Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.01.2022, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 29.01.2022, Qupperneq 30
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Við stöndum einstaklega vel að vígi hér á landi, því við erum þegar með græna orkuvinnslu, en það er hins vegar ljóst að við þurfum að gera enn betur fyrir orkuskipti framtíðarinnar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkj- unar. Eins og komið hefur fram í fréttum er eftirspurn viðskipta- vina Landsvirkjunar nú meiri en fyrirtækið getur orðið við. „Við erum auðvitað háð duttlungum náttúrunnar og þurrt veður á síðasta ári veldur því að staða miðlunarlóna er ekki góð og við höfum því þurft að grípa til skerðinga í afhendingu á raforku,“ segir Hörður. „Þær skerðingar koma til framkvæmda hjá þeim sem hafa keypt skerðanlega orku sem er ódýrasta orkan, einmitt á þeim forsendum að komið geti til skerðinga við þær aðstæður sem nú eru uppi. Það gildir til dæmis um fiskimjölsverksmiðjurnar, sem nú þurfa að brenna olíu, í stað þess að nýta hreina orku. Auðvitað er vont að þurfa að grípa til slíkra ráða, en við eigum ekki annarra kosta völ við núverandi aðstæður.“ Hörður segir mikilvægt að tryggja orkuöryggi á heildsölu- markaði, þ.e. framboð raforku til sölufyrirtækja, en í dag er óljóst hver ber ábyrgð á að tryggja það. „Eftirspurn eftir raforku fer sífellt vaxandi, bæði vegna aukins hag- vaxtar en ekki síður vegna orku- skipta. Núna er engin ný virkjun í byggingu hér á landi og ný virkjun gæti í fyrsta lagi hafið rekstur eftir fimm ár. Við sjáum því fram á tímabil þar sem eftirspurn verður meiri en framboð. Það er hins vegar ekki seinna vænna að huga að framtíðinni. Við þurfum meiri raforku. Samkvæmt spám Samorku og Orkuspánefndar þurfum við 600 MW til að mæta orkuskiptum í samgöngum á landi, þ.e. vegna einkabíla sem og allra vörubíla, hópbifreiða og vinnuvéla. Og við þurfum tvisvar sinnum það, eða 1200 MW, til að uppfylla jafnframt þörf vegna orkuskipta í skipaflot- anum og flugflotanum innanlands. Rafbílavæðingin er þegar hafin og ég er sannfærður um að notkun rafeldsneytis af ýmsum toga mun aukast gríðarlega hratt á öðrum sviðum á næstu áratugum.“ Vatn, varmi og vindur Forstjóri Landsvirkjunar segir að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið. „Við ætlum okkur að gera heiminn grænni og þá verðum að huga að aukinni, grænni orkuvinnslu. Undirbúningur vatnsafls- og jarðvarmavirkjana tekur minnst áratug, ferli leyfisveitinga að undir- búningi loknum getur tekið um 5 ár og loks taka útboð og bygginga- framkvæmdir önnur 5 ár. Ef við værum að byrja frá grunni á nýrri virkjun núna þá gætum við gert okkur vonir um að hún yrði tilbúin árið 2042. Stjórnvöld hafa sett sér markmið í loftslagsmálum sem gera ráð fyrir miklum samdrætti í losun á næstu 8 árum, kolefnis- hlutleysi árið 2040 og að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er enn bætt í, því nú er stefnt að jarðefnaeldsneytislausu Íslandi árið 2040. Það blasir við að það er ekki eftir neinu að bíða, eigi þessi markmið að nást. Landsvirkjun er í dag langt komin í undirbúningi nokkurra virkjana, Hvammsvirkjunar í Þjórsá, virkjana á veituleið Blöndu og stækkun Þeistareykjavirkjunar. Við getum lokið þeim undirbún- ingi á næstu mánuðum. Ef öll til- skilin leyfi fást gætum við ákveðið að ráðast í framkvæmd þeirra, en sú framkvæmd tæki þá um fimm ár,“ sagði Hörður. Mikill rekstrarbati Orkufyrirtæki þjóðarinnar er vel í stakk búið til að mæta áskorunum nýrra tíma. „Landsvirkjun stendur vel og við treystum okkur til að taka vel á móti framtíðinni,“ segir Hörður. „Við höfum endursamið um raforkuverð við stórnotendur á síðustu 10 árum, svo nú er það sambærilegt því sem gerist t.d. í Noregi og Kanada. Þetta eru flókn- ir samningar um mikilvægustu viðskiptahagsmuni Íslendinga, en við höfum náð góðum árangri og sú staðreynd skýrir mikinn rekstrarbata Landsvirkjunar, sem nú hefur sambærilegan efnahags- legan styrk og systurfyrirtæki okkar á Norðurlöndum.“ Á síðustu 10 árum hafa skuldir Landsvirkjunar lækkað um yfir 200 milljarða króna, á sama tíma og fjárfest hefur verið fyrir yfir 100 milljarða. „Arðgreiðslur til ríkis- sjóðs hafa að sama skapi aukist. Þannig hefur þjóðin notið góðs af orkuauðlind sinni.“ Hörður segir að núverandi við- skiptavinir Landsvirkjunar séu mikilvægur hluti af framtíðinni. „Við ætlum okkur að eiga gott viðskiptasamband við þá, hér eftir sem hingað til. Þeir greiða hér sambærilegt verð fyrir raforkuna og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Stærstu viðskiptavinir okkar, álverin, eru með eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist í slíkum iðnaði, einmitt vegna þess að þau nýta grænu orkuna okkar. Þau semja um orku- kaup til langs tíma og sú staðreynd gefur okkur auðvitað sterkan grunn að byggja á. Þá má líka nefna að innan þessara stórfyrir- tækja er unnið að alls konar nýjum lausnum í umhverfis- og loftslags- málum og þær munu án efa nýtast í framtíðinni. Við verðum líka alltaf að hafa í huga að fjölbreyttar stoðir undir atvinnulífi auka styrk þess. Við höfum gengið í gegnum tvær djúpar kreppur á þessari öld og séð með eigin augum hversu nauðsynlegt það er að vera ekki með öll eggin í sömu körfunni.“ Gerist vart grænna Landsvirkjun vinnur yfir 70% af allri raforku í landinu, úr endur- nýjanlegum auðlindum. „Almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu í heiminum er að hún losi undir 100 grömm koldíoxíðs á hverja kíló- vattstund. Losun Landsvirkjunar er einungis 3,7 grömm á kílóvatt- stund. Grænna gerist það varla. Þessi græna orka nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og hjá fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu. Næstu skref eru að græna orkan taki við í sam- göngum og annars staðar þar sem jarðefnaeldsneyti er nú ríkjandi. Við erum farin að huga að því hvernig best verður að slíku staðið. Hvort við nýtum grænu orkuna til vinnslu á vetni, ammoníaki, metani eða metanóli. Við höfum beislað orku vatnsfalla og jarð- varma og nú þurfum við líka að beisla vindinn.“ Á Íslandi er nóg af vindinum, en Hörður segir að vanda þurfi valið á svæðum sem fara undir vindmyllur. Landsvirkjun hefur hannað Búrfellslund, þar sem gert er ráð fyrir 30 vindmyllum á 18 km² svæði. „Reyndar var í fyrstu ráðgert að vindlundurinn yrði stærri, en við endurhönnuðum lundinn í sam- ræmi við ábendingar sem bárust í umhverfismati, minnkuðum hann og völdum honum nýjan stað. Með því móti er dregið úr því að vindmyllurnar sjáist frá vinsælum áningarstöðum í nágrenninu. Við reynum eftir megni að taka tillit til athugasemda sem lúta að sýnileika mannvirkja í náttúrunni.“ Fáum ekki betra vopn í hendur Hörður bendir á að með því að nota endurnýjanlega raforku sé komið í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. „Sparnaður í losun koldíoxíðs vegna starfsemi okkar á ári hverju er um 2,7 milljón tonn, miðað við ef notað væri jarðefnaeldsneyti. Það jafngildir þrefaldri losun vegna vegasamgangna á ári hverju og þetta eina dæmi sýnir með slá- andi hætti hversu mikinn hag við höfum af grænu orkuvinnslunni. Efnahagsáhrifin af orkuvinnslunni eru mjög jákvæð og koma fram í arðsemi Landsvirkjunar, sparnaði í innflutningi á jarðefnaeldsneyti og rekstri iðnfyrirtækjanna sem nýta orkuna. Við fáum vart betra vopn í hendur en þessa grænu orku, til að takast á við loftslagsbreytingar og bæta lífskjör okkar á sama tíma.“ ■ Hörður Arnar- son, forstjóri Landsvirkj- unar, segir: „Við ætlum okkur að gera heiminn grænni og þá verðum við að huga að aukinni, grænni orku- vinnslu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Við höfum gengið í gegnum tvær djúpar kreppur á þess- ari öld og séð með eigin augum hversu nauð- synlegt það er að vera ekki með öll eggin í sömu körfunni. Hörður Arnarson 2 kynningarblað 29. janúar 2022 LAUGARDAGURORK A ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.