Fréttablaðið - 29.01.2022, Síða 76

Fréttablaðið - 29.01.2022, Síða 76
Við vorum niður- lægðar til að þjóna öðru fólki, annað hvort í pólitískum eða fjár- hagslegum tilgangi. Umræða um valdaójafnvægi í tengslum við #MeToo varð til þess að Monica Lewinsky, sem hefur þurft að þola opin- bera smánun í áratugi, leit sambandið sem hún átti við þáverandi forseta Banda- ríkjanna öðrum augum. Við lifum á tímum magn- aðra breytinga sem fengnar hafa verið fram í krafti kvenna sem neituðu að sitja lengur á sér þegar kemur að kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Í krafti ítrekaðra #MeToo-byltinga hefur vafasöm og jafnvel ólögleg hegðun komið fram í dagsljósið og gerendur mætt afleið- ingum gjörða sinna. Undanfarið hefur mikið verið fjallað um frásögn ungrar konu, Vitaliu Lazareva, af samskiptum hennar við sér eldri og valdameiri karla. Í því samhengi hefur umræða um valdaójafnvægi komið upp og er áhugavert að skoða annað, ekki svo ósvipað mál, sem vakti heims- athygli undir lok síðustu aldar: Sam- band Hvítahússlærlingsins Monicu Lewinsky við yfirmann sinn Bill Clinton, þáverandi forseta Banda- ríkjanna. Monica sem nú er 48 ára gömul var ekki nema 22 ára þegar sam- band hennar og forsetans hófst en það varði í eitt og hálft ár. Bill var þá fimmtugur. Það eru nú bara 24 ár frá árinu 1998, árinu sem upp komst um samband þeirra, en þegar litið er til umfjöllunarinnar og af leið- inganna sem hún hafði fyrir unga konu, sem vann sér það til saka að verða ástfangin af giftum yfirmanni sínum, mætti halda að lengra væri um liðið. Líf Monicu Lewinsky átti aldrei eftir að verða samt, hún var „þessi kona“, og úthrópuð sem slík. En hennar tími er mögulega kom- inn, því nú heyrum við hennar sögu á allt annan hátt en áður – og sjálf lítur hún hana öðrum augum. Flúði sviðsljósið Monica hefur í gegnum tíðina tekið að sér hin og þessi verkefni, meðal annars í fjölmiðlum, leikið í auglýs- ingum, tekið þátt í raunveruleika- þáttum og framleitt töskulínu – en fjarlægðist svo sviðsljósið, að eigin frumkvæði, í áratug. Á þeim tíma lauk hún meðal annars meistara- gráðu í sálfræði frá LSE í London. Það var svo árið 2014 að kastljósið beindist aftur að henni en í þetta sinn á hennar eigin forsendum. Hún fór að láta til sín taka í baráttu gegn einelti á internetinu eða „cyber- bullying“, enda ekki óreynd í þeim efnum. Ekki aftur tvítug Sjálf hefur Monica látið hafa eftir sér að hún sé mögulega eina mann- eskjan sem komin sé yfir fertugt sem vilji alls ekki líða aftur eins og hún sé tvítug. Þegar Monica var rétt rúmlega tvítug var hún þekkt um allan heim sem „þessi kona“, konan sem þáverandi forseti Bandaríkjanna Bill Clinton átti í kynferðislegu sambandi við en reyndi árangurs- laust að þræta fyrir. Heimsbyggðin smjattaði á óþægilegum atriðum úr einkalífi hennar, hún var úthrópuð sem hjónadjöfull, gert var grín að útliti hennar, athöfnum og einka- samtölum og hún höfð að háði og spotti í spjallþáttum og dagblöðum. Og síðast en ekki síst lék hún, aðeins 24 ára gömul, stórt hlutverk í einu stærsta pólítíska hneykslismáli í sögu Bandaríkjanna. Þetta var þó fyrir tíma samfélags- miðla og ekki ýkja flókið að ímynda sér hvers lags útreið hún hefði fengið eftir að þeir voru komnir til sögunnar og í raun hver einasta manneskja með internet-tengingu komin með sinn eigin „fjölmiðil“. Endurheimti valdið En aftur að árinu 2014, þegar Monica hafði þagað þunnu hljóði í áratug, en brýndi þá raust sína í Hennar tími kominn Monica Lewinsky við frumsýningu þáttaraðarinnar Impeachment: American Crime Story í Hollywood síðastliðið haust. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Monica ásamt Bill Clinton, en þessi mynd var lögð fram sem sönnunargagn í Starr-rannsókninni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Monica ásamt leikkonunni Beanie Feldstein sem leikur hana í þátta- röðinni Impeachment: American Crime Story. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY grein í tímaritinu Vanity Fair – þar sem hún sagðist vilja færa fortíð sinni einhvern tilgang. Ári síðar flutti hún áhrifaríkan fyrirlestur á TED og talaði þar um hina opinberu niðurlægingu sem hún upplifði. Segja má að með þessu tvennu hafi Monica endurheimt vald yfir eigin lífi og breytt sögu sinni. Loks- ins virtust áheyrendur tilbúnir, enda hafði ansi mikið breyst ára- tugina tvo á undan. Monica og við hin búum nefnilega í nýjum heimi þegar kemur að umræðu um kyn- ferðislega áreitni, mörk og valda- ójafnvægi. Í raun hefur ótrúlega margt breyst bara frá því að Monica steig aftur fram og ræddi upplifun sína á TED fyrir átta árum síðan. Ýfði upp sárin Sjálf á hún stóran þátt í breyting- unni, enda hennar saga talandi dæmi um gríðarlegt valdaójafn- vægi þar sem hún, 22 ára gamall lærlingur í Hvíta húsinu, fellur fyrir tæplega fimmtugum giftum for- setanum, sem sannfærir hana um að ástin sé endurgoldin. Neitar því svo öllu. Hver man ekki eftir frægri setningu hans: „Ég átti ekki kyn- ferðislegt samneyti við þessa konu.“ Monica segir frá því í TED-fyrir- lestri sínum að Tyler Clementi, nemandi við Rutgers-háskóla í New Jersey, hafi haft mikil áhrif á sig. Hún hitti raunar aldrei Tyler sem svipti sig lífi árið 2010, eftir að herbergisfélagi hans tók upp náin samskipti hans við annan mann og setti á netið. Monica lýsir því hvernig móðir hennar hafi hrein- lega brotnað saman yfir umfjöllun- inni um sviplegt fráfall Tylers og ástæður þess. Sjálf áttaði Monica sig ekki á því fyrr en frá leið að umfjöll- unin hefði ýft upp gömul sár í hjarta móður hennar. Sárin voru frá þeim tíma sem móðir hennar leyfði dótt- ur sinni ekki að læsa baðherberginu og svaf við hlið hennar hverja nótt af ótta við að sjálf færi hún sömu leið og Tyler. Hótað fangelsisvist Ekki nóg með að hin rúmlega tví- tuga Monica, sem enn bjó í for- eldrahúsum, hafi á einni nóttu öðlast vafasama heimsfrægð, þá var hún einnig orðin vitni í opinberri málsókn gegn einum valdamesta manni heims. Hún þurfti að þola 11 klukkustunda yfirheyrslur þar sem henni var hótað 27 ára fang- elsisvist. Niðurstaðan var 160 blaðsíðna skýrsla sem lögð var fyrir banda- ríska þingið, pólitískur ferill Bills Clinton beið verulegan hnekki og lærlingurinn með háleitu draumana var nú þekkt sem „þessi kona“. Sam- komulag sem Monica skrifaði undir takmarkaði hvað hún gat rætt um opinberlega, en í samvinnu við Andrew Morton skrifaði Monica ævisögu sína, Monica’s Story, sem kom út árið 1999 þegar hún var 26 ára, en í bókinni segir hún meðal annars frá sinni hlið um sambandið við Bill. Háir lögfræðireikningar Í tilefni bókarinnar birtist Monica í viðtali við hina frægu sjónvarpskonu Barböru Walter í þættinum 20/20 á ABC og fylgdust 70 milljónir Banda- ríkjamanna spenntir með. Í Monicu hlut kom hálf milljón Bandaríkja- dala fyrir bókina og ein milljón fyrir alþjóðlegan sýningarrétt þáttarins, en þrátt fyrir það sat Monica uppi með háa reikninga frá lögmönnum. Að finna hefðbundnara starf, fjarri kastljósi fjölmiðla, reyndist Monicu erfitt. Henni var jafnvel ráðlagt að skipta um nafn en fannst frekar augljóst að það dygði skammt enda andlit hennar álíka þekkt og nafnið. Leit sambandið öðrum augum Svo kom #MeToo og Monica, sem hefur alla tíð sagt samband sitt við Bill Clinton hafa verið með sam- þykki beggja aðila, skrifaði aðra grein í Vanity Fair, sem fjallar um hversu f lókið valdaójafnvægið getur reynst. Greinin ber nafnið Valdójafnvægi – og möguleikinn á að misnota sér það – fyrirfinnst einnig þegar kynlífið er með sam- þykki (Power imbalances – and the ability to abuse them – do exist even when the sex has been con- sensual). Í greininni segir Monica frá því hvernig frásagnir fjölmargra kvenna í krafti #MeToo hafi fengið hana til að sjá samband sitt við for- setann í nýju ljósi og átta sig betur á því valdaójafnvægi sem þar birtist. Sambandið milli unga lærlingsins og eins valdamesta manns heims. Konur hafa orðið Nú hafa konur orðið. Monica hefur orðið og á hennar hlið er nú hlustað. Þriðja þáttaröð American Crime Story kom nýverið út og ber hún heitið Impeachment. Umfjöllunar- efni þessara tíu þátta er sambandið og af leiðingar þess og er Monica einn framleiðenda. Eins kom út heimildarmyndin 15 Minutes of Shame, sem fjallar um hina opinberu smánun sem Monica varð fyrir vegna sambands síns við forsetann og er framleidd af henni sjálfri. Í hlaðvarpi á vegum New York Times spjallaði Monica við blaða- manninn Kara Swisher um þátta- röðina og hennar sýn á samfélags- miðla og útilokunarmenningu. Meðal annars sagði hún: „Ég held að það fyrsta sem fauk út árið 1998 hafi verið sannleikurinn og það næsta var samhengið. Og það eru engin blæbrigði. Við vorum allar konur sem var þrýst inn í sviðs- ljósið í pólitískum tilgangi. Og við hlutum allar minnkun. Við vorum niðurlægðar til að þjóna öðru fólki, annað hvort í pólitískum eða fjár- hagslegum tilgangi.“ n Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 28 Helgin 29. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.