Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 51
Deildarstjóri viðhaldsdeildar
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða öflugan og
metnaðarfullan einstakling til að leiða nýja deild fasteigna og viðhalds á skrifstofu
framkvæmda og viðhalds. Við leitum að einstaklingi með ríka forystu- og samskipta-
hæfileika, frumkvæði til að þróa nýjar lausnir og vilja til að leiða breytingar. Helstu
verkefni nýrrar deildar eru m.a. að tryggja gott viðhald mannvirkja, öruggt og
heilnæmt umhverfi og nýta fjármuni með hagkvæmum hætti. Deildarstjóri mun starfa
með starfshópi að viðhaldsátaki á húsnæði leikskóla, grunnskóla og frístundar.
Á deildinni starfa 15–20 starfsmenn, verkefnastjórar og fasteignastjórar. Um er
að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er
á teymisvinnu og góða þjónustu. Næsti yfirmaður deildarstjóra er skrifstofustjóri
skrifstofu viðhalds og framkvæmda.
Helstu verkefni
• Stýrir deild viðhaldsmála og er
næsti yfirmaður þeirra sérfræðinga
sem starfa á deildinni.
• Ber ábyrgð á daglegri skipulagningu
og stýringu verkefna deildarinnar.
• Hefur yfirumsjón með undirbúningi
og rekstri viðhaldsverkefna og
eftirfylgd með framgangi.
• Sér um áætlanagerð og ráðgjöf
um forgangsröðun viðhalds-
framkvæmda.
• Gerir þjónustu- og ramma-
samninga og kemur að vinnu
við útboðsgerð.
• Gerir rekstraráætlanir vegna
reksturs deildar og gætir að
hagkvæmni í rekstri.
• Vinnur teymisvinnu með öðrum
deildarstjórum og skrifstofustjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf á sviði verkfræði,
tæknifræði, byggingarfræði eða
í sambærilegum tæknigreinum
sem nýtist í starfi.
• Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
s.s. á sviði stjórnunar er kostur.
• Leiðtogahæfileikar, frumkvæði
og faglegur metnaður.
• Mjög góðir hæfileikar til samskipta
og samvinnu.
• Reynsla af verkefnastjórnun
og mannaforráðum.
• Víðtæk starfsreynsla á starfssviði
og haldgóð þekking á byggingum
og viðhaldi bygginga.
• Reynsla og/eða þekking á verkefnum
sem tengjast innvist, raka, myglu og
hljóðvist og umhverfisvænu efnisvali.
• Reynsla af starfs- og fjárhags-
áætlanagerð.
• Gott vald á íslensku og hæfni til
að tjá sig í ræðu og riti. Góð færni
til framsetningar og greiningar á
flóknum gögnum.
UMHVERFIS- OG SKIPULAGSSVIÐ
Borgartún 12–14 • S. 411 11 11 • usk@reykjavik.is
Umsóknum skal fylgja ferilskrá, upplýsingar um umsagnaraðila og kynningarbréf
þar sem umsækjendur gera grein fyrir hæfni sinni í umrætt starf.
Um er að ræða 100% starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi kjarafélags. Fyrirspurnum skal beina til
Ámunda V. Brynjólfssonar, skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds mannvirkja,
Amundi.V.Brynjolfsson@Reykjavik.is. Sótt er um starfið reykjavik.is undir
Laus störf og Deildarstjóri viðhaldsdeildar.
Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar 2022.
Viltu vera með í að
HUGSA VEL UM
borgina okkar?
Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs vill auka lífsgæði
í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir
enn betri borg. Ánægja starfsfólks er forgangsverkefni
innan sviðsins og lögð er áhersla á að gera vinnuumhverfi
starfsfólks aðlaðandi, öruggt og skilvirkt.
Við finnum rétta starfsmanninn fyrir þig
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is