Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 25.03.2022, Qupperneq 4
Hér er full samstaða um að það hafi verið mjög mikilvægt að fara út í þessar þvinganir og að halda þeim til streitu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Útgáfa trygginga fyrir flóttafólk er í forgangi hjá Sjúkratryggingum. olafur@frettabladid.is VIÐSKIPTI Í ársbyrjun 2020 lækkaði gjaldskrá Íslandspósts fyrir pakka- og vörusendingar um allt að 37 prósent og magn flutninga jókst til muna. Aukning varð líka á árinu 2021. Fyrir gjaldskrárlækkun voru bréf, pakkar og vörusendingar sótt til fyrirtækja gegn mjög vægu gjaldi þrátt fyrir að tap væri á þeirri starf- semi. Í ársreik ning i Íslandspóst s kemur ekki fram sundurliðun á magni innlendra og erlendra pakkasendinga. Fyrir liggur að verulegt tap var á innlendum pakka- og vörusend- ingum fyrir árið 2020 og samkvæmt ógegnsæjum ársreikningum félags- ins bendir ekkert til að úr því hafi dregið við 37 prósenta gjaldskrár- lækkun. Pakkasendingar eru á samkeppn- ismarkaði og lagalega ber Íslands- pósti að verðleggja pakkasendingar svo þær standi undir raunkostnaði og skili hæfilegum hagnaði. Þrátt fyrir lagaskyldu um hið gagnstæða bendir f lest til þess að Íslandspóstur hafi beitt undirverð- lagningu til að styrkja stöðu sína á samkeppnismarkaði og nýtt fram- lag frá skattgreiðendum til að fjár- magna taprekstur á þeim markaði. Fréttablaðið hefur kallað eftir skýringum frá Íslandspósti um þetta efni. Einnig hefur verið óskað eftir upplýsingum frá innviðaráðu- neytinu og Byggðastofnun, sem fer með eftirlit með Íslandspósti, um lögmæti gjaldskrár Íslandspósts, án þess að svör hafi borist. ■ Engin svör fást um umdeilda verðlagningu Póstsins Á síðu 11 í ársskýrslu Íslandspósts er graf sem sýnir magnaukningu pakka en veitir í raun engar upplýsingar. Forsætisráðherra telur ólík- legt að stríðinu í Úkraínu ljúki í bráð. Burtséð frá því hvort brátt verði samið um frið hafi stór gjá myndast milli vesturveldanna og Rússlands. Kjarnorkuógnin sé líka alltaf fyrir hendi. kristinnhaukur@frettabladid.is ÚKRAÍNA Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra telur að áhrif stríðs- ins og sú gjá sem myndast hefur milli vesturveldanna og Rússlands muni vara í langan tíma. Katrín sótti neyðarfund Atlantshafsbanda- lagsins í Brussel í gær vegna stríðsins í Úkraínu. Einnig fara neyðarfundir Evrópusambandsins og iðnríkjanna sem mynda G7 fram í borginni. „Það hefur orðið skýrt rof í sam- skiptunum við Rússland eftir þessa innrás,“ segir Katrín. Telur hún ólík- legt að samið verði um frið í Úkra- ínu í bráð. Þó svo færi væri óneitan- legt að gjáin væri orðin dýpri. „Að sjálfsögðu vona ég að þetta stríð dragist ekki á langinn. Staðan er hræðileg, fjöldi fólks á f lótta, að berjast og deyja. Það er vilji okkar allra og von að þessu stríði ljúki sem fyrst. Því miður óttast ég að áhrifin verði töluverð og til lengri tíma,“ segir hún. NATO hefur verið gagnrýnt fyrir að beita sér ekki með ákveðnari hætti, en á neyðarfundinum var það ítrekað að bandalagið myndi ekki beita sér með beinum hætti gegn Rússum. Þó verður Úkraína studd enn frekar með búnaði, þar á meðal hergögnum, en einnig mannúðar- aðstoð og móttöku flóttafólks. Ákveðið var að auka enn á við- búnaðinn austan megin í banda- laginu, eftir skýrt ákall frá leið- togum þeirra ríkja. Þá var ákveðið að framlengja skipunartíma Jens Stolten berg, hins norska fram- kvæmdastjóra NATO, sem átti að taka við sem seðlabankastjóri í heimalandinu í haust. Deilt hefur verið um hversu mikl- um árangri viðskiptaþvinganirnar gegn Rússum skili. Aðspurð um þetta atriði segir Katrín leiðtogana sannfærða um að þær séu að virka, enda séu þær mun umsvifameiri en áður hafi sést. „Stríðið hefur nú staðið yfir í mánuð og allir vissu að það myndi taka einhvern tíma fyrir þær að virka,“ segir Katrín. „Hér er full samstaða um að það hafi verið mjög mikilvægt að fara út í þessar þvingan ir og að halda þeim til streitu.“ Meðal þess sem kom fram hjá Stoltenberg í gær var að ef Rússar beittu efnavopnum gæti það knúið NATO til þess að skerast í leikinn með beinum hætti, það er vegna hættunnar á að eitrun bærist til NATO-ríkja. Ljóst er því að stig- mögnun stríðsorðræðunnar heldur áfram. Enn er líka rætt um kjarna- vopn og mögulega notkun Rússa á taktískum kjarnaoddum. „Raunveruleikinn sem við stönd- um frammi fyrir er að sú ógn er alltaf fyrir hendi,“ segir Katrín um kjarnorkuvána. „Hún minnir okkur á það núna, frekar en nokkru sinni fyrr, hversu mikilvægt það er að eftirlit með kjarnavopnum sé fyrir hendi og raunver uleg ir samningar um afvopnun.“ ■ Rof hafi myndast gagnvart Rússlandi Katrín ræðir við Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, í Brussel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Velkomin á stórsýninguna Verk og vit 2022 Stórsýningin Verk og vit 2022 Íslenskur byggingariðnaður, mannvirkjagerð og skipulagsmál Laugardalshöll 24.–27. mars OPNUNARTÍMI FAGAÐILAR ALMENNIR GESTIR Föstud. 25. mars kl. 11-19 Laugard. 26. mars kl. 11-17 kl. 11-17 Sunnud. 27. mars kl. 12-17 kl. 12-17 Verð aðgöngumiða: kr. 3.500 kr. 1.750 Aðgöngumiði fagaðila gildir alla sýningardagana Miðasala á verkogvit.is, tix.is og við innganginn Allt það nýjasta í íslenskum byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum Fyrsta flóttafólkið lenti á Kefla- víkurflugvelli í byrjun mars. adalheidur@frettabladid.is FLÓTTAFÓLK Fyrstu tuttugu flótta- mennirnir sem hingað komu frá Úkraínu hafa fengið íslenska sjúkra- tryggingu og þar með fullan rétt til greiðsluþátttöku hins opinbera í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að Sjúkratryggingar muni áfram setja útgáfu trygginga fyrir flóttamenn í forgang þannig að þær verði virkar innan sólarhrings frá því nauðsynleg gögn berast. Sjúkratryggingar gera jafnframt ráð fyrir að taka þátt í móttöku flóttamanna í miðstöðinni í Domus Medica, með því að vera þar með fulltrúa sem geta gefið upplýsingar um afgreiðslu hjálpartækja og lyfja- korta, greiðsluþátttöku í heilbrigðis- þjónustu og fleira. Þá er tekið fram í tilkynningunni að f lóttafólk, eins og aðrir, hafi ávallt aðgang að bráðaþjónustu, óháð því hvort sjúkratrygging er frágengin. ■ Fyrsti hópurinn sjúkratryggður 4 Fréttir 25. mars 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.