danmörku á því að vinna á leikskóla. „Svo sótti ég um í leiklistarnám alveg skíthræddur en komst inn.“ Bjössi lærði leiklist í Danmörku og allt námið fór fram á dönsku. „Það var meira að segja þannig að enginn mátti tala ensku við mig, ef það heyrðist til okkar á göngunum að tala ensku þá var bara kallað: „Stop nu! Dansk!“ segir hann og hlær. Bjössi hafði ekki verið mikið í skóla áður en hann byrjaði í leik- listarskólanum í Danmörku og segir að líkja megi náminu við Bootcamp- þjálfun. „Það er krafist mjög mikils af nemendum, eiginlega yfirgengi- lega mikils,“ segir hann. „Þú þarft að læra þennan eða hinn textann á nokkrum dögum og ef þú mætir of seint þá er bara búið að læsa hurðinni og þú færð ekki að vera með, eftir á að hyggja er þetta náttúrulega galið,“ bætir hann við. „Ég hafði verið í menntaskóla en var á endanum rekinn. Ég ætlaði bara að vera tónlistarmaður, var formaður skemmtinefndar og hélt geggjuð böll. Skildi svo ekkert í því þegar ég var kallaður á skrifstofu skólastjórans og rekinn.“ Missti pabba sinn ungur Bjössi á f jögur systkini, eldri bróður og systur og yngri hálf- systur og hálf bróður. Þegar hann var tólf ára gamall lést faðir hans úr krabbameini og segir Bjössi það hafa markað líf sitt um ókomna tíð. „Mamma mín og pabbi skildu þegar ég var þriggja ára svo ég átti alltaf helgarpabba,“ segir hann. „Það voru rosalega góðir tímar og það var alltaf gaman að vera hjá pabba,“ segir Bjössi. „Ég kynnt- ist honum ekki mikið á virkum dögum svo hann var ekkert að reka mig í skólann, segja mér að koma snemma heim eða að taka til í herberginu mínu, ég sá bara hans bestu útgáfu.“ Pabbi Bjössa var tónlistarmaður, spilaði á trommur líkt og Bjössi gerði sjálfur síðar í lífinu. „Hann var rosalega vel metinn af vinum sínum. Hann dó árið 1992 og ég er ennþá að hitta fólk sem segir mér hvað hann hafi verið frábær,“ segir Bjössi um pabba sinn sem var ein- ungis 46 ára þegar hann lést. „Hann fær krabbamein í nýrun fyrst og það er tekið á því þannig að annað nýrað er fjarlægt. Ég man vel eftir því sumarið ’92 þegar hann f lutti á Siglufjörð, í sinn heimabæ, og var að ná lífi sínu aftur í réttar skorður. Hann keypti sér veitinga- stað og bjó þar fyrir ofan og þarna leið honum svo vel,“ segir Bjössi. „Þarna á ég mína seinustu minn- ingu af pabba heilbrigðum. Við fórum í göngutúr um Siglufjörð og hann var að sýna mér bæinn, hvar hann spilaði fótbolta þegar hann var lítill og svona,“ segir Bjössi en Fékk röng skilaboð í uppeldinu Hinn nýi sjónvarpsþáttur Bjössa, Glaumbær, hóf göngu sína í gær. Hann er spenntur og stressaður á sama tíma. MYND/ÍRIS DÖGG EINDARSDÓTTIR Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is seinna sama ár komu veikindin upp aftur og stuttu síðar, rétt fyrir jólin 1992, lést Stefán, faðir Bjössa. „Ég var mikið hjá honum á spítal- anum áður en hann dó. Ég sá að hann var að hrörna en ég hélt alltaf í vonina, sem er svo ótrúlega ævin- týraleg hugsun.“ Bjössi fór í ferðalag í Reykjaskóla með skólafélögum sínum og fyrsta kvöldið kallaði kennarinn á hann og bað hann að koma með sér inn á skrifstofu. Þar beið hans símtal frá móður hans sem sagði honum í símanum að pabbi hans væri dáinn. „Það má alveg deila um það hvort það hefði verið hægt að tækla þetta betur, hún spyr hvort ég vilji að hún komi og sæki mig en ég segist vilja vera þarna áfram, ætli ég hafi ekki bara verið að reyna að fresta þessu og þeirri staðreynd að þetta væri raunverulegt,“ segir Bjössi. „Ég gleymi því aldrei þegar ég fer aftur fram. Kennarinn fer á undan mér og segir krökkunum að ég sé búinn að missa pabba minn og þegar ég kem fram tekur bara á móti mér þrúgandi þögn og allir horfðu á mig en enginn vissi hvað hann átti að segja.“ Þarna á ég mína seinustu minningu af pabba heilbrigð- um. Stjórnleysi heima Bjössi segist skilja vel bæði mömmu sína og kennarann þrátt fyrir að lík- lega hefði verið hægt að bregðast betur við í þessum aðstæðum. „Það er bara þannig þegar einhver deyr að enginn veit hvernig á að bregðast við. Mamma og pabbi voru skilin mörgum árum áður en þetta gerðist en voru mjög góðir vinir. Þarna bjó mamma með fósturföður mínum sem drakk mikið og hún hafði bara ekki tólin til þess að gera þetta öðru- vísi.“ Það að missa pabba sinn svo ungur segir Bjössi hafa kennt sér 22 Helgin 29. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.