Fréttablaðið - 29.01.2022, Side 55

Fréttablaðið - 29.01.2022, Side 55
faxafloahafnir.is Faxaflóahafnir sf. eru með starfsemi í Reykjavík, á Akranesi, á Grundartanga og í Borgarnesi. Öll kyn eru hvött til að sækja um en fyrirtækið hefur skýr jafnréttismarkmið og vill auka fjölbreytileika í starfsliði sínu. Starfsstöð beggja starfanna er í Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið gefur Gísli Jóhann Hallsson yfirhafnsögumaður gisli@faxafloahafnir.is Umsókn ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið olafur@faxafloahafnir.is, eigi síðar en sunnudaginn 6. febrúar n.k. Faxaflóahafnir sf. óska eftir að ráða réttindamanneskjur til starfa í hafnarþjónustu. Störfin í hafnarþjónustu felast í leið- og hafnsögu skipa, skipstjórn og vélstjórn á dráttarbátum, einnig hafnarvörslu, móttöku skipa og öðrum tilfallandi störfum. Hjá Faxaflóahöfnum starfa 70 manns, en fyrirtækið leggur áherslu á að vera leiðandi í umhverfismálum og að þróa snjallar og grænar hafnir. Einnig felst í starfsemi fyrirtækisins þróun lands, umsýslu og skipulagi lóða, hafnarþjónustu og gæðavottunum. Unnið er samkvæmt fyrirliggjandi vaktaplani. Erum við að leita að þér? Skipstjóri / Hafnsögumaður Hæfniskröfur Skipstjórnarréttindi D (3 stig) Slysavarnaskóli sjómanna Góð tölvukunnátta Góð íslensku- og ensku kunnátta Kunnátta í einu norðurlandamáli æskileg Vélstjóri Hæfniskröfur Vélstjórnarréttindi VF.1 Slysavarnaskóli sjómanna Góð tölvukunnátta Góð íslensku- og ensku kunnátta • • • • • • • • • Ný stofnun, Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, hefur tekið til starfa með gildistöku laga nr. 88/2021. Stofnunin sinnir eftirliti með gæðum þjónustu sem veitt er meðal annars á grundvelli barnaverndarlaga, laga um félags- þjónustu sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Hjá stofnuninni starfa sérfræðingar með margvíslegan bakgrunn og sérhæfingu á sviði félags- og menntavísinda. Stofnunin er staðsett í nýuppgerðu skrifstofuhúsnæði á Suðurlandsbraut 24. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála leitar að fólki með fjölbreytta reynslu, þekkingu og menntun sem er reiðubúið að taka þátt í áhugaverðum og krefjandi verkefnum hjá nýrri stofnun í metnaðar- fullu vinnuumhverfi. Sérfræðingar í leyfateymi Lausar eru stöður í leyfateymi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Stofnunin gefur út leyfi til einkaaðila sem veita þjónustu samkvæmt þeim lagabálkum sem stofnunin sinnir eftirliti með, til að mynda leyfi til fósturforeldra, leyfi til stuðningsfjölskyldna og leyfi til að reka skammtímadvalir fyrir fatlað fólk, svo fátt eitt sé nefnt. Lögfræðingur Lögfræðingar hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála sinna lögfræðilegri ráðgjöf þvert á verkefnasvið stofnunarinnar. Um er að ræða spennandi starf þar sem viðkomandi hefur tækifæri til að móta verklag nýrrar stofnunar. Skjalastjóri Fjölbreytt starf skjalastjóra stofnunarinnar er laust til umsóknar. Í starfinu felst meðal annars ábyrgð á þróun verklags við skjalastjórnun og fræðsla og ráðgjöf til starfsmanna um skjalamál. Fjölbreytt og krefjandi störf hjá nýrri stofnun Nánari upplýsingar um ofangreind störf má finna á vef stofnunarinnar, gev.is og á Alfred.is ATVINNUBLAÐIÐ 21LAUGARDAGUR 29. janúar 2022

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.