Fréttablaðið - 29.01.2022, Side 65

Fréttablaðið - 29.01.2022, Side 65
Ef við Íslending- ar ætlum að fram- leiða sjálf þá orku sem fara á í orku- skiptin þá þarf að virkja meira. Kolbrún Rein- holdsdóttir Fjölmörg spennandi verk- efni og tækifæri eru fram undan í orkugeiranum hérlendis. Hjá verkfræðistof- unni EFLU fer fram greining á raforkukerfinu á Íslandi fyrir ýmsa aðila. Orkumál hafa verið mikið í umræðunni síðustu misseri enda afar mikilvæg fyrir íslenskt sam- félag að svo mörgu leyti. Umræða um raforkuskort og skerðingar til fiskimjölsverksmiðja, ásamt umræðu um orkuskiptin og metn- aðarfullar yfirlýsingar stjórnvalda tengdar þeim, hefur verið áberandi undanfarin ár og virðast mjög skiptar skoðanir um þessi mál. EFLA er ein stærsta verkfræði- stofa landsins og hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengdum orkumálum, bæði innanlands og erlendis. Þau Steinþór Gíslason, sviðsstjóri orkusviðs, og Kolbrún Reinholdsdóttir, rafmagnsverk- fræðingur M.Sc. og fyrirliði á orkusviði, vinna við að greina raforkukerfið á Íslandi fyrir ýmsa aðila og eru öllum hnútum kunnug þegar kemur að íslenska orku- markaðinum. Þau eru sammála því að orku- vinnslukerfi landsins séu nánast fullnýtt eins og staðan er í dag. „Heildar uppsett afl raforku í landinu er um 2.850 MW og orku- vinnslugeta kerfisins er rúmlega 20 TWh. Stór hluti þeirrar orku er seldur til stórnotenda sem hafa gert samninga til langs tíma. Það er ákveðinn sveigjanleiki í þeim samningum, bæði fyrir orku- kaupanda og seljanda. Síðustu mánuði hefur hrávöruverð verið hátt í heiminum og þá eru þeir samningar fullnýttir, auk þess sem vatnsstaða í lónum hefur verið slæm sem leiðir til skerðingar fyrir fyrirtæki sem kaupa skerðanlega orku,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir þó að hafa þurfi í huga að út frá hagkvæmnisjónar- miði geti verið óhagstætt að reisa virkjanir sem eiga að anna afltoppum sem aðeins standa yfir í stuttan tíma og hagkvæmara gæti verið að nota aðra orkugjafa til að anna þeim, flestir þeir sem kaupa skerðanlega orku eiga og geta notað dísilstöðvar þegar þeir fá ekki afhenta orku frá raforku- kerfinu. Gerast í nokkrum skrefum Mikil umræða hefur verið í sam- félaginu undanfarið um orkuskipti en í hverju felast full orkuskipti, líkt og markmið stjórnvalda kveða á um? „Orkuskipti þýðir í raun að hverfa frá jarðefnaeldsneyti,“ segir Steinþór. „Fyrir okkur Íslendinga er hagkvæmast að rafvæða það sem hægt er og nýta aðra orkugjafa þar sem ekki er talið mögulegt að nota rafmagn beint. Þau munu taka tíma og orkuþörf þeirra er ekki mikil í upphafi. Orkuskiptin munu gerast í nokkrum skrefum á næstu árum. Fyrst verða þau í samgöngum á landi, síðar taka við orkuskipti skipa og flugvéla.“ Metnaðarfull sýn Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands er metnaðarfull sýn í lofts- lagsmálum og orkuskiptum. Mark- miðið er að Ísland nái kolefnis- hlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti, fyrst ríkja í heiminum, að sögn þeirra Kolbrúnar og Steinþórs. „Heildar orkuþörf orkuskipta eru metin á bilinu 10-12 TWh og mun koma fram á næstu 20-30 árum. Þessa tölu má setja í samhengi við það að heildarnotkun raforku á Íslandi í dag er um 20 TWh. En mikilvægt er að hafa í huga að sú orka verður ekki endilega framleidd á Íslandi heldur gæti hún verið innflutt. Ef við Íslendingar ætlum að framleiða sjálf þá orku sem fara á í orkuskipt- in þá þarf að virkja meira, miðað við að núverandi atvinnustarfsemi og að lífsmynstur landsmanna sé óbreytt,“ segir Kolbrún. „Ef orkuþörfin minnkar ekki þurfum við meiri raforku vegna orkuskipta. Reglulega koma upp raddir sem stinga upp á því að loka á stórnotendur vegna orkuskipta, t.d. með því að loka álveri. Það hefur hins vegar neikvæð áhrif á kolefnislosun fyrir heiminn í heild þar sem álframleiðslan myndi líklegast færast yfir til álvera sem nota kol sem orkugjafa.“ Það er því töluverð óvissa í tölum vegna orkuskipta, þar sem ekki er ljóst hvaða tæknilausn verður fyrir valinu. Mikið hefur verið rætt um eldsneyti sem búið er til með rafmagni, svokallað rafeldsneyti. „Þar erum við t.d. að tala um vetni sem síðan er hægt að breyta í orkugjafa með því að vökvagera það og hægt er að nýta beint á vélar sem eru hannaðar fyrir jarðefnaeldsneyti. Þetta er mun orkufrekara ferli en að nýta raforkuna beint. Einnig má ekki gleyma því að á komandi árum geta komið fram nýjar lausnir, sem geta leitt til minni orkuþarfar,“ bætir Kolbrún við. Gríðarleg uppbygging EFLA hefur um margra ára skeið unnið að orkuverkefnum erlendis, þá sérstaklega í Noregi og Svíþjóð þar sem fyrirtækið er með starfs- stöðvar. „EFLA hefur verið aðalráð- gjafi við hönnun flutningskerfisins fyrir Statnett í Noregi frá 2008 og við erum einnig í veigamiklu hlut- verki við hönnun háspennulína fyrir Svenska kraftnät í Svíþjóð og lönduðum m.a. stærsta samningi okkar þar til þessa í vikunni. Sá samningur felst í hönnun á nýrri 400 kV línu og er virði samningsins um 200 milljónir króna,“ segir Steinþór. Fram undan er gríðarleg upp- bygging á flutningskerfum raforku á Norðurlöndunum og víðar í Evr- ópu að þeirra sögn. „Ástæða þess er þríþætt. Raforkuflutningskerfin eru víða orðin gömul og þarfnast endurnýjunar. Raforkunotkun er að aukast sem kemur m.a. til vegna orkuskipta og tengingar á milli landa hafa verið að aukast mjög mikið á síðustu árum og því er orðinn alþjóðlegur markaður með raforku í Evrópu. Eftirspurn eftir grænni orku hefur aukist mjög mikið á síðustu árum og það tengist orkuskiptunum,“ bætir Steinþór við. Bylting fram undan Þau segja algjöra byltingu fram undan í orkumálum hjá nágranna- þjóðum okkar og sú þróun sé einn- ig í gangi víðar. „Í nýlegri greiningu rekstraraðila flutningskerfa Norðurlandanna (Nordic Grid Development) er metið hvernig raforkunotkun og -framleiðsla þarf að þróast á Norðurlöndunum til þess að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Miðað við þá sviðsmynd þá mun raforkunotkun á Norður- löndum aukast um rúmlega 60% á næstu 20 árum og framleiðsla á grænni orku rúmlega tvöfaldast. Sú aukning á framleiðslu er fyrst og fremst í vindorkunni sem er í mikilli þróun á Norðurlöndum og víðar í heiminum. Þó að það verði að teljast ólíklegt að þessi sviðs- mynd raungerist þá er ljóst að fram undan er algjör umbylting í orku- málum á Norðurlöndunum og við hjá EFLU finnum beint fyrir þeim áhrifum í mikilli aukningu verk- efna og bjartar horfur á þessum mörkuðum ,“ segir Steinþór. Virkjun vindorkunnar á teikniborðinu Mörgum þykir athyglisvert hversu lítið Íslendingar hafa komið nálægt þróun vindorkunnar, miðað við nágrannaþjóðir okkar. Þau segja ástæðurnar vera nokkrar. „Íslendingar byrjuðu seint að hugsa um vindorkuna samanborið við margar aðrar Evrópuþjóðir m.a. vegna þess að við Íslendingar erum í sterkri stöðu hvað varðar beislun jarðhita og fallvatna. Það hefur einnig verið tregða og óvissa í leyfisveitingarferlinu, t.d. á tímabili um það hvort lög um Rammaáætlun eigi að gilda fyrir vindorkuverkefni eða ekki og svo hefur verið ákveðinn seinagangur í afgreiðslu Alþingis. Það hefur síðan valdið því að fjárfestar hafa verið tregir til að stíga inn en sú staða er að breytast þessi miss- erin,“ segir Steinþór Þróunin síðasta áratug er sú að fjárfestingarkostnaður vindorku- vera hefur lækkað mikið. „Nú er svo komið að vindorkan er víðast hvar á góðum svæðum orðin ódýr- ari kostur hvað varðar fjárfestingu á hvert uppsett MW samanborið við jarðhita og vatnsafl. EFLA hefur aðstoðað sveitarfélög með stefnumótun varðandi þessi mál og einnig aðstoðað fjárfesta í undirbúningsferli á vænlegum svæðum. Aðstæður til virkjunar vindorku á Íslandi eru víða mjög hagstæðar og staðsetning Íslands er einnig mjög áhugaverð með tilliti til mögulegrar framleiðslu á rafeldsneyti og því eru hér skýr tækifæri til framtíðar,“ bætir Stein- þór við. Margt þarf að ganga upp Þau segja ýmsa ólíka þætti þurfa að ganga upp ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum um full orkuskipti og kolefnishlut- laust Ísland árið 2040. „Það er nærtækast að líta á samgöngur á landi og hraða orkuskiptum hjá bílaleigubílum, leigubílum og almenningssamgöngum. Fjölga þarf hraðhleðslustöðvum víðs vegar um landið, þannig að rafbíla- eigendur geti ferðast um landið án þessa að vera með „drægnikvíða“. Einnig þarf að fjárfesta í nýsköp- unarverkefnum tengdum nýjum orkugjöfum eins og vetni, met- anóli, ammoníaki og rafdísel, sem og verkefnum sem binda kolefni og samspili þeirra við vindorkugarða. Reisa þarf nýjar virkjanir sem geta verið vatnsafls-, jarðvarma- eða vindorkuver. Svo þarf að styrkja flutnings- og dreifikerfið og nýta möguleika snjallmæla við sölu á raforku,“ segir Kolbrún. Steinþór segir almenning einnig geta tekið beinan þátt með því að nota sparneytnari tæki og vélar. „Auk þess getur almenningur breytt lífsmynstri sínu með því að spá í hvers við neytum daglega og hvernig og hvert við ferðumst. Allt þetta getur haft áhrif á orku- þörfina. Markmið stjórnvalda er metnaðarfullt og jákvætt en nú er þörf á ákvörðunum og aðgerðum til að þetta markmið náist.“ n Skýr tækifæri til framtíðar Steinþór Gísla- son, sviðsstjóri orkusviðs, og Kolbrún Rein- holdsdóttir, rafmagnsverk- fræðingur M.Sc. og fyrirliði á orkusviði EFLU. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Markmið stjórn- valda er metnaðar- fullt og jákvætt en nú er þörf á ákvörðunum og aðgerðum til að þetta markmið náist. Steinþór Gíslason kynningarblað 9LAUGARDAGUR 29. janúar 2022 ORK A ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.