Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 12
Merkisatburðir Kortlagning, verndun og upp- lifun af víðernum Íslands verður til umræðu á málþingi í Norræna húsinu í dag. arnartomas@frettabladid.is Víðerni Íslands verða í brennidepli á fjölbreyttu málþingi í Norræna hús- inu í dag undir yfirskriftinni Víðerni í víðu samhengi: Kortlagning, verndun og upplifun. Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands og Vatnajökulsþjóðgarður standa fyrir málþinginu, þar sem rætt verður um stöðu og mikilvægi íslenskra víðerna frá fjölda sjónarhorna. „Þetta er mjög viðamikil dagskrá,“ segir Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðu- maður Stofnunar Sæmundar fróða. „Við fáum erindi frá innlendum og erlendum fyrirlesurum enda brýnt að horfa á málefni víðerna bæði frá innlendu og alþjóðlegu sjónarhorni,“ og bætir við að á málþinginu verði þrjár málstofur. „Í þeirri fyrstu munum við ræða kort- lagningu og vernd víðerna, í annarri munum við ræða upplifanir, áskoranir og tækifæri þegar ferðast er um víðerni og að þeirri umræðu koma bæði ferða- þjónustan, náttúruverndarsamtök og fulltrúar gangandi og akandi ferðafólks. Í síðustu málstofunni munum við svo skoða víðerni og framtíðina.“ Hafdís Hanna segir að lagt hafi verið upp úr því að fá sjónarhorn sem flestra sem láta sig víðerni varða, bæði sér- fræðinga og ýmsa hagaðila. „Við erum að fá mjög marga að pallborðunum. Þar verða bæði forstjórar helstu stofnana sem koma að kortlagningu víðerna og rammaáætlun, fræðimenn og fulltrúar frá ferðaþjónustunni, náttúruverndar- samtökum og öðrum sem nýta víðerni.“ Brýn umræða Málþingið segir Hafdís Hanna tilkomið af nokkrum ástæðum. „Í fyrsta lagi liggur fyrir að við þurfum að kortleggja víðerni Íslands,“ segir hún. „Náttúruverndarlögunum var breytt í fyrra og samkvæmt þeim á fyrstu kort- lagningu óbyggðra víðerna alls landsins að vera lokið fyrir júní á næsta ári.“ Þá segir Hafdís Hanna mikilvægt að taka afstöðu til þess hvort það sé ástæða til að vernda tiltekin svæði á Íslandi sem óbyggð víðerni. Í því samhengi má til dæmis nefna ítarlega endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun Vatna- jökulsþjóðgarðs og hvaða gildi óbyggð víðerni eigi að hafa í rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. „Svo hefur einnig verið mikil umræða nýlega um orkuskiptin, hvað varðar vindorku og annað,“ segir hún. „Við teljum mjög mikilvægt að ræða þessi mikilvægu málefni út frá ólíkum sjónar- hornum.“ Víðernin virðast skipta marga máli en Hafdís Hanna segist hafa fundið fyrir miklum viðbrögðum við málþinginu. „Við erum helst áhyggjufull yfir að það komist færri að en vilja, en viðburðurinn verður líka í streymi.“ Stofnun Sæmundar fróða tók til starfa árið 2006 og er rannsókna- og kennslu- stofnun á sviði sjálf bærrar þróunar og þverfræðilegra viðfangsefna. Hafdís Hanna tók við hlutverki forstöðumanns stofnunarinnar í fyrra. „Okkar hlutverk er meðal annars að tengja vísindafólk og samfélagið innan og utan háskólans til þess að miðla og sinna rannsóknum um sjálf bæra þróun,“ segir hún. „Sjálfbær þróun hefur aldrei verið mikilvægari en í dag þegar loftslagsbreytingar, tap á líffræðilegri fjölbreytni og átök ógna tilvist okkar. Sjálf bærni er víðfeðmt hugtak sem snertir ekki aðeins umhverfis- og lofts- lagsmál, heldur einnig heilsu okkar og vellíðan, félagslegt réttlæti, menningu og efnahag. Málþing um víðerni tengist vissulega sjálfbærni enda er umræða um gildi víðerna og breið sátt um fyrir hvað þau standa, mjög mikilvægur þáttur í aðlögun að loftslagsbreytingum og vernd vistkerfa og lífríkis,“ segir Hafdís Hanna að lokum. Málþingið stendur yfir milli klukkan 10 og 16. Hægt er að nálgast dagskrána og streymi í gegnum Facebook-síðu Stofnunar Sæmundar fróða. n Við teljum mjög mikil- vægt að ræða þessi mikil- vægu málefni út frá ólík- um sjónarhornum. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðu- maður Stofnunar Sæmundar fróða Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær móðir okkar, amma og langamma, Hafþóra Bergsteinsdóttir lést þann 11. mars á Landspítalanum. Útförin fer fram í Fossvogskapellu mánudaginn 28. mars klukkan 15.00. Kolbrún Stefánsdóttir Valdís Stefánsdóttir Valdimar Stefánsson barnabörn og aðrir afkomendur. Víðerni í víðu samhengi Víðernin verða rædd bæði frá innlendu og alþjóðlegu sjónarhorni. MYND/HAFDÍS HANNA ÆGISDÓTTIR Komið verður inn á umræðuna um orkuskiptin á málþinginu. Faisal bin Abdulaziz Al Saud tók við völdum sem þriðji konungur Sádí-Arabíu árið 1964. Á valdatíð sinni beitti Faisal sér fyrir að nútíma- væða Sádí-Arabíu og beitti hann sér meðal annars gegn kommúnisma og ítökum trúarleiðtoga á stjórn- sýslu landsins. Hann sýndi einnig stuðning við málefni Palestínu og mótmælti þeim stuðningi sem Ísrael naut frá Vesturlöndum, með banni á sölu olíu, sem olli olíukreppu árið 1973. Þann 25. mars 1975 var Faisal staddur í sal þar sem kon- ungur veitti almennum borgurum áheyrn. Skömmu áður en Faisal konungur ætlaði sér að taka á móti verslunarmönn- um rakst hann á bróðurson sinn og nafna, Faisal bin Musaid prins. Þegar konungurinn bjó sig undir að faðma frænda sinn tók prinsinn fram skammbyssu og skaut konunginn þrisvar í höfuðið áður en lífvörðum tóks að yfirbuga hann. Faisal konungur lést af sárum sínum síðar sama dag. Faisal prins var handsamaður og var í fyrstu úrskurðað að hann væri geðveikur. Í réttarhöldum var niðurstaða sér- fræðinga hins vegar sú að hann hefði verið heill á geði þegar hann skaut konunginn. Prinsinn var dæmdur fyrir konungs- morð og hálshöggvinn á Deera-torgi í Ríad. n Þetta gerðist: 25. mars 1975 Konungur Sádí-Arabíu myrtur 1016 Nesjaorrusta er háð í Noregi milli Sveins jarls og Ólafs Haraldssonar. 1306 Róbert the Bruce verður konungur Skotlands. 1655 Christiaan Huygens uppgötvar Títan, stærsta tungl Satúrnusar. 1838 Póstskip sem hafði lent í hrakningum við Dyrhólaey og borið til Noregs, kemur til landsins eftir að hafa beðið færis að komast til Íslands í fjóra mánuði. 1956 Selfosskirkja er vígð. 1975 Vatnsfjörður í Barða- strandarsýslu er friðlýstur, um 100 ferkílómetrar lands. 1985 Bandaríska kvik- myndin Amadeus fær Óskarsverðlaun sem besta kvik- myndin. 1990 Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Ungverjalandi fara fram. 1992 Alþingi afnemur sjötíu ára gömul lög um bann við löndun úr erlendum fiskiskipum á Íslandi. 1992 Sergej Konstantínóvits Krikaljev snýr aftur til jarðar eftir 311 daga dvöl í geimstöðinni Mír. 2000 Skautahöllin á Akureyri er formlega opnuð. 2001 Schengen-samstarfið tekur gildi á Norðurlönd- unum. 2008 Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti í 15 prósent. TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 25. mars 2022 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.