Fréttablaðið - 29.01.2022, Side 34

Fréttablaðið - 29.01.2022, Side 34
HÖFUÐSTÖÐVAR VERKÍS Ofanleiti 2, 103 Reykjavík | sími 422 8000 | verkis.is VERKÍS er öugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta okks þjónustu á öllum sviðum verkfræði. Reynsla og þekking skilar sér til viðskiptavina í traustri og faglegri ráðgjöf og ölbreyttum lausnum. ÞEKKING Í VERKI Hallgrímur Hallgrímsson hannar vindmyllur fyrir danska orkufyrirtækið Ørsted. sandragudrun@frettabladid.is Fyrirtækið var stofnað á sínum tíma til að vinna olíu og náttúru- gas úr Norðursjónum, en einbeitir sér nú að grænni orkuframleiðslu. Hallgrímur segir að fyrirtækið, sem hét upphaflega DONG Energy, hafi nýtt olíuhagnaðinn meðal annars til að þróa vindorku og kaupa minni orkufyrirtæki í þeim geira. „Hægt og rólega tók vindorkan, og þá sérstaklega hafvindorkan, yfir og varð að stærstu tekjulind fyrirtækisins. Olíu- og gashlutinn var seldur út, nafninu breytt, og nú einbeitir fyrirtækið sér að grænni orkuframleiðslu,“ útskýrir Hall- grímur. Hallgrímur er byggingarverk- fræðingur og stýrir teymi verk- fræðinga og tækniteiknara við hönnun á burðarvirkjum sem teygja sig frá hafsbotni og upp í 15-30 metra fyrir ofan sjávarmál. „Burðarvirkin sem við hönnum eru undirstöður fyrir vindmyllu- turninn sem kemur ofan á,“ útskýrir hann. Vindmyllur á hafi úti eru stærsti hluti orkuframleiðslu Ørsted en Hallgrímur segir að fyrirtækið eigi líka vindmyllur á landi, sólarorku- ver, varmaorkuver sem brenna lífrænu eldsneyti og kolaorkuver. Hann segir mikla vinnu í gangi við að breyta kolaorkuverunum í brennslu á lífrænu eldsneyti en langtíma markmiðið er að fram- leiða einungis græna orku. „Mér skilst að vindorka sé um 40% af allri raforkuframleiðslu í Danmörku. Danir byrjuðu að þróa vindmyllur til raforkuframleiðslu upp úr 1970 þegar olíukreppan skall á. Fyrirtæki sem höfðu verið í stálsmíði byrjuðu að smíða vind- myllur til raforkuframleiðslu. Danir hafa sérþekkingu á nýtingu vindorku og búa yfir miklu hugviti sem þeir selja út um allan heim,“ segir Hallgrímur. „Danir hafa reist vindgarða víða í Danmörku en ég held að það sé að minnka mikið, enda ekki enda- laust af landi í boði. Hins vegar tel ég að hafvindmyllugörðum muni fjölga í Danmörku og hlutfall vind- orku hækka í heildarorkunotkun Dana.“ Vindorkan hefur kosti og galla Hallgrímur telur að helsti kostur vindorku umfram annars konar raforkuframleiðslu sé fyrst og fremst sá að vindorka er 100% endurnýjanleg, auk þess sem fram- leiðsla vindorku er tiltölulega ódýr. „Við sjálfa raforkuframleiðsluna losnar ekkert CO2 út í andrúms- loftið, þannig að þetta er töluvert græn orka,“ segir hann, en nefnir að helsti gallinn sé að vindgarður taki mikið pláss. „Þess vegna sjáum við víða í Norður-Evrópu, eins og til dæmis í Danmörku, Þýskalandi og á Bretlandseyjum, að það er ekkert mikið af landsvæðum eftir þar sem menn vilja byggja vindgarða. Þess vegna er hafvindmyllubransinn í svona miklum vexti. Það er líka sjónmengun og hávaðamengun frá þeim. Það er enn þá fullt af vanda- málum sem þarf að leysa til að geta kallað raforkuframleiðslu frá vind- myllum 100% græna orku.“ Hallgrímur segir að umhverfi þar sem vindurinn blæs jafnt henti best fyrir vindmyllur. Einnig þarf jörðin undir að skapa sterka undir- stöðu. Aðspurður hvort hann viti hversu margar vindmyllur eru í Danmörku, segist hann ekki vita það. „En það kæmi mér ekki á óvart að þær væru jafn margar og vötnin á Arnarvatnsheiði, hólarnir í Vatns- dal og eyjarnar í Breiðafirði.“ Hallgrímur telur að vindmyllur séu ábyggilega vænlegur kostur á Íslandi að einhverju leyti, en eftir að hafa búið erlendis í 15 ár sér hann betur og betur hversu sérstök náttúran á Íslandi er. „Mér þætti persónulega miður ef vindmyllur yrðu stór hluti af útsýninu á Íslandi. Hins vegar væri allt í lagi að reisa 2-3 stórar vind- myllur þar sem fyrir eru stóriðju- fyrirtæki. Hafa ber líka í huga að vatnsaflsvirkjanir valda líka töluverðum breytingum á nátt- úrunni og ágætt að skoða alla kosti sem eru í boði. Við getum líka alveg byggt hafvindmyllugarða, en þurfum að athuga að þeir eru enn í dag dýrari orka miðað við vatnsafl. Hins vegar er þróunin mjög hröð og við sjáum kostnaðinn lækka frá ári til árs sem skýrist að mestu leyti af því að samkeppnin eykst ásamt meiri stöðlun og fjöldafram- leiðslu í þessum geira.“ n Fleiri vindmyllur en eyjarnar á Breiðafirði Hallgrímur Hallgrímsson, byggingarverk- fræðingur Hallgrímur hannar hafvind- myllur ásamt hópi sérfræð- inga. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY 6 kynningarblað 29. janúar 2022 LAUGARDAGURORK A ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.