Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 6
Eldur blossaði upp þegar starfsmenn voru að vinna með hreinsað bensín. Þegar fólk sér fram á persónulega ábyrgð, og mögulegan fang- elsisdóm, vegna vist- morðs geta þessi ákvæði haft forvarnar- gildi. Andrés Ingi Jónsson, þing- maður Pírata Hópur þingmanna vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að vistmorð verði skil- greint sem glæpur samkvæmt alþjóðalögum. Núverandi lög gangi ekki nógu langt. kristinnhaukur@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Tólf þingmenn Pírata, Vinstri grænna, Samfylk- ingar og Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkis- stjórnin beiti sér fyrir því að vist- morð verði skilgreint sem brot á alþjóðalögum. Þá geti Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag dregið einstaklinga til ábyrgðar fyrir slík brot. Orðið vistmorð (e. ecocide) hefur verið til síðan á áttunda áratug síðustu aldar, en hefur ekki verið mikið notað nema á undanförnum árum. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki enn viðurkennt vistmorð sem glæp. Eins og þjóðarmorð er alvar- legasti glæpurinn gagnvart fólki er vistmorð sá alvarlegasti gagnvart umhverfinu. Umhverfisspjöll sem eru svo alvarleg að þau geta haft áhrif á frið og öryggi í heiminum. „Þetta eru brot sem fólk er orðið miklu meðvitaðra um í seinni tíð,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmað- ur Pírata og fyrsti f lutningsmaður tillögunnar. „Við gætum tekið dæmi af stórfyrirtæki sem ryður stórt landsvæði í regnskógi til að koma fyrir námu- eða olíuvinnslu. Eða beinar aðgerðir stjórnvalda, eins og nýleg árás rússneska hersins á Zapo- rizhzhia-kjarnorkuverið í Úkraínu. Ef það hefði sprungið er ekki víst að lög um stríðsglæpi næðu yfir það.“ Rétt eins og hefðbundið morð þarf vistmorð ekki að vera af ásetn- ingi. Gáleysi eða stórkostlegt gáleysi heyrir þar undir. „Tsjernobíl var gáleysisbrot. Fólk hefði átt að vita að svona gæti farið,“ segir Andrés. Alþjóðlegi sakamáladómstóll- inn hefur lögsögu í fjórum mála- f lokkum. Hópmorðum, glæpum gegn mannúð, strípsglæpum og glæpum gegn friði. Verði vistmorði bætt inn í þarf að gera breytingar á Rómarsáttmálanum frá árinu 1998. Hafa ber þó í huga að stór ríki eins og Kína og Indland hafa ekki undir- ritað hann og Bandaríkin og Rúss- land ekki fullgilt hann. Samkvæmt núverandi alþjóð- legum skuldbindingum er hægt að heimfæra ákveðinn umhverfis- skaða í hernaðarátökum á tiltekin ákvæði laga, en þá þarf að vera um ásetningsbrot að ræða. Dæmi um þetta getur verið eyðilegging ræktarlands með sprengingum eða eitri. Taki dómstóllinn vistmorð inn í sína lögsögu myndi það einnig ná yfir friðartíma- og gáleysisbrot. Vistmorð þarf hins vegar alltaf að vera alvarlegt og dómstóllinn því ekki að hafa lögsögu yfir vægari og staðbundnari brot. „Loftslagsváin á stóran þátt í að þetta er komið á dagskrá,“ segir Andrés. „Sú ógn sem vistkerfum jarðar stafar af henni er orðin mik- ill áhrifavaldur að óstöðugleika í heiminum. Bæði beinar hamfarir og afleiddar ófarir eins og fólksflótti.“ Andrés segir það mikilvægt að einstaklingar þurfi að svara til saka fyrir vistmorð, en ekki fyrirtæki, stofnanir eða ríki. Það sé auðvelt fyrir stjórnendur að skýla sér bak við það og borga sektir. „Þegar fólk sér fram á persónulega ábyrgð, og mögulegan fangelsisdóm, vegna vistmorðs, geta þessi ákvæði haft forvarnargildi,“ segir Andrés. ■ Vistmorð verði skilgreint sem glæpur Geislavirkni mæld nálægt Tsjernóbíl- kjarnorkuverinu eftir slysið árið 1986. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Opnaðu myndavélina í símanum þínum og skannaðu þennan QR kóða. Stöðvum kynferðisofbeldi á djamminu lovisa@frettabladid.is COVID-19 Alls hafa fimmtíu ein- staklingar leyst Parkódín út oftar en einu sinni eftir að Lyfjastofnun samþykkti tímabundna heimild til að afgreiða Covid-sjúklinga um tíu 500 milligramma töf lur án lyfja- ávísunar. Af þeim sem hafa fengið Parkódín afgreitt oftar en einu sinni hafa fjögur prósent fengið lyfið afgreitt oftar en tvisvar frá 16. mars þegar heimildin var veitt. Samkvæmt Lyfjastofnun er það brot á reglum að afgreiða f leiri en tíu töflur á þessu tíu daga tímabili frá útgáfu vottorðs. Frá 16. mars til 23. mars höfðu 2.944 einstaklingar fengið afgreidd- ar tíu töf lur af 500 milligramma Parkódíni á grundvelli undanþág- unnar, en hún var veitt í því skyni að létta álagi af heilsugæslunni og heilbrigðiskerfinu en Parkódíninu er einkum ætlað að slá á hósta og önnur óþægindi af Covid-sýkingu. Í því skyni að koma í veg fyrir að fólk fengi lyfið afgreitt oftar en heimilt er fengu lyfsalar aðgang að vinnslukerfi lyfjaafgreiðsla til að kanna hvort fólk hefði áður fengið það afgreitt, með eða án lyfjaávís- unar. Fréttablaðið greindi frá því að eftir að tímabundna heimildin var veitt rauk Parkódín úr hillum apó- teka og þurftu margir lyfsalar að opna stærri pakkningar til að geta afhent fólki aðeins tíu töflur. ■ Nánar á frettabladid.is Fimmtíu hafa fengið Parkódín umfram heimild Fólk smitað af Covid-19 hefur fengið undanþágu og getur keypt 10 töflur af Parkódíni í apóteki án lyfseðils. bth@frettabladid.is GRENIVÍK Tveir starfsmenn Pharm- arctica á Grenivík brenndust alvar- lega eftir sprengingu í fyrirtækinu í fyrradag. Sveitarstjóri, Þröstur Friðfinnsson, segir mikla nánd og samstöðu í samfélaginu. Fólk sé mjög slegið. Eldur blossaði upp þegar starfs- menn voru að störfum með hreins- að bensín. Starfsfólk og aðstand- endur hafa átt kost á áfallahjálp frá Rauða krossinum. Fyrirtækið framleiðir meðal ann- ars snyrtivörur. Hefur framleiðslan gengið vel undanfarið og veitt 14-16 manns störf. ■ Tveir starfsmenn brenndust illa adalheidur@frettabladid.is ORKUMÁL Dregið gæti til tíðinda varðandi kaup rík is ins á Landsneti á þessu ári. Þetta sagði Bjarni Bene- diktsson, fjármála- og efnahagsráð- herra, á ársfundi Landsvirkjunar í gær. Hann sagði að í orkustefnunni væri rík áhersla lögð á að flutnings- kerfið sé í eigu opinberra aðila. Í fyrra var undirrituð viljayfir- lýsing við Landsvirkjun, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða, um viðræður við ríkið um kaup á hlutum þeirra í Lands- neti. Í ræðu sinni þakkaði Bjarni stjórnendum og starfsfólki Lands- virkj unar vel unnin störf en Lands- virkjun greiðir 15 millj arða arð til rík is ins, tí falt meira en fyr ir fjór um árum. ■ Ríkið eignist Landsnet á árinu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráð- herra 6 Fréttir 25. mars 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.