Fréttablaðið - 29.01.2022, Síða 24

Fréttablaðið - 29.01.2022, Síða 24
Ég var gjörsam­ lega filters­ laus fyrst. En nú er ég með frítt spil út lífið. Ég er heila­ bilaður! Ég var með svo góða reynslu af heilbrigðis­ kerfinu að ég ákvað að láta kíkja á þetta. Þá kom í ljós að þetta var illkynja krabbamein. Hjónin Steinn Sigurðsson og Valgerður Sigurðardóttir hafa gengið í gegnum hvert áfallið á fætur öðru síðustu árin. Nú fagna þau því að minnst áratugur er í næstu meðferðarlotu hjá Steini sem er með ólæknandi hvítblæði. Með stuðningi frá fjölskyldu og vinum hafa þau komist vel í gegnum erfiðleikana, alltaf með hreinskilni og húmorinn í fyrirrúmi. Við höfum náð að halda okkar striki í gegnum þet t a . Þet t a hef u r breytt okkar viðhorf- um gagnvart lífinu og tilverunni en ekki þannig að við sitjum eftir sár og svekkt. Lífið hefur bara haldið áfram,“ segir Valgerður. „Ég byrjaði að veikjast daginn eftir að Vala komst á lista Sjálf- stæðisflokksins fyrir kosningarnar 2018,“ segir Steinn. Húmorinn er þannig að þau geta hvorugt stillt sig um að botna setn- ingar hvort annars. „Ég sprengdi í honum hausinn,“ segir Valgerður. Lýsing hennar er ekki fjarri lagi en Steinn skartar myndarlegu öri á annarri hlið höfuðkúpunnar. Þau unnu bæði í upplýsingatækni. Vinnudagur Valgerðar 19. febrúar 2018 byrjaði á að þurfa að útskýra fyrir vinnuveitanda sínum að hún væri á leiðinni í framboð. „Svo eftir hádegi fæ ég símtal um að Steini sé kominn á spítala.“ Gat bent á hausinn „Það sprakk æð í höfðinu á mér hérna,“ segir Steinn og bendir á örið. „Þetta var lygilegur dagur hjá mér. Ég átti að mæta á fund hjá við- skiptavini. Hann hringdi og afbók- aði fundinn. Ég mæti á skrifstofuna. Þar var starfsmaður hjá mér sem átti að vera í skólanum. Hún kemur upp á skrifstofu og segir fúl að hún hafi ekkert ætlað að koma þangað, hún hafi ætlað í skólann. Ef ég hefði verið í umferðinni þá hefði ég lent á ljósa- staur og ef hún hefði ekki komið upp á skrifstofu þá hefði ég dáið.“ Fyrir tilviljun var sjúkrabíll í næstu götu og engin umferð á leiðinni á spítalann. „Þeir héldu að hann væri að fá hjartaáfall,“ segir Valgerður. Steinn var nánast með- vitundarlaus. „Það síðasta sem ég gat gert var að benda á hausinn. Þá vissu þeir nákvæmlega hvað var í gangi.“ Valgerður beið fram á kvöld í von og óvon. „Aron Björnsson heila- skurðlæknir sagði okkur að þetta hefði verið sekúnduspursmál. Hann sýndi mér myndir sem sýndu að heilinn hefði færst til.“ Höfuðið var nánast búið að fyllast af blóði. Steinn lamaðist öðrum megin, gekk það til baka nokkrum dögum síðar. „Eftir að búið var að kynna lista Sjálfstæðisflokksins formlega í Val- höll fór ég beint upp á gjörgæslu. Ég bauðst til að bakka, en það studdu mig allir, fyrir það er ég ákaflega þakklát,“ segir Valgerður. Steinn hefur einnig mætt sama viðhorfi hjá sínum vinnuveitanda. Frítt spil út lífið Við tók langt endurhæfingartíma- bil á Grensásdeild, Reykjalundi og nokkrar aðgerðir á augum. „Ég kom upp á spítalann og ætlaði að kyssa hann, hann tók því ekki vel og sneri sér undan. Hann þekkti mig ekki,“ segir Valgerður. „Ég sá þig alveg. Ég bara þekkti þig ekki,“ segir Steinn. „Ég var að hitta fólk úti í búð og vissi ekkert við hvern ég var að tala. Svo var alltaf einhver kona hangandi í kringum mig, leist ekkert á hana,“ segir hann, lítur á Valgerði og hlær. „Svo einn morguninn þá var allt komið í lag.“ Hugsanasían varð þó fyrir smá hnjaski. „Ég var gjörsamlega filters- Húmorinn er lífsviðhorf sem sigrar áföllin Steinn og Valgerður sammæltust um að láta áföllin bitna sem minnst á lífinu, ekki fela neitt og halda áfram að hafa gaman. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Opna þurfti höfuðkúpu Steins og mun- aði einungis sekúndum að ekki færi verr. MYND/AÐSEND Ari Brynjólfsson arib @frettabladid.is laus fyrst. En nú er ég með frítt spil út lífið. Ég er heilabilaður!“ segir Steinn og hlær. „Ég hef náð þessu að miklu leyti til baka.“ Heilablæðingin var þó einungis fyrsta áfallið. „2019, þetta var fyrsti dagurinn í sumarfríi á leikskól- anum, við mæðgur vorum að horfa á Brúðubílinn þegar lögreglan hringir í mig,“ segir Valgerður. „Þá hafði Steinn fengið flog í vinnunni og dottið illa á skrif borðið.“ Var f logaveikin af leiðing heilablæð- ingarinnar. „Ég er núna á lyfjum og held þessu alveg niðri,“ segir Steinn. Hvítblæðið er ólæknandi Ári síðar héldu þau að nú væri áföll- unum lokið. „Ég fann einn daginn svona hnúð undir hendinni. Ekk- ert illt, líklega stíf laður kirtill. Ég var með svo góða reynslu af heil- brigðiskerfinu að ég ákvað að láta kíkja á þetta. Þá kom í ljós að þetta var illkynja krabbamein. Hægfara eitilfrumuhvítbæði, CLL,“ segir Steinn. „Ég kynntist öðrum góðum lækni sem sagði mér að þetta væri ólæknandi.“ Það er þó hægt að lifa með sjúk- dómnum lengi. Var hann að klára sjö mánaða krabbameinsmeðferð. „Einu sinni í mánuði er þriggja daga meðferð, síðan ligg ég bara í hálfan mánuð. Í síðustu viku kláraði ég síðustu lotuna og þetta er farið úr líkamanum. Læknirinn gefur mér tíu ár fram að næstu lotu.“ Steinn er þó vongóður. „Þessi meðferð sem ég var í er ný, hún var ekki til fyrir tíu árum. Svo eru það margir með þetta, það eru um 25 manns á ári sem greinast hér á landi með þetta. Þannig að ég ætla að leyfa mér að vona að það verið mikið búið að gerast eftir tíu ár.“ Ala ekki upp snjókorn Valgerður er frá Hornafirði. Steinn er frá Gufuskálum. „Ég málaði mastrið í æsku, fór alla leiðina upp,“ segir Steinn stoltur. „Ég hef ekki orðið vör við þessa málunarhæfi- leika hér heima,“ bætir Valgerður við. Hafa þau nú verið í Grafarvog- inum í um tvo áratugi og eru orðin rótgróin. Þau eiga þrjú börn, öll sitt á hverju skólastiginu. „Við erum orðin mjög náin eftir þetta allt saman,“ segir Steinn. Valgerður segir að það hafi aldrei komið annað til greina en að segja þeim allt. „Við höfum aldr- ei hvíslast á um neitt. Þau vita allt og geta því sagt öllum allt.“ Steinn bætir við að það sé líka til að þau geti tekist á við áföll. „Við viljum ekki ala upp snjókorn.“ Fjölskyldan hefur alltaf náð að komast í útilegur, halda spilakvöld og jafnvel haldið áfram að fara á kajak, en þau eiga heima skammt frá Geldinganesi. Það eina sem hefur þurft að fórna vegna veikindanna eru mótorkrossferðir þeirra feðga. Þau eru með mjög góða reynslu af Landspítalanum. „Það er svo oft verið að gagnrýna heilbrigðiskerfið, ég get bara ekki tekið undir það. Við erum búin að prófa nánast allar deildir Landspítalans. Það er alveg fumlaus þjónusta,“ segir Steinn. Valgerður tekur undir það. „Ég er samt komin með ofnæmi fyrir aðstandendaherberginu á gjörgæsl- unni á Landspítalanum. Það þarf að taka það eitthvað í gegn,“ segir hún og hlær. Húmorinn er lífsviðhorf Steinn og Valgerður eru mjög hress og hætta ekki að reyna að láta hvort annað fara að hlæja. „Ég var mjög veikur á tímabili og var rúmliggj- andi,“ segir Steinn feginn að vera laus við krabbameinsmeðferðina. „Ég er búinn með Netf lix. Ég er meira að segja búinn með Harry Potter. Ég get ekki horft á sjónvarpið meira.“ Gat hann ekki hugsað sér heldur að spila tölvuleiki. „Þá varstu nú heppinn að eiga konu sem talar rosalega mikið,“ segir Valgerður og lítur á Stein. „Ég var með mikla ljós- og hljóðfælni á tímabili, þetta var eins og sírena af löggubíl inni hjá mér,“ svarar Steinn. Það kemst enginn í gegnum þetta og heldur uppi eðlilegu fjöl- skyldulífi hjálparlaust. „Við eigum frábæra fjölskyldu og stórkostlega vini. Við erum örugglega heppnasta fólk í heimi. Nágrannarnir okkar í götunni báru okkur á höndum sér á tímabili,“ segir Valgerður. Leituðu þau ráðgjafar meðal annars hjá Krabbameinsfélaginu. „Þetta snýst allt um að halda geðheilbrigðinu í lagi, sérstaklega hjá börnunum.“ Hyggst hún því fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins leggja fram tillögu í borgarstjórn í næstu viku um að Reykjavíkurborg, fyrst sveitarfélaga, móti sér geðheilbrigðisstefnu varð- andi geðrækt, forvarnir og þjónustu í geðheilbrigðismálum. „Við erum með stefnu um nánast allt, því ekki geðheilbrigði?“ Ætlar hún að halda áfram í borgarstjórn og stefnir á forystusæti í kosning- unum í vor. Þau átta sig á því bæði að húm- orinn þeirra kann að hljóma ein- kennilega. Hann er orðinn hluti af lífsviðhorfinu, sem hefur bæði hjálpað þeim í gegnum erfiðleik- ana og mun fleyta þeim áfram árin sem eru eftir. Kjarnaði Valgerður það ágætlega. „Ef maður hefur ekki gaman af lífinu, til hvers er það þá?“ n 24 Helgin 29. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.