Fréttablaðið - 25.03.2022, Síða 14

Fréttablaðið - 25.03.2022, Síða 14
Skíðakappinn Hilmar Snær Örvarsson, frá skíðadeild Víkings, náði frábærum árangri á Vetrar­ ólympíuleikum fatlaðra sem fóru fram í Beijing í Kína fyrr í þessum mánuði. Hilmar endaði í fimmta sæti í svigi sem er besti árangur sem íslenskur keppandi hefur náð á Vetrarólympíuleikum fatlaðra frá upphafi. „Persónulegt mark­ mið mitt fyrir þessa Ólympíu­ leika var að ná í eitt af fimm efstu sætunum og það gekk eftir. Það er mjög góð tilfinning að upplifa að öll þessa mikla vinna sem ég hef lagt á mig undanfarin ár hafi skilað sér með þessum árangri.“ Hilmar var rúmum þremur sekúndum frá því að komast í pallsæti og sex sekúndum frá gullverðlaunum sem hinn franski Arthur Bauchet hreppti. Reynsla sem nýttist Þetta eru aðrir Vetrarólympíu­ leikarnir sem Hilmar tekur þátt í en áður hafði hann tekið þátt þegar þeir voru haldnir í Pyeong­ chang í Suður­Kóreu árið 2018. „Ég var eini fulltrúi Íslands á báðum þessum leikum og fyrir vikið fánaberi í bæði skiptin. Árið 2018 lenti ég í þrettánda sæti í sviginu og því er það mjög ánægjulegt og hvetjandi að sjá svo mikla bætingu milli Ólympíuleika. Það að hafa tekið þátt í Suður­Kóreu 2018 var góð reynsla sem nýttist mér vel í Kína fjórum árum síðar. Ég vissi meira hverju ég mætti búast við í brekkunni sem og utan hennar. Árangur og reynslan á milli þessara leika gáfu mér tilefni til að stefna hærra og gera betur en í Suður­Kóreu.“ Skíðin heilluðu snemma Hilmar, sem keppir í standandi f lokki, byrjaði að æfa skíði með skíðadeild Víkings árið 2010, þá tíu ára gamall. „Ég heillaðist f ljótt af skíðunum og byrjaði snemma að æfa af fullum krafti. Þegar fór að líða á unglingsárin fór ég í f leiri æfinga­ og keppnisferðir erlendis sem áttu sinn þátt í að styrkja mig enn frekar sem skíðamann. Það var svo um fjórtán ára aldurinn sem ég setti mér það markmið að keppa á Ólympíuleikunum og hef nú þegar keppt á tvennum.“ Skoðar Beijing síðar Það gafst ekki mikill tími til að kynnast Beijing og kínverskri menningu meðan á leikunum stóð. Bæði var dagskráin vel skipulögð f lesta daga auk þess sem samkomutakmarkanir komu í veg fyrir frekari ferðalög og skoð­ unarferðir. „Ég náði að kynnast Beijing eins vel og hægt var út um gluggann á rútunni en annars mátti ekki gera neitt nema vera í Ólympíuþorpinu, á skíðasvæðinu Hilmar Snær Örvarsson með for- eldrum sínum í Beijing. MYND/AÐSEND Fimmta sætið í Beijing var glæsi- legur árangur. MYND/AÐSEND Hilmar Snær ásamt kærustu sinni, Anítu Ýr Fjölnisdóttur. MYND/AÐSEND Hilmar greindist með bein- krabbamein í hné átta ára gamall og missti í fram- haldinu hluta af vinstri fótlegg. Hann segist hafa komist í gegnum þessa lífsreynslu með jákvæðni og baráttuhug. Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is ingur fyrir vikið. „Það var aldrei spurning um að þetta myndi stoppa mig að hreyfa mig og leika mér sem krakki og mun ekki gera það í framtíðinni. Þessi lífsreynsla hefur ýtt mér lengra í lífinu og mun nýtast mér vel í framtíðinni.“ Spennandi nám Hilmar stundar nám í læknis­ fræðilegri verkfræði við Háskóla Íslands og stefnir á útskrift vorið árið 2023. Hann segir námið vera mjög áhugavert og henti um leið styrkleikum hans í námi. „Það er margt mjög spennandi sem teng­ ist þessu námi og mikið að gerast í tæknilegum framförum í þessum geira í heiminum í dag. Megin­ markmið námsins er að byggja sterka undirstöðu á helstu sviðum rafmagns­ og tölvuverkfræði með áherslu á tengsl og hagnýtingu við lausnir læknisfræðilegra verkefna. Námið býður upp á fjölbreytt framhald á vali á framhaldsnámi og störfum en mig langar í fram­ tíðinni að vinna í starfsumhverfi sem er uppbyggjandi, krefjandi og skemmtilegt.“ Stefnir í gott sumar Flestir dagar eru þétt skipaðir hjá Hilmari og skíðamennskan og skólinn taka eðlilega góðan tíma f lesta daga vikunnar. „Ég reyni þó að spila golf yfir sumartímann og einnig stunda ég CrossFit í CrossFit Reykjavík. Eftir loka­ prófin í maí fer ég til Parísar með Anítu Ýr, kærustu minni. Í sumar verður helst ferðast innanlands en okkur Anítu finnst gaman að fara í útilegur og stefnum á að fara í f leiri í sumar. Svo er stefnan sett á að ganga Laugaveginn í júlí með fjölskyldunni. Utan þess mun ég starfa hjá Össuri í sumar, eins og síðasta sumar, sem verður lær­ dómsríkt.“ n og fara á opnunar­ og lokahátíð­ ina vegna Covid­takmarkana. Þetta þótti okkur Íslendingunum miður. Það hefði svo sannarlega verið gaman að geta ferðast aðeins um, sjá til dæmis Kínamúrinn sem er rétt utan við Beijing og að upplifa þessa stórborg. Það verður bara að bíða betri tíma.“ Varð sterkari einstaklingur Hilmar greindist með bein­ krabbamein í hné átta ára gamall og missti í framhaldinu hluta af vinstri fótlegg. Hann segist hafa komist í gegnum þessa lífsreynslu með jákvæðni og baráttuhug að vopni og orðið sterkari einstakl­ Þessi lífreynsla hefur ýtt mér lengra í lífinu og mun nýtast mér vel í fram­ tíðinni. Mig langar í fram­ tíðinni að vinna í starfs­ umhverfi sem er uppbyggj­ andi, krefjandi og skemmti­ legt. 2 kynningarblað A L LT 25. mars 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.