Fréttablaðið - 29.01.2022, Side 56

Fréttablaðið - 29.01.2022, Side 56
Þátttakandi í íslensku atvinnulífi í 50 ár Auglýst er laust til umsóknar embætti aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess að vera lögreglustjóra til aðstoðar í samræmi við ákvæði lögreglulaga nr. 90/1996 og reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglu fer aðstoðar- lögreglustjóri með stjórn löggæslusviðs embættisins. Um spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf er að ræða sem heyrir undir lögreglustjóra. Löggæslusvið embættis sinnir almennri löggæslu en undir sviðið heyra fjórar lögreglustöðvar embættisins auk aðgerðardeildar og umferðardeildar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfsstöðvum. Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI. Helstu verkefni og ábyrgð: • Lögreglustjóra til aðstoðar í daglegum störfum • Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi löggæslusviðs embættisins • Tekur þátt í áætlangerð, skipulagningu og markmiðasetningu embættisins og tryggir að unnið sé í samræmi við stefnu, áherslur og markmið • Ber ábyrgð á almannavörnum í umboði lögreglustjóra • Ákveður framkvæmd löggæslu og annarra verkefna á löggæslusviði • Ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd aðgerðatengdrar þjálfunar lögreglu- manna embættisins þvert á deildir • Ber ábyrgð á rekstri, viðhaldi og endurnýjun ökutækja lögreglu og öðrum búnaði almennrar lögreglu • Almennt fyrirsvar og bein samskipti við ráðuneyti, önnur embætti, stofnanir og fjölmiðla um verkefni löggæslusviðs og annarra deilda í samráði við lögreglu- stjóra • Seta í yfirstjórn embættisins og þátttaka í stefnumótun Hæfniskröfur: Umsækjendur skulu uppfylla skilyrði 3. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, sbr. 2. mgr. 28. gr. sömu laga, en aðrar hæfniskröfur eru auk þess: • Yfirgripsmikil þekking á verkefnum lögreglunnar • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum • Mikil og fjölbreytt reynsla af stjórnun í almennri löggæslu, þjálfun og aðgerða- stjórn • Árangursrík reynsla af almennri stjórnun og stefnumótun. • Góð þekking og/eða reynsla af rekstri • Góð þekking og/eða reynsla af áætlanagerð • Framúrskarandi forystu- og samvinnuhæfni. • Farsæl reynsla af því að leiða verkefni til árangurs. • Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti Dómsmálaráðherra skipar aðstoðarlögreglustjóra til 5 ára í senn, sbr. lög um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Um laun og starfskjör lögreglu- stjóra fer eftir samningi fjármálaráðherra og Landssambands lögreglumanna. Upplýsingar um starfið veitir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri í síma 444 1000 eða með tölvupósti HallaBB@lrh.is. Umsóknarfrestur er til og með 16.02.2022. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Sækja skal um stöðuna með pósti á netfangið starf@dmr.is. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá, afrit af prófskírteinum, upplýsingar um umsagnaraðila og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfylli hæfniskröfur fyrir starfið. Umsækjandi skal í kynningar- bréfi gera skýra grein fyrir hæfni sinni í samræmi við þær hæfniskröfur sem fram koma í 28. gr. laga nr. 90/1996 og auglýsingunni. Í umsókninni skulu einnig koma fram upplýsingar um hvern og einn þeirra þátta sem tilgreindir eru í 28. gr. lögreglu- laga og auglýsingunni auk annarra upplýsinga sem varpað geti ljósi á faglega eigin- leika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf aðstoðarlögreglustjóra. Aðstoðarlögreglustjóri löggæslusvið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.