Fréttablaðið - 25.03.2022, Side 10

Fréttablaðið - 25.03.2022, Side 10
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Við lifum á sérlega refsi glöð­ um tímum þar sem tíðkað er að rifja upp atvik sem gerð­ ust fyrir mörgum árum og sýna ein­ staklinga í verulega slæmu ljósi. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Það getur verið þó nokkuð vanda- samt að vera þokkaleg manneskja í þessum heimi enda mistekst okkur það öllum einstaka sinnum. Af mis- tökum má hins vegar læra og sá lær- dómur kennir okkur f lestum að engin ástæða sé til að endurtaka vitleysuna. Þannig gerum við á lífsleiðinni ýmislegt vafasamt en sjáum venjulega að okkur og þroskumst um leið. Sumir eru þó í þeirri stöðu að þeir virðast nánast dæmdir til að endurtaka mistök sín. Þetta á ekki síst við um þá sem eru fastir í áfengis- og vímuefnaneyslu. Í slíku ástandi gerir fólk ýmislegt sem það myndi ekki gera, væri það með sjálfu sér. Svo að segja hver einasti einstaklingur þekkir einhvern í umhverfi sínu sem hefur verið vel á veg kominn með að eyðileggja líf sitt og hefur um leið skapað öðrum sorg og skaða með hegðun sinni. Sumir eiga ekki afturkvæmt frá þessu líferni en það á alls ekki við um alla. Þegar fíkill ákveður að snúa baki við fyrra líferni og byggja sig upp að nýju, þá streymir gleði og feginleiki um aðstandendur og vini. Vondi tíminn er að baki. Eða hvað? Manneskja sem vill snúa baki við fyrra lífi og verða betri en hún var á sínum verstu stundum verður að mæta skilningi. Endalaust er hægt að rifja upp allt það sem hún gerði þegar henni var ekki sjálfrátt og dæma hana af hörku og miskunnarleysi. En það er ekki sann- gjörn meðferð á manneskju, sem orðin er allt önnur en hún var, að velta henni miskunnar- laust upp úr fortíð sem var ömurleg, bæði fyrir viðkomandi og aðra. Fortíðin á ekki endalaust að elta fólk uppi. Við lifum á sérlega refsiglöðum tímum þar sem tíðkað er að rifja upp atvik sem gerðust fyrir mörgum árum og sýna einstaklinga í verulega slæmu ljósi. Lítið þýðir að benda á að viðkomandi hafi þá verið á vondum stað í lífinu en langt sé síðan hann hafi áttað sig og skapað sér betra líf. Sá sem nefnir þetta er umsvifalaust dæmdur sem skelfilega meðvirk- ur, sagður vera að réttlæta hrikalega hegðun og fær yfir sig vænan skammt af svívirðingum. Sú fallega og réttláta hugsun að allir eigi rétt á öðru tækifæri í lífinu á ekki sérlega mikið upp á pallborðið í samtíma okkar. Það sama á við um fyrirgefninguna, hún þykir líka óskaplega hallærisleg. Boðorð dagsins er að það eigi að refsa og engu gleyma. Um leið er lítið sem ekkert rými fyrir skilning, umburðarlyndi og fyrirgefn- ingu. Í allri sinni miklu grimmd er refsigleðin við völd. n Fortíðin Samfylkingin, Viðreisn og Píratar leggja til að þjóðin fái að svara eftirfarandi spurningu játandi eða neit- andi í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir árslok: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusam- bandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ Flokkarnir hafa lagt fram þingsályktun þess efnis á Alþingi, því við teljum aðildarviðræður við Evrópu- sambandið varða grundvallarhagsmuni þjóðar, og mikilvægt að kalla eftir afstöðu hennar. Viðbrögð stjórnarliða við auknum áhuga almenn- ings á Evrópusamstarfi og umræðu um þjóðar- atkvæðagreiðslu bera hins vegar þess merki að þeir óttist að spyrja þjóðina um framhald viðræðna. Lík- lega vegna þess að þeir eru hræddir við niðurstöðuna; hræddir við að þjóðinni gæti þótt það spennandi að taka þátt í friðarbandalagi vinaþjóða, sem hefði auk þess afar jákvæðar efnahagslegar afleiðingar og bætt lífskjör í för með sér. En þótt Sjálfstæðismönnum kunni að þykja „ósmekklegt“ að ræða þetta risastóra hagsmunamál opinberlega nú þegar breytt heimsmynd blasir við, og forsætisráðherra telji ástæðulaust að spyrja þjóðina þar sem ríkisstjórnarflokkarnir séu á móti aðild, kalla nýjar áskoranir og breytt heimsmynd á aukna samvinnu lýðræðisþjóða; samvinnu um grunngildi, menningu og efnahag. Óábyrg útilokun Evrópusambandið leggur áherslu á viðskiptafrelsi, lýðræði og sjálfbærni, en það hefur einnig tekið sér vaxandi hlutverk í varnar- og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Ísland hefur mikla hagsmuni af því að taka þátt í slíku samstarfi og eiga sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Það er óábyrgt af ríkisstjórnarflokkunum að útiloka með öllu samstarf sem getur aukið velsæld og öryggi landsmanna – án þess að þjóðin fái nokkra aðkomu að þeirri ákvörðun. Treystum þjóðinni og kjósum um framhaldið! n Treystum þjóðinni Logi Einarsson formaður Sam- fylkingarinnar Það er óábyrgt af ríkis­ stjórnar­ flokkunum að útiloka samstarf sem getur aukið velsæld og öryggi lands­ manna. ÍÞRÓTTAVIKAN MEÐ BENNA BÓ FÖSTUDAGA KL. 19.00 ser@frettabladid.is Neyðarlegt Það er auðvitað svolítið neyðar- legt að mæta aftur og ævinlega í samkvæmi samtakanna sem maður er heitstrengingslega á móti. Þetta er svona eins og Frammarinn sé manna glaðastur á þorrablóti Valsaranna, eða svipað því að KA-maðurinn sé aðalræðumaðurinn á lokahófi Þórsara, jafnvel áþekkt því að Helgi Áss Grétarsson gangist við formennsku í Öfgum, kvenna- hópnum sem berst gegn kyn- ferðislegu ofbeldi. En svona er nú komið fyrir Katrínu Jakobsdótt- ur, formanni þess stjórnmálaafls sem hefur mestan og dýpstan ímugust á Nató. Nauðsynlegt En kannski er þetta bara í sam- ræmi við síðustu tíma þegar engir vinna meira og þéttar saman en sósíalistar og kapítal- istar, síðhærðir sófakommar og kapítalistar af Tortóluðustu gerð, en þannig er nú bara komið fyrir pólitíkinni, ef maður þarf að þýð- ast Nató þá þýðist maður Nató, ef maður þarf að taka í höndina á Erdogan þá bara réttir maður út spaðann. Og allt í nafni þessa pólitíska möguleika sem fyrr og áður átti að heita ómöguleiki. Og nú er bara beðið eftir því að Bjarni Benediktsson verði aðal- ræðumaður hjá Menningar félagi Íslands og ráðstjórnarríkjanna og komist við í hrifningu sinni yfir því kompaníi. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 25. mars 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.